Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Síða 16

Víkurfréttir - 06.04.2006, Síða 16
Fyrstu skóflustungurnar að Orkuveri 6 í Svartsengi voru teknar s.l. föstudag á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja Eyjólfsson, kerfisstjóri, Þórður Andrésson, stöðvarstjóri, Jón M. Vilhelmsson, vaktvélafræðingur, Thor Sverrissi son, vaktvélafræðingur og Bjarni Már Jónsson, vaktvélafræðingur. Að skóflustungunum loknum var haldið út; kvæmdir voru skoðaðar. Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf.: Fjölmenni var á morg- unverðarfundi Glitnis á Ránni í síðustu viku. Þar stigu á stokk þau Ingólfur Bender, forstöðumaður greinigardeildar Glitnis, og Aðalheiður Héðinsdóttir, for- stjóri Kaffitárs. í máli sínu fór Ingólfur yfir stöðu íslenska hagkerfisins og horfurnar framundan. Yfirskrift framsögu hans var; „Er veislan rétt að byrja eða er henni að ljúka?“ Þar vísaði hann til hins mikla uppvaxtar sem hefur verið í ís- lensku hagkerfi undanfarin miss- eri, en hagvöxtur á íslandi hefur verið tvöfaldur á við það sem gerist í OECD ríkjunum. Niðurstaða hans var sú að veisl- unni sé að ljúka en engu að síður sé bjart framundan. Við stefnum nú inn í stöðnunar- tíma sem sé nauðsynlegur til að vinda ofan af spennu og þenslu sem hefur einkennt hagkerfið. Við það skapist jafnvægi fyrir næsta uppskot. Að mati greiningardeildar- innar verður hagvöxtur á næsta ári tæplega 1%. Krónan mun þá styrkjast aftur eftir að hafa fallið um 15% frá áramótum og mun halda því áfram til 2008 eða 2009. Búast má við auk- inni verðbólgu, eða um 6%, en verðbólgan mun þó hjaðna á árunum 2008 og 2009. Veislunni er þvi lokið í bili, en engu að síður er ástæða til bjart- sýni að mati Ingólfs þar sem hagvaxtarhorfur séu góðar og ekkert því til fyrirstöðu að fjörið hefjist á ný innan fárra ára. Is- land er nú í 6. sæti yfir þau lönd sem hafa hæstar þjóðartekjur á mann og segir Ingólfur að raun- hæft sé að vonast til að ísland verði komið í 4. sæti eftir 10 ár. í framsögu Aðalheiðar fór hún yfir stöðuna hjá Kaffitári sem hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun árið 1990. Fyrir um ári síðan var skipuð stjórn fyrirtækisins en þar sitja Hildur Petersen, formaður, Dagný Halldórsdóttir varafor- maður, Árni Tómasson, ritari, Ólafur Kjartansson og Eiríkur Hilmarsson. Á því ári sem síðan er liðið hefur fyrirtækið náð öllum þeim markmiðum sem stjórnin setti sér og er ætlun þeirra að vera sífellt í farar- broddi. Til þess þarf að skerpa áherslur og aðgreina sig frá öðrum. Með það að markmiði er komin í gang vinna við að endurnýja ímynd fyrirtækisins og eru uppi hugmyndir um að stækka hús- næði fyrirtækisins á Stapabraut um heiming á næstunni. Aðal- heiður sagði að sköpunarkraftur sé það sem knýji fyrirtækið áfram hvort sem þjóðarbúið sé með veislu eða ekki og víst er að framtíðin er björt hjá Kaffitári. I lok fundar voru allir gestir leystir út með dýrindis tertum í boði Glitnis. Fjölmenni á fróð- legum morgunverð- arfundi Glitnis Sala á heitu vatn og raforku til VL hefur dregist verulega saman Sala á heitu vatni til Varnarliðsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, eða frá því að vera hátt í 17 þúsund mínútulítrar á ári árið 1993 niður í rúma 11 þúsund mínútulítra á síðasta ári. Að sögn Júlí- usar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, mildar þessi samdráttur að einhverju leiti þær búsifjar sem HS verður fyrir við brotthvarf Varn- arliðsins en eins og VF hefur greint frá þá hefur VL sagt upp samningi við Varnarliðið um kaup á heitu vatni. Þá hefur sala á raforku til VL einnig dregist verulega saman. Þrátt fyrir þennan samdrátt er VL stærsti einstaki viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja. Fram hefur komið að í samningi þeim sem í gildi er á milli VL og HS, eru ákvæði þess efnis að ekki sé hægt að segja honum upp fyrirvaralaust. Forsvarsmenn HS segja að í samningnum séu skýr ákvæði sem kveði á um að VL geti einungis dregið úr vatns- notkun um 4% á ári. Það sé því skoðun HS að VL verði í raun að semja sig frá samningnum. 1 bréfi sem barst frá Norfolk fyrir helgi er samn- ingnum sagt upp með 180 daga fyrirvara, sem sé í samræmi við ákvæði í upphaflega samningum frá 1980. Júlíus Jónsson segir að síðan þá hafi verið gerðar 63 breytingar á samningnum. Hitaveitan hefur svarað bréfinu frá Norfolk og óskað eftir samningafundi um málið, þar sem ein- föld tilkynning af þessum toga sé ófullnægjandi miðað við gildandi samning. Hvað raforkusöluna varðar, þá hefur hún einnig dregist verulega saman. Árið 1992 var VL að kaupa rúmlega 75 þúsund gígawattstundir en í fyrra var hún innan við 60 þúsund. HAGNAÐUR A SIÐASTA ARI TÆPUR 1,6 NIILLJARDUR Hagnaður síðasta árs hjá Hitaveitu Suður- nesja nam tæpum 1,6 milljarði sem er aukning upp á tæpar 700 milljónir frá árinu 2004 þegar hagnaðurinn nam tæpum 900 milljónum. Samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi HS fyrir helgi, námu rekstrartekjur HS tæpum 4,7 milljörðum. Eignir félagsins eru upp á tæpa 25 milljarða og er eigið fé upp á 13,8 milljarða, sem er 56% af heildarfjármagni. Aðalfundur HS samþykkti að á árinu 2006 yrði greiddur 420 milljón kr arður til hluthafa. Heildartekjur HS á þessu ári eru áætlaðar ríflega 5,7 milljarðar, samkvæmt fjárhagsáætlun og er reiknað með að hagnaður verði á bilinu 12 - 12,5 milljarðar. 16 I VfKURFRÉTTIR 14. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGAISIGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.