Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 45

Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 45
Úr myndasafni Víkurfrétta Bærinn tekur breytingum Pað hafa allir gaman af því að skoða gamlar myndir og enn skemmtilegra er að bera saman gamlar myndir við nýjar sem teknar eru á sömu slóðum. Ellert Crétarsson kíkti í myndasafn Víkurfrétta, fann nokkra gullmola og fór síðan út með myndavélina á svipaðar slóðir. Það er Ijóst að Reykjanesbær er að taka stakkaskiptum. Reykjanesbær hefur tekið örum breytingum og þeim flestum vonandi til batnaðar. Ásýnd bæjarins hefur breyst mikið á síðasta áratug og rúmlega það. Meðfylgjandi eru tvær myndir. Þær eru annars vegar teknar nú í vikunni og hins vegar á árunum upp úr 1990. Á gömlu myndinni er verið að hefjast handa við vegagerð og sjóvarnargarð neðan við bakkann frá saltgeymslunni og út undir gömlu Fiskiðjuna sem sést á myndinni. Listaverkið um Stjána bláa sést á báðum myndunum og einnig sést í efri hæð Hafnargötu 90. Annars má segja að svæðið sé gjörbreytt og nú eru risin tvö sjö hæða háhýsi á bakkanum, annað þeirra fullbúið, hitt langt komið x byggingu. Ennþá er þó ýmislegt ógert á svæðinu eins og sjá má og kannski vel við hæfi að draga aftur fram myndavélina á þessu sjónarhorni eftir áratug eða svo. Hvernig verður þá umhorfs? Stórglæsilegt skötu- og sjávarréttahlaöborö í Stapa á Þorláksmessu kl. 11 -14 Lifandi tónlist við borðhaldið Verð kr. 3500,- Borðapantanir í síma 421 7220 og 421 2526 Þökkum frábærar viðtökur við jólahlaðborði okkar y ;M Ff Ó/, ____, J/, STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLflOID Á SUÐURNESJUM VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 2006

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.