Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 65

Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 65
í Suðurkjördæmi er yfirskrift okkar fyrir kosningarnar í vor. Við munum tefla til sigurs og nota þá 150 daga sem til kosn- inga eru til hins ítrasta. Ragn- heiður Hergeirsdóttir ákvað að taka starfi bæjarstjóra í Árborg og stóð því upp úr íjórða sæti listans. Mikil efiirsjá er af henni en hún gegnir nú háu embætti sem styrkir flokkinn og kjör- dæmið allt verulega. Óska ég henni innilega til ham- ingju með starfið en Ragnheiður er einhver mesta afbragðsmann- eskja sem ég hef starfað með. Er ég bæði stoltur og glaður að fylgjast með verðskulduðum framgangi hennar á vettvangi stjórnmálanna. Guðný Hrund Karlsdóttir skipar nú fjórða sæti listans og þar með baráttusætið. Guðný er afar öflugur frambjóðandi og um framboð hennar skapaðist mikil sátt á Suðurnesjum. Sókn- arfærin eru mikil og stefnum við að sjálfsögðu að því að halda okkar hlut að minnsta kosti og vera áfram leiðandi forystuafl í kjördæminu öllu. Hlutur Eyjamanna er afar góður. Lúðvík, Róbert og Guðrún eru verðugir fulltúar sinnar byggðar og kjördæmisins alls á framboðs- listanum. Þessari vösku sigur- sveit hlakka ég til að starfa með og leiða til sigurs í vor. Til sigurs fyrir Suðurkjördæmi allt enda eru næg verkefnin. Fyrst það stærsta: Raunveru- legur jöfnuður í stað fordæma- lauss ójöfnuðar. Þetta er stóra verkefnið. Útrýmum fátækt barna. Fimm þúsund fátæk börn á Islandi er hörmuleg stað- reynd og hægri stjórninni til mikillar skammar. Nú eru sóknarfærin fyrir sígilda jafnaðarstefnu gífurleg. Samfylk- ingin er jafnaðarmannaflokkur Islands. Stórsókn jafnaðarstefn- unnar á landsvísu er hlutverk okkar sem höfum valist á fram- boðslista flokksins um land allt. Söguleg tækifæri jafnaðar- stefnunnar Jafnaðarstefnan á nú sögulegt tækifæri. Eftir áratug gróðra- hyggju og stórkapítals er meiri þörf á gildum sígildrar jafnað- arstefnu en nokkru sinni fyrr. Stéttaskipting og efnalegur mis- munur barna er orðinn að stóru vandamáli í grunnskólum lands- ins. Það undirstrikar skýrslan um fátækt barna á Islandi. Aukinn jöfnuður í tekjudreif- ingu og gæðum er meginhlut- verk okkar jafnaðarmanna. Því náum við með því að breyta skattkerfinu, standa vörð um stéttlausan grunnskóla og eitt heilbrigðiskerfi fyrir alla lands- menn. Óháð efnahag. I því sam- bandi eigum við hiklaust að skoða upptöku skólabúninga í grunnskólunum okkar. Stóru verkefnin á kjördæmavísu blasa við. Samfylkingin hefur um árabil farið fyrir baráttunni um tvöföldun Suðurlandsvegar. Nú er orðin þverpólitísk sam- staða um þá brýnu framkvæmd í héraði. Fyrirstöðunni í sam- gönguráðuneytinu verður feykt burt með samstilltu átaki á næstu vikum. Varanlegar samgöngubætur á milli lands og Eyja er annað brýnt þverpólitíkt verkefni sem þolir enga bið. Nokkur samstaða er um að ráðast í gerð ferjulægis í Bakkaijöru. Slík framkvæmd auk niðurgreidds flugs á milli Eyja og Reykjavíkur/Selfoss á að tryggja viðunandi samgöngur sem skapar grunn fyrir nýja sókn Vestmannaeyja. Með ásætt- anlegum samgöngum opnast ótal önnur tækifæri til uppbygg- ingar at\’innulífs í Eyjum. Okkar er að leiða þau fram. Ársins 2006 verður lengi minnst fyrir brottför hersins af Miðnes- heiði. Nú er að nýta tækifærin sem yfirgefið þorp á vallarsvæð- inu opnar til nýrrar sóknar. Þekkingarþorp, öryggismiðstöð Islands og miðstöð fríverslunar og flugsækinnar þjónustu eru leiðarljósin sem við eigum að vinna eftir og vinna hratt. Samfylkingin setti á árinu fram tillögur sem ollu mikilli um- ræðu á meðal bænda og íbúa dreifbýlis. Ný sókn fyrir sveit- irnar grundvallast á breyttu um- hverfi landbúnaðar. En sú breyt- ing á að vera á forsendum sveit- anna eins og annarra neytenda í landinu. Við ætlum að móta nýja sýn fyrir íslenska bændur með bændum. Breytingum sem skila öllum landsmönnum bættum lífskjörum. Til að ræða þessi mál og miklu fleiri boðum við í Samfylking- unni í Suðurkjördæmi til stefnu- þinga um allt kjördæmi. Frá því verður nánar greint síðar en með fólkinu í Suðurkjördæmi blásum við til sóknar fyrir kjör- dæmið. Sóknar sem skilar okkur öllum sigri í vor. Fyrir hönd Samfýlkingarinnar óska ég öllum íbúum Suðurkjör- dæmis gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Þakka ógleymanlegan stuðning á því ári sem er að líða. Honum mun ég ekki gleyma. Björgvin G. Sigurðssson, alþingismaður sem skipar 1. sœti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördœmi. JÓLAGJÖFINA færðu hjá Fjólu gullsmið Fjóla Hafnargötu 21 • Reykjanesbær* S:421 1011 Vinningslaus Jólalukka getur öðlast nýtt lífí Kaskó! Góð mangó GJAFABREF STÆRST :TTA- AUGLY \BLAÐIÐ Á SUÐU ESJUA VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 20061 65

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.