Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 6
Reykjanesbær:
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Með því að hringja í síma 4210000 er hægt að velja beint
samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINCINN ER í SÍMA 898 2222.
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttirehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020
Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is
Ellert Grétarsson, sími 4210014, elg@vf.is
Þorgils Jónsson, sími 4210003, gilsi@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 4210001, jofridur@vf.is
Sigríður K. Ólafsdóttir, sími 4210008, sirry@vf.is
Víkurfréttirehf.
Magnús Geir Gíslason, s: 4210005, magnus@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 4210006, steini@vf.is
Þóra Kristín Sveinsdóttir, s: 4210011, thora@vf.is
Ragnheiður Kristjánsdóttir, s: 4210005, ragnheidur@vf.is
OPM
www.vf.is,www.vikurfrettir.is og kylfingur.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 4210009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 4210010, aldis@vf.is
t
Elskulegur eiginmaöur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Jóhannsson,
Melteigi 8,
Keflavík,
lést mánudaginn 11. desember sl.
Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
19. desember nk. kl. 14.
Jóna Sigurgísladóttir,
Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson,
Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason,
Jóhann Gunnar Jónsson, Ásta Elín Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Átt þú rétt á bílaleigubíi
vegna tryggingatjóns?
Hafðusambandvi&okkur!
HURDAÞJÖNUSTA SUDURNESJA ehf.
Uppsetning og þjónusta á
bílskúrs- og iðnaðarhurðum
Geri föst verðtilboð
Sími 868 5253 - eddi1965@simnet.is
Tíu milljóna króna afgangur
varð að 340 milljóna króna halla
Minnihlutinn í bæjar-
stjórn Reykjanes-
bæjar segir fjárhags-
áætlanir Sjálfstæðismanna
undanfarin ár hafa í engu stað-
ist. Ár eftir ár séu lagðar fram
áætlanir sem ekld standist sem
gerir að verkum að skuldir
sveitarfélagsins aukist sífellt,
þrátt íyrir auknar tekjur bæj-
arsjóðs. Sú fjárhagsáætlun
sem lögð var fram í upphafi
síðustu kosningabaráttu hafi
í raun verið kosningapési og
nú sé enn einn kosningavíx-
illinn kominn fram. Þetta
segir í harðorðri bókun sem
Guðbrandur Einarsson (A)
lagði fram fyrir hönd minni-
hlutans á bæjarstjórnarfundi
í gær þegar endurskoðuð
fjárhagsáætlun 2006 var lögð
fram. Bendir minnihlutinn á
að 10 milljón krónu rekstrar-
afgangur sé nú orðinn að 340
milljón króna halla í endur-
skoðaðri áætlun.
Böðvar Jónsson (D), formaður
bæjarráðs, varð til svara í um-
ræðu um málið og benti hann
m.a. á að íbúafjölgun hafi orðið
meiri en gert var ráð fyrir áætl-
unni. Ljóst væri að þegar mikil
uppbygging og fólksfjölgun
væri í samfélaginu væri erfið-
ara að gera haldbærar fjárhags-
áætlanir. Rétt væri að nokkur
breyting hafi orðið á áætluninni
bæði hvað varðar skattekjur og
launaliði sem hækkuðu frá upp-
haflegri áætlun um 180 millj-
ónir króna. Þar hafi borið hæst
hækkun launa leikskólakenn-
ara, heimild launanefndar til
hækkunar lægstu launa, starfs-
mat og nýja kjarasamninga
BHM, að sögn Böðvars. Önnur
rekstrargjöld hækkuðu um 140
milljónir frá því sem gert var
ráð fyrir.
Jon Guðlaugsson varaslökkviliðsstjóri BS skrifar:
Nokkur heilræði til Suðurnesja-
manna um brunavarnir
Ágætu Suðurnesjabúar.
Á aðventunni eru slökkviliðsmenn oft minntir á
hve skammt er milli gleði og sorgar, gleði þegar
jólin og áramótin ganga í garð með allri sinni
ljósadýrð og þeirri eftirvæntingu sem fylgir und-
irbúningi jólanna og svo þeirri sorg og örvænt-
ingu sem hellist yfir fólk þegar eldur hefur lagt
heimilið í rúst og ástvinir jafnvel slasast í elds-
voða. Til að minnka hættu á eldsvoða er gott að
hafa eftirfarandi atriði í huga:
1. Reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki
eiga að vera á hverju heimili.
2. Aðgætið hvort reykskynjarar séu í lagi, það er
gert með því að þrýsta á prófunarhnapp á reyk-
skynjaranum þar til hljóðmerki heyrist, þetta þarf
að gera mánaðarlega, endurnýja þarf rafhlöður
árlega og líftími reykskynjara er 5-10 ár.
Reykskynjarar eiga að vera í öllum herbergjum
þar sem rafmagnstæki eru til staðar.
3. Gangið vel frá kertaskreytingum, þannig að
þó kertin brenni niður, kvikni ekki í skreyting-
unum, farið aldrei úr húsi án þess að slökkva á
kertunum og slökkvið ávallt á þeim áður en farið
er að sofa. Hafið aldrei logandi kerti þar sem börn
eru við leik s.s. í barnaherbergjum. Staðsetning
kertaskreytinga er mjög mikilvæg, gæta þarf sér-
staklega að ekki séu brennanleg efni nálægt kerta-
skreytingum s.s gardínur.
4. Notið viðeigandi hlífar þegar flugeldum er
skotið, s.s. öryggisgleraugu og hanska, farið eítir
þeim leiðbeiningum sem framleiðendur og söluað-
ilar mæla með.
5. Gætið þess að framlengingarsnúrur séu heilar
og yfirhlaðið ekki rafmagnsinnstungur
Sé farið eftir þeim leiðbeiningum sem nefndar
hafa verið hér að ofan minnkum við stórlega líkur
á bruna og slysum.
Að lokum.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru ávallt
reiðubúnir að leiðbeina fólki um brunavarnir,
séu einhverjar spurningar um brunavarnir hvort
heldur er heima eða á vinnustað hafið þá sam-
band við varðstofu slökkviliðsins í síma 421-4748.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja óska Suður-
nesjamönnum gleðilegra jóla og gæfuríks kom-
andi árs með þökk fyrir samstarf liðinna ára.
Jón Guðlaugsson
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAD • JÖLABLADIÐ 2006 I 27. ÁRGANGUR