Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 06.04.2006, Qupperneq 17
I hf. Skóflustungurnar tóku þeir Bragi :on, vaktválafræðingur, Andrés Ólafs- :á Reykjanes þar sem virkjunarfram- Framkvæmdir á Nikkelsvæði Framkvæmdir eru komnar vel á veg við æf- ingasvæði knattspyrnu- deild UMFN á Nikkel-svæð- inu. Verið er að undirbúa jarð- veginn fyrir grasið á þessum fyrsta áfanga nýs íþróttasvæðis í Reykjanesbæ. Um er að ræða gríðarlega mikla framkvæmd á svæði sem er 26 hektarar að stærð, elítið stærra en íþróttasvæðið í Laugardal í Reykjavík. Á svæðinu verður æfinga og keppnisaðstaða knatt- spyrnudeilda Keflavíkur og UMFN, en fyrsti áfanginn, áð- urnefnt æfingasvæði UMFN, verður tekið í gagnið strax í sumar. Þá verður frjálsíþróttasvæði, körfuknattleiksvellir, og ýmis- konar félagsaðstaða sem tengist íþróttum auk þess sem langir göngu- og hjólreiðastígar liggja um allt. Stærsta byltingin verður þó án efa stórglæsilegur knattspyrnu- leikvangur sem mun verða sam- kvæmt stöðlum fyrir Evrópu- keppnir. Völlurinn verður nið- urgrafinn og stúkur sitthvoru- megin. »0 OÐ Endurfundir í tilefni 30 ára fermingarafmælis. Staður og stund: KK salurinn í Keflavík, laugardagskvöld 29. apríl. Sjáið okkur á netinu: argangur62.dacoda.is Undirbúningsnefndin: Benedikt Jónsson benni@mitt.is Dagný Steinsdóttir aldadesign@simnet.is Guðbjörn Garðarsson gbj@simnet.is Hrefna Gunnarsdóttir hgunn@visir.is I I Framkvæmdir ganga vel Vinna við raforkuver Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi gengur vel og er ráðgert að það hefji afhendingu þann 1. maí næst- komandi. Alls hafa verið boraðar 15 holur en upphaf- lega var gert ráð fyrir 10-11 holum. Sú dýpsta eru tæpir 3.100 metrar en orkuverið verður með afköst upp á 2 x 50 megawött. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, upplýsti á aðalfundi félagsins að framkvæmdir hefðu að mestu gengið skv. áætlun „þó ósveigj- anleg umhverfislöggjöf eða framkvæmd hennar hafi valdið umtalsverðum viðbótarkostnaði við boranir, kælisjávarlagnir og háspennumannvirla1. Heildarkostnaður við virkjunina er áætlaður um 11,3 milljarðar auk milljarðs til viðbótar vegna línubyggingar og tengivirkis núverandi línu. Framkvæmdin er fjármögnuð með eigin fé og lánsfé og er gert ráð fyrir að lánsfé verði á bilinu 75 - 80%. Reykjanesvirkjun: Full búð af nýjum vörum! 20% afsláttur af gallabuxum og skóm fimmtudag, föstudag og laugardag Munið gjafabréfin Frábær fermingargjöf Opið laugardag til kl. 16 STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRETTIR FIMMTUDAGURINN 6. APRI'L 20061 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.