Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 2

Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 2
Hugvekja - Helga Margrét Guðmundsdóttir emnetai Amma viltu segja okkur sögur frá því þú varst lítil segja börnin og sem betur fer eru börnum sagðar sögur og það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir kynslóðabil eða að við glutrum niður þjóðararf- inum í hraða nútímans. Þegar krakkar leita eftir sögum hjá fullorðna fólkinu um jólin leitar hugur margra til æskujólanna þegar allt virðist hafa verið miklu einfald- ara en það er í dag. Samverustundir fjölskyldunnar voru nánast heilagar t.d. matar og svefntími og heim- ilisbragur allur annar en er í dag. Menn áttu fáa hluti sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir að eignast, gæta vel og kannski laga og endurbæta með tímanum. Á móti kemur neysluhyggja nútímans þar sem margt er einnota og er fljótt að koma og fara. Þar sem eitthvað nýtt tekur við og hinu er hent. Börnum sem hlusta á sögur í dag finnst einkennilegt að eplalykt geti verið tengd jólum eða að fólk hafi einungis fengið eina bók í jólagjöf og ekki hafi verið til sjónvarp eða internet. Enn fjarlægari eru æskujól langafa og langömmu sem kunnu vel að meta hlýja sokka eða kerti og spil. Kannski óskiljanleg veröld fyrir nútímabörn. Svo þarfnast sum jólalögin skýringa og textar hafa verið endurnýjaðir því nú syngja rnenn um aðra hluti. Um öll heimsins undur sem þeir muni senda elskunni sinni ef þeir nenni og ætli að koma heilsunni í lag en nei nei ekki um jólin. Það getur verið erfitt fyrir börnin að skilja að í gamla daga einkenndi fábreytileiki líf fólks en nú á dögum er fjölbreytileiki lífsins svo mikill að sumir hafa það eitt að markmiði að einfalda líf sitt og gera minna af öllu. Höfum við tapað áttum? Áreitum í nútímanum hefur fjölgað þó við líturn bara til allra síðustu ára. í öllum hraðanum og tækniundr- unum sem áttu að spara okkur tíma virðumst við tapa tíma og við lifum við stanslausa minnkun á “núinu” þar sem allir reyna að græða meira á styttri tíma. Við eigum ótal klukkur en höfum engan tíma nema þann sem við seljum á útsölu til vinnuveitenda segja sumir. Þegar svo starfsfólkið kvartar undan álagi er því vinsamlega bent á að það sé einmitt það sem það fái sérstaklega greitt fyrir. Herdís Egilsdóttir lýsti því um daginn í sjónvarpsþætti að erillinn í dag væri eins og að renna sér á svellbungu á sleipum skóm og geta ekki stjórnað neinu. Ýmsir sérfræðingar reyna að sjá fyrir sér afleiðingarnar af hraðanum hjá nútíma fjölskyldum og hvaða áhrif hin starfsframakrefjandi menning geti haff á heimilislífið og þá sérstaklega á börnin. Ja hvað gerir maður ekki til að vera maður með mönnum þegar við höfum hreinlega gert tímaleysi og streitu að mælitæki um virðingu, þegar það er nánast dyggð að vera rnjög upptekinn og lifa í stöðugu tíma- leysi í kapphlaupi um einskis verða hluti. Alls konar sérfræðingar, heilbrigðisstéttir og verkalýðsfélög halda svo námskeið um streitu og streitutengda vanlíðan sem talin er hafa mikil áhrif á samskipti fólks og svo vinnu- afköstin. Margir reyna þannig að afrugla oláur í þessari villu og rétta okkur áttavita en við heyrum ekki né sjáum á harðahlaupum í vitlausa átt. Það er eins og við höfum gersamlega misst sjónar af því sem skiptir máli og gerir okkur gott. Einhverjir færa rök fyrir því að menn séu á stanslausum flótta í vinnu og asa til að draga athyglina frá því hvað þeir eru þreyttir. Ætlum við svo að hvíla okkur um jóhn eða gefa hvíld í jólagjöf? Er það raunsönn mynd sem dregin er upp í auglýsingunni frá VR þar sem foreldr- arnir detta dauðþreyttir fram á jólaborðið. Erum við að keyra okkur út? Þurfum við kannski að endurnýja vökulögin? Hver er jólagjöfin í ár Nú fyrir jólin hugsum við mikið um gjafir og hvað við getum gefið í jólagjöf. í einum texta segir: Jólagjöfin mín i ár, ekkú metin er til fjár ef þú bara vildir hana af mér þiggja, jólagjöfin er ég sjálf og svo frv. Jólagjöfin er ég og þú.... Á aðfangadagskvöld var friðhelgi heimilisins virt hér áður og dyrabjallan þagnaði, eini síminn hringdi ekki og fjölskyldan átti samverustund. Aldrei fyrr hafa slíkar stundir verið eins dýrmætar og nú því samveru- stundum foreldra og barna hefur fækkað og sífelld áreiti trufla fjölskyldufriðinn og foreldra í sínu mikil- væga hlutverki. Það er dapurleg mynd að sjá ung börn berjast við tölvur um athygli eða faðm foreldranna, að glymjandi í mörgum farsímum trufli helgi jólanna og jólamáltíðina og að börnin og unglingar hverfi inn í netheima á jólanótt ( eins og menn forðum í álfheima.) Fengum við ekki öll tíma í vöggugjöf og hvernig förum við með þann fjársjóð. Guð gefi okkur að nýta tímann vel um jólin, dag í senn, eitt andartak í einu eins og segir í sálmi Sigurbjörns Einarssonar og að jólagjöfin sé ég og þú eða sá kærleikur sem við öll þráum að gefa og þiggja. Annað slagið er olckur hoht að hugsa til þess sem mest hefur hreyft við okkur á vegferð okkar um lífið. Hvar það fékkst, hver endingartíminn er og hvort hægt sé að skila því. Við þyrftum kannski að nrinna okkur á að það enn einu sinni að það sem er mikilvægast í lífinu fæst ekki fyrir peninga. Þó plasmaskjár og safapressa geti verið góðar jólagjafirnar í ár þá eru samverustundir foreldra og barna dýrmætar og góð gjöf sem leggur grunn að fram- tíð barna okkar og líðan okkar sjálfra. Að vera saman um jólin, finna nánd og nærveru okkar nánustu eru gjafir sem ekki er hægt að pakka inn en eru verðugar gjafir, innlegg í fjársjóð minninga og ömmusögur fram- tíðarinnar. Bestu jólakveðjur Helga Margrét Guðmundsdóttir Úr Sálmabók íslensku kirkjunnar Sálmur 712 Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín.faðir, gefur mér. Mun égþurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minnfyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér afgœsku sinni minna daga skammt afsœld ogþraut, sér til þess, að fcera leið égfmni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir ncerri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hœrri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf égþekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal ncegja hverjum degi, núí dag ég styð og hjálpa þér. Guð, égfce affyrirheitum þínum frið ogstyrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú oghaltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég afhjartaþeli hreinu, hvað sem mœtir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í Ijóssins heim égfer. Sigurbjörn Einarsson ItiJ FRETTIR Forsíðumyndina prýðir SifAradóttir Fegurðardrottning Suðurnesja og Fegurðardrottning Islands 2006. Myndina tók Oddgeir Karlsson Ijósmyndari. Hann tók einnig myndir afSifsem birtast með viðtali við hana aftar í blaðinu í dag. 2 IVÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27. ÁRGANGUR VfKURFRÉTTIR Á NETINU • w

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.