Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 26

Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 26
DAGNÝ GlSLADÓTTIR SKRIFAR BÓK UM BRUNANN f SKILDI FYRIR RÚMUM 70 ÁRUM Skjöldur árið 1920. Mynd: Byggðasafn Roykjanesbæjar þekkja Bruninn í Skildi árið 1935 er viðfangsefni Dag- nýjar Gísladóttur í bók sem hún er að skrifa og stefnir á að gefa út á komandi ári. Hinn sorglegi atburður þegar þegar eldur varð Iaus í sam- komuhúsi ungmennafélagsins á jóladansleik fyrir 70 árum, kostaði níu mannslíf og fjölmargir hlutu alvar- leg brunasár. Dagný starfar sem kynningarstjóri hjá Reykjanesbæ og skrifar bókina í tómstundum sínum. Bókina byggir hún upp á frásögnum fólks sem upplifði harmleikinn þennan örlagaríka dag. Dagný segir sögulegan áhuga og skyldurækni til að varðveita söguna hafa rekið hana til hefja ritun bókarinnar. Atburður sem tengist mörgum „Þessi atburður hefur alltaf verið mér hugleikinn. Mér hefur líka fundist vera lítið til um þennan atburð á blaði og kynslóðir sem síðar komu því ekki mikið vitað um hann. Það fólk sem var á barnsaldri á þessum tíma er í dag orðið aldrað, margir eru ekki lengur á meðal okkar og þeim fer því fækkandi sem eru til frásagnar. Það knúði mig til að skrásetja þennan atburð því mér fxnnst mikilvægt að við þekkjum sögu okkar hér í bæjarfélag- inu,“ segir Dagný aðspurð um tiiurð verksins. Bókina byggir Dagný að mestu upp á samtölum sínum við þá sem upplifðu atburðinn og biður hún fólk, sem hún hefur ekki náð tali af, að hafa samband. Einnig styðst hún við þær heimildir sem til eru um atburðinn. „Þegar ég fór að leita eftir þessum samtölum varð ég þess vel áskynja hvað þessi atburður tengist mörgum. Mjög margir könnuðust við eða tengdust einhverjum sem voru á þessum jóladansleik fyrir 70 árum. Sem kann að skýra hvers vegna það hefur ekki mikið verið talað um þetta. Keflavík var bara lítið þorp á þessum tíma og því hefur þetta verið ofsalega erfiður atburður og viðkæmt að fjalla um,“ segir Dagný. Minningunni verði búin betri umgjörð Á grunni samkomuhússins Skjaldar stendur nú minnis- varði um þá sem létust í brunanum. Dagný segist hafa áhuga á því að búa honum fallegri umgjörð. „Ef ég sel þessa bók eitthvað að ráði hefði ég áhuga að að nýta peningana til þess. Mér hefur fundist vanta fallegri urngörð eða garð í kringum minnisvarðan svo þessum atburði sé sýnd tilhlýðileg virðing," segir Dagný. Aðspurð segist hún hafa byrjað að skrifa bókina fyrir einu ári síðan. „Ég er að skrifa hana meðfram vinnu og heimili, þannig að þetta tekur sinn tíma. Einnig ákvað ég að vera ekkert að flýta mér neitt sérstaklega heldur gefa mér góðan tíma og vanda mig því þetta er vand- meðfarið og viðkvæmt umfjöllunarefni," segir Dagný. Bókina ætlar hún að gefa út á næsta ári en ekki er komin sérstök tímasetning ennþá. Dagný gefur bók- ina út á eigin vegum og hefur fengið til þess styrki frá velunnurum en betur má ef duga skal því prentkostn- aður er hár. Ennþá vantar nokkuð upp á til að mæta honum. Bókin er hugsuð sem minningabók og verður fólki gefinn kostur á að rita nöfn sín í bókina til minningar um þennan atburð og þá sem fórust. Dagný segir verkið ekki nijög viðamikið miðað við margt annað en hún reiknar með að bókin verði um 200 síður. „Ég lít á þetta sem mitt framlag inn í þennan hluta sög- unnar. Ég hef alltaf séð þetta fyrir mér sem fyrsta bindi í ritröð í þeirri von að fleiri myndu taka sig til og fjalla um sögu þessa svæðis. Við eigum ríka sögu hér á svæð- inu en höfúm kannski ekki verið nógu dugleg að skrá- setja hana eða gera aðgengilegri,“ segir Dagný. IVÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27. ARCANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 26

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.