Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 36
Síðustu misseri hafa verið afar viðburðarík hjá at- hafnamanninum Ólafi Thordersen og fyrirtæki hans Njarðtaki í Reykjanesbæ. í ár var aldaríjórðungur síðan fyrir- tækið var stofnað en það gekk inn í íslenska gámafélagið árið 2004 og er þar stærsti hluthafi og Ólafur stjórnarformaður. Ekki er algengt að fyrirtæki af Suðurnesjum fari í slíka útrás þannig að Víkurfréttir tóku Ólaf tali og spurðu fyrst út í upphafið. „Við byrjuðum árið 1981 og vorum fyrst í sorphirðunni en svo vatt Njarðtak upp á sig þar til í upphafi árs 2005 þegar við sameinuðumst Islenska gáma- félaginu og erum nú stærsti hluthaflnn þar. Svo kaupum við Vélamiðstöð Reykjavíkur í ágúst í fyrra þannig að hjá gámafélag- inu starfa nú 160 manns.“ Síðan hefur fyrirtækið verið að bæta við sig minni fyrirtækjum víða um land og er nú með fjölþætta starfsemi, sem felur í sér m.a. sorphirðu, götusópun, hálkueyðingu, vélaleigu og hafnargerð auk þess sem fyrir- tækið á og rekur dýpkunar- og sanddæluskip. Undirstaðan í rekstrinum er sorphirðan þar sem IG þjónar um 110.000 manns um heimilissorp, en mikill áfangi náðist seint á árinu 2004 þegar Reykjavík- urborg hætti að taka sorp frá fyrirtækjum og um 1100 fyrir- tæki hófu að skipta við Islenska gámafélagið. Auk þess leigir fyr- irtækið hreinsunardeild Reykja- vikurborgar alla sorpbíla. En er ekki rnikil áhætta að stækka svona hratt við sig á stuttum tíma? Ólafur játar því. „En hluti af því er hagræðing og í framtíðinni þarf svo mikla sérhæfingu og tækjabúnað í flokkun sorps að það hefði verið erfitt að reyna að reka Njarðtak sem staka ein- ingu. Svo er markaðurinn líka að miklu leyti í Reykjavík. Við erum líka að búa okkur undir það að árið 2016 verður bannað að urða lífræn efni og skylda verður að jarðgera um 75% af öllum lífrænum úrgangi. Það verkefni gengur vel og nú erum við sennilega komnir lengra en nokkuð annað fyrirtæki á þessu sviði.“ Starfsemi íslenska gámafélags- ins nær um allt land nema Vest- firði sem stendur. Fyrir utan starfsemina á Suð-vesturhorn- inu er Gámafélagið með starf- semi í Borgarnesi, Kópavogi, Árborgarsvæðinu, Eyjafjarðar- sveit Reyðarfirði, Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum þar sem þeir eru í jarðvinnu, sjá um sorphirðu og reka Sorpbrennslu Vestmannaeyja. Með Vélamiðstöðinni komu inn í fyrirtækið fjölmargir bílar og tæki sem Ólafur og meðstjórn- endur hans í gámafélaginu, þeir Jón Frantzson, Óskar Beck og Guðjón Egilsson, leigja út til Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. „Við höfum náð ansi góðri fót- festu á Suð-vesturhorninu og nú erum við tilbúnir í það að dreifa enn frekar úr okkur. Þetta er harður viðskiptaheimur og mikil samkeppni þar sem við og aðalsamkeppnisaðilinn erum svipað sterk fyrirtæki en skipt- umst mikið eftir landsvæðum. Við erum mjög sterkir hér fyrir sunnan og höfum lagt áherslu á að berjast og markaðssetja okkur hér en nú höfum við bol- magn til að breiða enn frekar úr okkur,“ segir Ólafúr. Islenska gámafélagið hefur höf- uðstöðvar á 12 hektara svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, en Ólafur starfar engu að síður frá skrifstofu Njarðtaks í Njarðvík, enda skipta fjórir æðstu menn fyrir- tækisins með sér verkum, hver á sínu sviði. I mörg horn er að líta í ört vax- andi fyrirtækjum og fátt sem er Ólafi óviðkomandi. Hann var lengi vel sjálfur í akstri en hefur reynt að minnka það við sig undanfarið. „Það hefur nú gengið illa að reyna að hætta því ég þurfti að fara í eina ferð út í hálkuna um daginn," segir hann hlæjandi. „Svo þarf ég stundum að skjótast í gámana þannig að það er sama hvað maður reynir. Hann er svo hepp- inn, framkvæmdastjórinn minn innfrá, að hann er ekki með meirapróf og hann ætlar ekki að taka það!,“ bætir Ólafur við og hlær enn hærra. Ólafur reynir þó að sinna fjöl- skyldunni sem skyldi þó hann játi að það gangi oft erfiðlega. 36 I VlKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.