Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 38
T ÁRATUGUR LIÐINN FRÁ EINU HEITASTA DEILUMÁLI FYRR OG SÍÐAR, NAFNAMÁLINU Bílflautur þeyttar og baulaö á bæjarfulltrúa ratugur er nú liðinn frá því að nafnið Reykja- nesbær var endanlega staðfest við sameiningu sveit- arfélaganna þriggja, Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Það gekk þó ekki átakalaust og mikið gekk á við þessa breytingu eldci síst vegna þess að tilfinn- ingasemin var við það að bera suma ofurliði. Ekki er annað að sjá og heyra en að íbúum þessara sveitarfélaga sé nokk sama í dag. Þó ekki öllum. Til eru þeir sem lifa með sársauk- anum. Ógild kosning Bæjarstjórn hins nýja samein- aða sveitarfélags kom saman í apríl 1994 og þá var ákveðið að kosið yrði um fimm nöfn: Suður- nes, Reykjanes, Hafnavík, Fitjar og Nesbær. Þessi nöfn höfðu verið valin úr 10 nöfnum sem sérstök nefnd hafði lagt fyrir sveitastjórnirnar. Sveitarstjórn- armenn voru sammála um að ekki kæmi til greina að nota gömlu nöfnin. Var ákveðið að kjósendur gætu einnig komið með tillögu að einu nafni til viðbótar. Mikil umræða og blaðaskrif upp- hófust um ágæti þessara nafna sem í pottinum voru. Eftir skoðanakönnun var það nafnið SUÐURNES sem stóð eftir. Tveir Keflvíkingar, þeir Einar Ingimundarson og Hólmar Magnússon, kærðu kosninguna umsvifalaust til sýslumanns og félagsmálaráðuneytis, sem í lok júní þetta sama ár úrskurðaði -flestir virðast sáttir ídag en sumir lifa með sársaukanum að nafnakosningin væri ógild og kosið skyldi að nýju. Þótti yfirvaldinu að ekki hefði verið staðið rétt að kosningunni og að ákvörðun um að útiloka nöfn sveitarfélaganna þriggja hefði verið tekin of seint þar sem utan- kjörstaðakosning var hafin. Auk þess sem kynningu þótti mjög ábótavant. Heitt í kolunum I mars 1995 var virkilega farið að hitna í kolunum þegar kom að því að kjósa aftur um nafn á sveitarfélagið, sem hafði verið nafnlaust frá sameiningunni síðla árs 1993. Ákveðið hafði verið að kosið yrði um tvö nöfn: Suðurnesbær og Reykjanesbær. Víkurfréttir höfðu látið Félags- vísindastofnun gera skoðana- könnun um málið og þá kom í ljós að 60% íbúana vildu nafnið Keflavík-Njarðvík. Það var því ljóst að ekki yrði sátt um þetta á meðal íbúana, svo mikið var víst. En um það var ekki spurt í kosningunni heldur einungis hvort þessara nafna fólk vildi: Suðurnesbær eða Reykjanesbær. Bæjarbúar kusu um nöfnin samhliða alþingiskosningum, sem eiginlega féllu í skuggann af nafnamálinu. Og þeir sýndu hug sinn í verki því ekki færri en 72% þeirra sem þátt tóku í kosningunni skiluðu auðu eða ógildu. Afþeirn sem skiluðu full- gildu atkvæði vildu 55% nafnið Reykjanesbær. Á bæjarstjórnarfundi í ágúst er síðan nafnið samþykkt á hita- fundi í bæjarstjórn þar sem fjöldi íbúa mætti í sal. Bílflautur voru þeyttar og baulað á bæjar- fulltrúa þegar nafnið var sam- þykkt með níu atkvæðum gegn tveimur. Einkaleyfi Steinþórs Jónssonar Andstæðingar nafnsins voru ekki af baki dottnir þó svo að bæjarstjórn hefði samþykkt nafnið Reykjanesbær. Utspil Steinþórs Jónssonar, hótel- stjóra og núverandi bæjarfull- trúa, þótti nokkuð skondið en hann sótti um einkaleyfi á nafninu Reykjanesbær og fékk hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu uppá 10.800kr! „Þetta er efni í nýja revíu“ var haft eftir Drífu Sigfúsdóttur, þá- verandi forseta bæjarstjórnar, í Víkurfréttum þann 24. apríl 1996. Haft var eftir Steinþóri í sama blaði að hann ætlaði sér að nota nafnið á ferðaskrifstofu sem hann ráðgerði að reka í framtíðinni. Sagðist þó vera tilbúinn til viðræðna við bæj- arstjórn að til greina kæmi að láta nafnið eftir ef haldin yrði skoðanakönnun um hug bæjar- búa til þess. Kæmi í ljós að þeir yrðu sáttir við nafnið myndi hann hiklaust láta það eftir, annars ekki. „Fyrst og fremst var minn mótþrói gagnvart nafninu í markaðslegu tilliti því nafnið Keflavík er vitaskuld með sterka hefð hvað það varðar og jafnvel þekktara en Reykjavík í mörgurn löndum“, segir Stein- þór þegar hann rifjar þetta upp. „Eg hugsaði sem svo að með því að fá einkaleyfið á Reykja- nesbær myndi Keflavík haldast á meðan tilfinningarhitinn færi úr mönnum. Hins vegar var það álit margra, bæði þeirra sem voru með og á móti að kostnaður yrði mikill ef rnálið færi fyrir dómstóla bæði fyrir rnig og bæjarfélagið og því sá ég ekki ástæðu til að halda þessu til streitu", segir Stein- þór. Aðspurður segist hann vera sáttur við nafnið í dag og það hafi vanist vel. Hins vegar mætti viðskeytið „bær“ detta út og bærinn heita Reykjanes. Reykjanes væri betra nafn fyrir erlenda ferðamenn og eiga betur við ef fleiri sveitarfélög á svæðinu myndu sameinast í framtíðinni. „Hins vegar er það svo að gömlu nöfnin eru ennþá notuð og lifa góðu lífi, meira að segja hjá hinu opinbera. Nýverið kom t.d. bréf á bæjarskrifstof- una frá Alþingi Islendinga stílað á Reykjanesbæ, 230 Kefla- vík. Við íbúarnir erum ennþá Keflvíkingar, Njarðvíkingar eða Hafnarbúar og þannig er litið á okkur ennþá, þannig að segja má að Reykjanesbær sé bara gott stjórnsýsluheiti á ört vax- andi sveitarfélagi“, sagði Stein- þór Jónsson. VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.