Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 36
Síðustu misseri hafa verið
afar viðburðarík hjá at-
hafnamanninum Ólafi
Thordersen og fyrirtæki hans
Njarðtaki í Reykjanesbæ. í ár
var aldaríjórðungur síðan fyrir-
tækið var stofnað en það gekk
inn í íslenska gámafélagið árið
2004 og er þar stærsti hluthafi
og Ólafur stjórnarformaður.
Ekki er algengt að fyrirtæki af
Suðurnesjum fari í slíka útrás
þannig að Víkurfréttir tóku
Ólaf tali og spurðu fyrst út í
upphafið.
„Við byrjuðum árið 1981 og
vorum fyrst í sorphirðunni en
svo vatt Njarðtak upp á sig þar
til í upphafi árs 2005 þegar við
sameinuðumst Islenska gáma-
félaginu og erum nú stærsti
hluthaflnn þar. Svo kaupum við
Vélamiðstöð Reykjavíkur í ágúst
í fyrra þannig að hjá gámafélag-
inu starfa nú 160 manns.“
Síðan hefur fyrirtækið verið að
bæta við sig minni fyrirtækjum
víða um land og er nú með
fjölþætta starfsemi, sem felur í
sér m.a. sorphirðu, götusópun,
hálkueyðingu, vélaleigu og
hafnargerð auk þess sem fyrir-
tækið á og rekur dýpkunar- og
sanddæluskip. Undirstaðan í
rekstrinum er sorphirðan þar
sem IG þjónar um 110.000
manns um heimilissorp, en
mikill áfangi náðist seint á
árinu 2004 þegar Reykjavík-
urborg hætti að taka sorp frá
fyrirtækjum og um 1100 fyrir-
tæki hófu að skipta við Islenska
gámafélagið. Auk þess leigir fyr-
irtækið hreinsunardeild Reykja-
vikurborgar alla sorpbíla.
En er ekki rnikil áhætta að
stækka svona hratt við sig á
stuttum tíma?
Ólafur játar því. „En hluti af því
er hagræðing og í framtíðinni
þarf svo mikla sérhæfingu og
tækjabúnað í flokkun sorps að
það hefði verið erfitt að reyna
að reka Njarðtak sem staka ein-
ingu. Svo er markaðurinn líka
að miklu leyti í Reykjavík. Við
erum líka að búa okkur undir
það að árið 2016 verður bannað
að urða lífræn efni og skylda
verður að jarðgera um 75% af
öllum lífrænum úrgangi. Það
verkefni gengur vel og nú erum
við sennilega komnir lengra en
nokkuð annað fyrirtæki á þessu
sviði.“
Starfsemi íslenska gámafélags-
ins nær um allt land nema Vest-
firði sem stendur. Fyrir utan
starfsemina á Suð-vesturhorn-
inu er Gámafélagið með starf-
semi í Borgarnesi, Kópavogi,
Árborgarsvæðinu, Eyjafjarðar-
sveit Reyðarfirði, Snæfellsnesi
og í Vestmannaeyjum þar sem
þeir eru í jarðvinnu, sjá um
sorphirðu og reka Sorpbrennslu
Vestmannaeyja.
Með Vélamiðstöðinni komu inn
í fyrirtækið fjölmargir bílar og
tæki sem Ólafur og meðstjórn-
endur hans í gámafélaginu,
þeir Jón Frantzson, Óskar Beck
og Guðjón Egilsson, leigja út
til Orkuveitu Reykjavíkur og
Reykjavíkurborgar.
„Við höfum náð ansi góðri fót-
festu á Suð-vesturhorninu og
nú erum við tilbúnir í það að
dreifa enn frekar úr okkur. Þetta
er harður viðskiptaheimur og
mikil samkeppni þar sem við
og aðalsamkeppnisaðilinn erum
svipað sterk fyrirtæki en skipt-
umst mikið eftir landsvæðum.
Við erum mjög sterkir hér fyrir
sunnan og höfum lagt áherslu
á að berjast og markaðssetja
okkur hér en nú höfum við bol-
magn til að breiða enn frekar úr
okkur,“ segir Ólafúr.
Islenska gámafélagið hefur höf-
uðstöðvar á 12 hektara svæði
gömlu Áburðarverksmiðjunnar
í Gufunesi, en Ólafur starfar
engu að síður frá skrifstofu
Njarðtaks í Njarðvík, enda
skipta fjórir æðstu menn fyrir-
tækisins með sér verkum, hver
á sínu sviði.
I mörg horn er að líta í ört vax-
andi fyrirtækjum og fátt sem
er Ólafi óviðkomandi. Hann
var lengi vel sjálfur í akstri en
hefur reynt að minnka það við
sig undanfarið. „Það hefur nú
gengið illa að reyna að hætta
því ég þurfti að fara í eina ferð
út í hálkuna um daginn," segir
hann hlæjandi. „Svo þarf ég
stundum að skjótast í gámana
þannig að það er sama hvað
maður reynir. Hann er svo hepp-
inn, framkvæmdastjórinn minn
innfrá, að hann er ekki með
meirapróf og hann ætlar ekki að
taka það!,“ bætir Ólafur við og
hlær enn hærra.
Ólafur reynir þó að sinna fjöl-
skyldunni sem skyldi þó hann
játi að það gangi oft erfiðlega.
36 I VlKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!