Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 75
inn hefSi dottið úr liðinu og
leikur okkar sprakk einhvern-
veginn,” sagði Guðjón en Víðis-
menn hafa ekki komist í efstu
deild síðan þá og nú er liðið í
3. deild en Guðjón telur að
innan Víðisliðsins megi finna
leikmenn sem eigi það skilið að
vera í fyrstu eða annarri deild.
„Strákarnir í liðinu þurfa að
hafa meiri trú á því sem þeir eru
að gera. Garðurinn er of lítill
bær í dag til þess að halda úti
liði í efstu deild en það er ósætt-
anlegt að vera í þeirri neðstu.
Víðir á að vera að rokka á milli
1. og 2. deildar því geta liðsins
er á við lið í 2. deild,” sagði Guð-
jón.
Líst vel á nýja þjálfarann
Steinar Ingimundarson er nýráð-
inn þjálfari Víðismanna en
hann lék með liðinu á sínum
tíma og þá er hann bróðir Ósk-
ars Ingimundarsonar sem þjálf-
aði liðið á meðan Guðjón lék
í Garðinum. „Steinar er kom-
inn með kraft inn í starfið hjá
Víði og hann gerði góða hluti
hjá Fjölni áður en hann kom í
Garðinn. Ekki skemmir fyrir að
hann þekki vel til hjá Víði en nú
verða allir að leggjast á eitt um
að koma liðinu upp í 2. deild,”
sagði Guðjón sem langar til þess
að fara að bæta í úrklippusafnið
sitt.
„Það væri bíó ef það myndu á
ný sjást um og yfir 600 manns
á Garðsvelli, stemmningin var
ótrúleg þegar ég lék með liðinu
og vonandi fá leikmenn Víðis að
upplifa það að nýju,” sagði Guð-
jón að lokum og mælti með því
að fá sér ýsu, kartöflur og mjólk-
urglas fyrir leik því sú blanda
hefði gefið góða raun á gullaldar-
árum Víðis.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Virðing, samvinna, árangur
Kennarastöður
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausartil umsóknar kennarastöður
í rafiðngreinum (hálf staða) og í vélstjórnargreinum (hálf staða).
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila
til skólameistara eigi síðar en 20. desember 2006. Leitað er að fram-
haldsskólakennurum og laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags
framhaldsskólakennara. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2007.
Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans, www.fss.is.
Nánari upplýsingar veita Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari,
olijon@fss.is, og Kristján Ásmundsson aðstoðarskólameistari, kras@fss.is,
í síma 421 3100. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Skólameistari
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 20061 75