Víkurfréttir - 14.12.2006, Qupperneq 27
KAFLAR ÚR BÓKINNI
Bruninn í
Skildi
„Göngum við í kring um einiberjarunn“, syngur íjöl-
mennur barnakór á jólatrésskemmtun stuttu fyrir nýárs-
dag árið 1935.
Jólaskemmtunin fer fram í samkomuhúsinu Skildi í
Keflavík sem er í eigu Ungmennafélags Keflavíkur og
þar eru saman komin 180 börn á aldrinum 6-14 ára á
seinni skemmtun dagsins en fyrr um daginn hafði verið
haldin skemmtun fyrir yngri börn á aldrinum 2 - 5
ára. í húsinu eru jafnframt 20 fullorðnir, aðallega eldri
konur og 4 fullorðnir karlmenn.
f miðjum salnum er stórt jólatré sem teygir sig upp í loft
skreytt fallegum kertaljósum.
Börnin ganga í kring um tréð eins og venja er og syngja
á milli þess sem þau skiptast á að fara upp á svið tií þess
að þiggja veitingar.
Guðrún Jónsdóttir
Skyndilega blossar upp eldur í þurru trénu. Ekkert var
við ráðið og áður en nokkuð var hægt að aðhafast hafði
eldurinn lætt sér í loftið sem í var mikill eldmatur.
Skemmtunin hafði á skömmum tíma breyst í martröð
og reyndi nú hver eftir bestu getu að koma sér út. Til
að bæta gráu ofan á svart opnast dyrnar í sal samkomu-
hússins inn og mikið harðfylgi þarf til að halda annarri
þeirra opinni á meðan mannfjöldin treðst út. Aðrir
fóru út um glugga eða í gegnum kjallara undir sviðinu.
Sumir komu logandi út, hljóðandi af kvölum og ótta.
Eftir hálfa klukkustund er samkomuhúsið gjöreyðilagt
og fyrir utan ríkir ringulreið. Óttaslegnir foreldrar
ieituðu barna sinna. Sumir finna þau - aðrir ekki. Sum
börnin hlupu beint heim í dauðans ofboði þar sem þau
fundust síðar.
Um nóttina varð harmleikurinn ljós. Fjögur börn og
tvær fullorðnar konur höfðu látist í brunanum. Tvö
börn og fullorðin kona létust stuttu síðar af völdum
brunasára.
Alls hlutu um 20 manns alvarieg brunasár, þar af voru
17 börn og þrjár eldri konur.
Þykk sorgin lagðist yfir lamað bæjarfélagið en þeirra
sem mest brunnu beið langvarandi sjúkrahúsvist. Löng
sjúkdómslega kom hart niður á mörgum heimilum fjár-
hagslega en þó stóð hreppurinn fyrir fjársöfnun til þess
að styðja við bakið á þeim fjölskyldum sem á þurftu að
halda.
Harmi lostnir íbúar í Keflavík kvöddu hið liðna ár og
syrgjendur hinna látnu og aðstandendur hinna sjúku
heilsuðu hinu komandi með sorg og kvíða.
Jólatrésskemmtun í UNGÓ árið 1953.
Mynd: Byggðasafn Reykjanesbæjar
Helgi læknir vann kraftaverk
Guðrún Jónsdóttir var ein þriggja systra sem fóru á jóla-
trésskemtunina þennan örlagaríka dag þá 11 ára gömul.
Með henni voru Anna systir hennar 8 ára gömul sem
brenndist illa og Elínborg 7 ára. Foreldrar þeirra voru
Jón Eyjólfsson frá Keflavík og Guðfinna Sesselía Bene-
diktsdóttir frá Svalbarðsströnd.
Guðrún segir svo frá:
„Anna var uppi á sviði þar sem veitingarnar voru þegar
kviknaði í trénu. Ég var að marsera í kringum jólatréð,
leiddi litlu systur mína hana Ellu og aðra til. Anna vissi
ekki af kjallaranum undir sviðinu, þaðan sem mörg
börn komust út, heldur hljóp hún inn í salinn ráðvillt.
Hún festist þar einhvers staðar og komst ekki út. Ein-
hver varð þar var við hana og hjálpaði henni út.
Einhver reif EIlu af mér, hún var svo lítil. En ég gat
dregið hina stelpuna fram að fatahenginu þar sem
einhver kom henni út. Þegar út var komið þurfti eitt-
hvað að hressa hana við. Þegar hún sá svo Önnu systur
seinna, alla reifaða, þá hné hún niður því henni varð svo
mikið um. Þessi stúlka heitir Hrafnhildur Guðjónsdóttir
og er enn á lífi.
Það var einhver sem hjálpaði mér út en ég veit ekki hver
það var. Þegar ég kom út var ég í öngum mínum því ég
fann ekki systur mínar. Ég stóð úti og vissi ekki hvað
ég átti að gera í öllum látunum þar til ég ákvað að fara
heim. Ég kom síðust heim og átti þá að fara að leita að
mér. Þegar ég kom heim var mamma og konan í næsta
húsi að rífa niður lök og bleyta þau með lýsi til þess að
setja á sárin á Önnu.
Það var ótrúlegt hvað tréið fuðraði upp á skömmum
tíma. Maður var að ganga í kringum jólatréð eina stund-
ina, syngjandi, og þá næstu var allt í uppnámi.
Um kvöldið kom Helgi Guðmundsson læknir til þess
að líta á börnin og Anna var ein af þeim sem var svo
illa brunninn að átti að senda til Reykjavíkur. Þegar
hún heyrði það sturlaðist hún og hélt svo fast í mömmu
að hún gat ekki slitið hana frá sér. Helgi sagðist þá gera
hvað hann gæti fyrir hana heima. Það varð henni til
gæfu því hennar sár greru miklu betur en hinna sem
send voru til Reykjavíkur. Þau voru mörg með kúlur á
handabökum, samvaxna fingur og eyrun vaxin við höf-
uðið. En Helgi læknir passaði upp á það að setja bindi
milli fingra og eins undir eyrun.
Anna var öll reifuð svo aðeins sást í augun en hún brann
mest á hálsi og eyrum. Helgi kom heim og skipti um
umbúðir en þær þurfti að rífa upp oft á dag. Hann gerði
þetta svo ótrúlega vel. Hann var alltaf að hugsa um hana
og finnst mér hann eiga skilið sérstakt hrós fyrir enda
kraftaverk hversu vel sárin hennar gréru. Helgi kom oft
með blöð með sér heim og þá var hann að lesa sig til
um það nýjasta í meðferð brunasára. Þessi maður var
vakinn og sofinn og vann mikið fórnarstarf og það er
það sem situr mest eftir í mér varðandi þennan atburð.
Helgi sinnti jafnframt fleiri fórnalömbum brunans sem
voru minna brenndir og þurfti ekki að senda inneftir.
Anna átti við sár sín í eitt ár og var vinstri handleggur
aldrei eins aftur, hann var boginn og réttist aldrei alveg.
En það var ótrúlegt hversu vel sár hennar greru og það
þökkum við Helga lækni.“
Ljóð tileinkað harmþrungnum foreldrum eftir slysið
30. desember 1935.
En hvar er litla Sólveig með sólarbros á vanga?
Með söknuði í barmi við spyrjum daga alla.
En á hinsta kveldi er við leggjum vegu langa
að leita hver að sínu, synjar drottinn valla,
en gefur okkur afturgíeðina og trúna,
oggóðu hjartans börnin sem okkur vantar núna.
Það erþví œðsta listin þolinmceði að þreyja,
Þvíþaðfáum við öll, þó seinna verði, - að deyja.
G.ST.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 2006 27