Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 60

Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 60
Aþessu hálfa ári sem liðið er hefur Sif fengið að upplifa margvísleg ævintýri og má með sanni segja að það hafi verið við- burðaríkur tími. Fyrsta ferð hennar var til Borg englanna, Los Angeles þar sem hún tók þátt í Miss Universe ásamt fegurðardrottningum víðs vegar að úr heiminum. Sif sagðist hafa notið ferðarinnar þrátt fyrir annríkið. „Það var mjög gaman og við fengum að hitta fólk og upplifa hluti sem maður hefði annars ekki fengið að gera. Við fórum yfirleitt á fætur kl. 7 á morgnana og svo tók við stíf dagskrá. Það voru fyrst einhverjar uppákomur eða æfingar og svo fengum við kannski tvo fría tírna eftir hádegi en sá tími fór yfirleitt í að búa okkur undir kvöldið þar sem var yfirleitt einhver skemmtun eða kvöldverður og þar voru aðallega styrktaraðilar keppninnar." En var þá enginn tími til að sóla sig eða fara í búðir? „Nei, við máttum ekki fara af hæðinni á hótelinu, ekki einu sinni niður í lobbý. Ef við gátum kríað það út að fara til að kaupa sér blöð eða eitthvað til að lesa þurftum við að fara með fylgd- arkonu með okkur, en þetta var rnikil upplifun og mjög gaman.“ Sif fór alein út í keppnina en móðir hennar og stjúpfaðir voru úti síðustu dagana. „Við fengum samt ekkert að hittast nema klukkutíma eitt kvöld og svo korter annað kvöld, fyrir keppnina. Eftir keppnina gátum við svo verið aðeins saman áður en við fórum heim.“ í keppninni sjálfri komst Sif ekki áfram í tuttugu manna úr- slit en 87 stúlkur kepptu í keppn- inni. Hún sagði andann meðal stúlknanna hafa almennt verið betri en hún bjóst við. „Ég var búin að heyra svo mikið af sögum um að þetta væri svo mikil keppni að ég var hissa á því hvað hinar stelpurnar og fólk í kringum keppnina var almennilegt yfirhöfuð. Sumar voru auðvitað þarna til að vinna og ætluðu sér ekkert annað en sigur.“ Aðspurð sagði Sif að keppnisskapið hafi borgað sig fyrir sumar. „Sú sem vann gerði allt til að vinna og eins nokkrar fleiri, en tvær af þeim sem voru í topp fimm voru mjög fínar stelpur sem tóku þessu létt.“ Eftir Miss Universe ævintýrið fékk Sif frí í nokkrar vikur áður en hún hélt út til Finnlands þar sem hún keppti í Ungfrú Skand- inavía og Eystrasalt. Þetta var í fyrsta skipti sem Eystarasalts- löndin voru með í keppninni og fór lokakvöldið fram á skemmti- ferðaskipi á milli Helsinki og Tallin þar sem 11 stúlkur keppt- ust um að hreppa hnossið. Þar var Sif ekki nema í fimm daga og sagði að þar hafi verið allt annar andi en í LA. „Við vorum fáar og einhvernvegin var þetta mikið minna stress Suðurnesin hafa getið af sérfjölmargar fegurðardrottningar sem hafa náð góðum árangri jafnt hér heima og erlendis. Sú nýjasta í þeim hópi er Sif Aradóttir sem var sæmd titlinum Ungfrú ísland síðasta sumar eftir að hafa unnið Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. baki aö ar 60 IVÍKURFRETTIR I 50. TÖLUBLAÐ ■ JOLABLAÐIÐ 2006 I 27. ARGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.