Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 65

Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 65
í Suðurkjördæmi er yfirskrift okkar fyrir kosningarnar í vor. Við munum tefla til sigurs og nota þá 150 daga sem til kosn- inga eru til hins ítrasta. Ragn- heiður Hergeirsdóttir ákvað að taka starfi bæjarstjóra í Árborg og stóð því upp úr íjórða sæti listans. Mikil efiirsjá er af henni en hún gegnir nú háu embætti sem styrkir flokkinn og kjör- dæmið allt verulega. Óska ég henni innilega til ham- ingju með starfið en Ragnheiður er einhver mesta afbragðsmann- eskja sem ég hef starfað með. Er ég bæði stoltur og glaður að fylgjast með verðskulduðum framgangi hennar á vettvangi stjórnmálanna. Guðný Hrund Karlsdóttir skipar nú fjórða sæti listans og þar með baráttusætið. Guðný er afar öflugur frambjóðandi og um framboð hennar skapaðist mikil sátt á Suðurnesjum. Sókn- arfærin eru mikil og stefnum við að sjálfsögðu að því að halda okkar hlut að minnsta kosti og vera áfram leiðandi forystuafl í kjördæminu öllu. Hlutur Eyjamanna er afar góður. Lúðvík, Róbert og Guðrún eru verðugir fulltúar sinnar byggðar og kjördæmisins alls á framboðs- listanum. Þessari vösku sigur- sveit hlakka ég til að starfa með og leiða til sigurs í vor. Til sigurs fyrir Suðurkjördæmi allt enda eru næg verkefnin. Fyrst það stærsta: Raunveru- legur jöfnuður í stað fordæma- lauss ójöfnuðar. Þetta er stóra verkefnið. Útrýmum fátækt barna. Fimm þúsund fátæk börn á Islandi er hörmuleg stað- reynd og hægri stjórninni til mikillar skammar. Nú eru sóknarfærin fyrir sígilda jafnaðarstefnu gífurleg. Samfylk- ingin er jafnaðarmannaflokkur Islands. Stórsókn jafnaðarstefn- unnar á landsvísu er hlutverk okkar sem höfum valist á fram- boðslista flokksins um land allt. Söguleg tækifæri jafnaðar- stefnunnar Jafnaðarstefnan á nú sögulegt tækifæri. Eftir áratug gróðra- hyggju og stórkapítals er meiri þörf á gildum sígildrar jafnað- arstefnu en nokkru sinni fyrr. Stéttaskipting og efnalegur mis- munur barna er orðinn að stóru vandamáli í grunnskólum lands- ins. Það undirstrikar skýrslan um fátækt barna á Islandi. Aukinn jöfnuður í tekjudreif- ingu og gæðum er meginhlut- verk okkar jafnaðarmanna. Því náum við með því að breyta skattkerfinu, standa vörð um stéttlausan grunnskóla og eitt heilbrigðiskerfi fyrir alla lands- menn. Óháð efnahag. I því sam- bandi eigum við hiklaust að skoða upptöku skólabúninga í grunnskólunum okkar. Stóru verkefnin á kjördæmavísu blasa við. Samfylkingin hefur um árabil farið fyrir baráttunni um tvöföldun Suðurlandsvegar. Nú er orðin þverpólitísk sam- staða um þá brýnu framkvæmd í héraði. Fyrirstöðunni í sam- gönguráðuneytinu verður feykt burt með samstilltu átaki á næstu vikum. Varanlegar samgöngubætur á milli lands og Eyja er annað brýnt þverpólitíkt verkefni sem þolir enga bið. Nokkur samstaða er um að ráðast í gerð ferjulægis í Bakkaijöru. Slík framkvæmd auk niðurgreidds flugs á milli Eyja og Reykjavíkur/Selfoss á að tryggja viðunandi samgöngur sem skapar grunn fyrir nýja sókn Vestmannaeyja. Með ásætt- anlegum samgöngum opnast ótal önnur tækifæri til uppbygg- ingar at\’innulífs í Eyjum. Okkar er að leiða þau fram. Ársins 2006 verður lengi minnst fyrir brottför hersins af Miðnes- heiði. Nú er að nýta tækifærin sem yfirgefið þorp á vallarsvæð- inu opnar til nýrrar sóknar. Þekkingarþorp, öryggismiðstöð Islands og miðstöð fríverslunar og flugsækinnar þjónustu eru leiðarljósin sem við eigum að vinna eftir og vinna hratt. Samfylkingin setti á árinu fram tillögur sem ollu mikilli um- ræðu á meðal bænda og íbúa dreifbýlis. Ný sókn fyrir sveit- irnar grundvallast á breyttu um- hverfi landbúnaðar. En sú breyt- ing á að vera á forsendum sveit- anna eins og annarra neytenda í landinu. Við ætlum að móta nýja sýn fyrir íslenska bændur með bændum. Breytingum sem skila öllum landsmönnum bættum lífskjörum. Til að ræða þessi mál og miklu fleiri boðum við í Samfylking- unni í Suðurkjördæmi til stefnu- þinga um allt kjördæmi. Frá því verður nánar greint síðar en með fólkinu í Suðurkjördæmi blásum við til sóknar fyrir kjör- dæmið. Sóknar sem skilar okkur öllum sigri í vor. Fyrir hönd Samfýlkingarinnar óska ég öllum íbúum Suðurkjör- dæmis gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Þakka ógleymanlegan stuðning á því ári sem er að líða. Honum mun ég ekki gleyma. Björgvin G. Sigurðssson, alþingismaður sem skipar 1. sœti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördœmi. JÓLAGJÖFINA færðu hjá Fjólu gullsmið Fjóla Hafnargötu 21 • Reykjanesbær* S:421 1011 Vinningslaus Jólalukka getur öðlast nýtt lífí Kaskó! Góð mangó GJAFABREF STÆRST :TTA- AUGLY \BLAÐIÐ Á SUÐU ESJUA VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 20061 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.