Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Side 13

Víkurfréttir - 06.04.2006, Side 13
Samdráttur í sorpeyðingu með brotthvarfi hersins Nokkur samdráttur verður á starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Miðnes- heiði. Með þessu sést enn einn þátturinn sem brotthvarf hers- ins hefur bein áhrif á, en á síðasta ári skilaði Varnarliðið um 3000 tonnum til vinnslu í SS. Til samanburðar má geta þess að tekið er við um 18.000 tonnum á ársgrundvelli. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sorpeyðingar- stöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þó að erfitt væri að missa stóran viðskiptavin væri hann ekki áhyggjufullur yflr framtíðinni. „Varnarliðið greiddi okkur ein- greiðslu eftir síðustu samninga vegna þess að þeir vildu ekki semja við okkur til langs tíma og verður tekjutapið þess vegna ekki eins mikið. Sorp frá Vell- inum hefur líka verið að minnka mikið undanfarin ár og er þetta þess vegna ekki eins mikið áfall fyrir okkur. Á móti því kemur að síðustu ár hafa umsvif við Flugstöð Leifs Eiríkssonar stór- aukist auk þess sem íbúum á svæðinu íjölgar stöðugt.“ Einnig má þess geta að minna sorp verður flutt frá SS eftir brotthvarf Bandaríkjamanna, en þaðan fer bæði endurvinnan- legt sorp og brennanlegt sorp sem brennslustöðin nær ekki að anna. Endurvinnanlegt sorp er þó í meirihluta. Óska eftir vönum vélamönnum og verkamönnum íjarövinnu, mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 824 1060. A. PÁLSSON Sími 824 1060 Hefopnað skrifstofu að Hólmgarði 2 í Keflavík ► Ársreikningar * Færsla bókhalds ► Launavinnsla • Skattframtöl einstaklinga ► Skattframtöl fyrirtækja ► Stofnun fyrirtækja • Rekstraráætlanir * Viðskiptaáætlanir VIÐSKIPTALAU SNIR SF. Jón P. Jóhannsson viðskiptafræðingur Hólmgarði 2 Sími 420 9000 E GARjPtUR Gangstettir oggo í Garði 2006 Garður kynnir hér fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu. Malbikaðar verða Borgartún, Sóltún, Ártún, Bjarkartún og Birkitún. Klæddar verða götur og heimkeyrslur í Útgarði að lóðarmörkum. Yfirlitsmynd af framkvæmdinni er til sýnis á skrifstofu Garðs og eru íbúar hvattir til að kynna sér uppdráttinn fyrir 6. maí 2006. Bæjarbúar geta samið við verktaka vilji þeirmalbika innkeyrslu innan lóðarhjá sér. Bæjarstjóri Skilafrestur auglýsinga til kl. 17 á mánudag! Síminn er4210000 STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 6. APRÍL 20061 1B

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.