Fréttablaðið - 19.08.2017, Page 16

Fréttablaðið - 19.08.2017, Page 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir Þó verður að segjast að það skýtur skökku við að banki sem á fyrri árs- helmingi ársins 2017 hagnaðist um 8 milljarða sjái sér ekki fært að taka á sig kostnað sem í stóra samhenginu getur vart talist annað en smápen- ingar. Mín skoðun Logi Bergmann Laus pláss er enn fyrir nemendur á haustönn 2017. Skólastarf hefst miðvikudaginn 23. eptember. Kynnið ykkur heimasíðu skólans sem er: hússtjórnarskólinn.is Hægt er að senda umsóknir í gegn um heimasíðu skólans eða á netfangið husrvik@centrum.is Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenn-ingsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. Viðburðir á borð við Reykjavíkurmaraþonið eru samfélaginu mikilvægir. Hlaupnar eru vegalengdir sem henta öllum, ungum sem öldnum, vönum og óreynd- um. Þeir allra hörðustu hlaupa maraþon, hálfmaraþon eða tíu kílómetra og berjast bæði við sjálfa sig og aðra hlaupara. Einnig er í boði skemmtiskokk fyrir fjöl- skyldur eða þá sem láta sér skemmri vegalengdir nægja, og fyrir þau allra yngstu er furðufatahlaup. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Reykjavíkurmaraþoninu. Í því eru einmitt fólgin skila- boð sem vel hefur tekist að koma áleiðis á seinni árum. Hlaup og hreyfing er ekki bara fyrir þrautþjálfaða mara- þonhlaupara, heldur fyrir alla. Hreyfing er ekki bara mikilvæg einstaklingnum, heldur samfélaginu í heild. Reykjavíkurmaraþonið er sannkölluð hreyfingar- hátíð. Fyrir Reykjavíkurmaraþoninu stendur Íþrótta- bandalag Reykjavíkur, sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Íslandsbanki, og forveri þess banka, hefur um árabil verið helsti bakhjarl hlaupsins. Reykjavíkur- maraþonið ber nafn bankans og allt kynningarefni hlaupsins, merki bankans og auglýsingar bera auðkenni sem minna á bankann. Sennilega er stuðningurinn við hlaupið stærsta markaðsátak Íslandsbanka á ári hverju, og nokkuð sem tryggir honum athygli og umfjöllun undir jákvæðum formerkjum. Á seinni árum hafa áheitasafnanir færst í aukana. Hlauparar velja sér gott málefni og safna áheitum. Á síðasta ári söfnuðust 96 milljónir króna með þessum hætti, og vænta má að það met verði slegið núna. Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfi- lega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna. Ekki skal gert lítið úr stuðningi Íslandsbanka við Reykjavíkurmaraþonið sem hefur verið veglegur gegnum árin, og vafalaust átt þátt í því að hefja hlaupið til vegs og virðingar. Þó verður að segjast að það skýtur skökku við að banki sem á fyrri árshelmingi ársins 2017 hagnaðist um átta milljarða sjái sér ekki fært að taka á sig kostnað sem í stóra samhenginu getur vart talist annað en smápeningar. Hreinlegra væri að styrktarféð rynni óskipt í góðan málstað. Því skal tækifærið notað hér og skorað á Íslands- banka að leggja þetta fyrirkomulag af, og sjá til þess að þau áheit sem berast vegna hlaupsins renni óskert til góðra málefna. Jafnvel þótt það kosti bankann ein- hverjar krónur og aura. Hreyfingarhátíð Ég afrekaði það sem ungur maður að fara til Aust-ur-Þýskalands. Meira að segja tvisvar. Það var í alla staði mjög áhugavert og ýmislegt sem mér er minnisstætt. Eitt fannst mér sérlega merkilegt. Það var þegar ég spurði hvort við mættum taka myndir. Leið- sögumaðurinn leit í kringum sig og sagði svo: „Ef það er ekki leyft, þá er það sennilega bannað.“ Nú ætla ég ekki að líkja Íslandi við Austur-Þýska- land. En stundum finnst mér eins og kerfið á Íslandi sé að reyna að taka ráðin af fólki sem kannski vill bara fá að taka sínar eigin ákvarðanir og mæta afleiðingunum. Sennilega er rétt að taka dæmi. Víða um heim er hægt að fara á sérstök kisukaffihús. Þar eru, eins og nafnið bendir til, kettir. Jafnvel margir og hluti af viðskiptahugmyndinni er að fólk, sem kemur á kaffi- húsið, vilji vera með köttum. Hljómar bæði einfalt og sanngjarnt. En ekki á Íslandi. Best að banna það bara Hér er bannað að opna kisukaffihús. Það er bara bannað og örugglega með rökum sem einhverjum finnst fullkomlega eðlileg. Það er meira að segja bannað að leyfa eitt einasta dýr inni á kaffihúsi eða í strætó eða flugvél. Nema blindrahunda. Þeir virðast vera ofnæmisprófaðir. Það hlýtur í það minnsta að vera því rökin eru einna helst þau að þetta sé gert fyrir fólk með ofnæmi fyrir dýrum. En hér er brjáluð hugmynd: Væri ekki frekar ólíklegt að fólk með akút ofnæmi fyrir dýrum myndi fara inn á kaffihús sem væri fullt af köttum? Væri það ekki jafn líklegt og að ég álpaðist sjálfviljugur inn í gardínubúð? Hvernig tókst okkur þetta? Í höfuðborg Evrópusambandsins er skemmtilegt veitingahúsahverfi sem samanstendur af litlum og notalegum veitingahúsum. Sum þeirra státa af sínum eigin ketti sem snuddast utan í gestunum, sníkir kannski einn og einn bita og er bara ofboðslega krúttlegur, eins og katta er siður. Í ljósi þess að okkur er stundum sagt að Evrópusambandið ákveði allt fyrir okkur, kemur bara tvennt til greina: Íslendingar hafa þróað með sér ofurofnæmi fyrir köttum og dýrum almennt eða (og það sem mér finnst líklegra) að embættismenn hafi bara ekki séð ástæðu til að leyfa svona lagað. Eða öllu heldur sleppa að banna það. Reyndar bendir margt til þess. Í reglugerð um holl- ustuhætti er sérstaklega tekið fram að gæludýr (sem er, samkvæmt reglugerðinni, „… hvert það dýr sem haldið er til afþreyingar“) megi ekki vera á húðflúr- stofum og sólbaðsstofum! Segjum sem svo að ég væri að keyra mig í gang fyrir helgina og ætli að skella á mig góðri ermi og henda mér í tvöfaldan túrbótíma. Væri krúttlegur kettlingur það helsta sem ég ætti að hafa áhyggjur af? Og ég sver að ég er ekki að búa þetta til! Hvernig í ósköpunum tókst okkur að búa til kerfi sem gefur sér tíma til að banna gæludýr á sólbaðs- stofum? Er ekki kominn tími til að leyfa okkur bara að taka áhættuna? Án þess að ég sé að gera lítið úr ofnæmi fólks, er ekki líklegt að það myndi bara fara eitthvað annað? Og ef í ljós kæmi að það væru svona rosalega margir með ofnæmi eða annað óþol fyrir dýrum, þá færi staðurinn bara á hausinn. Þá myndum við að minnsta kosti vita það. Kannski lagast þetta á jólaföstunni. Bannað án leyfis Það er meira að segja bannað að leyfa eitt einasta dýr inni á kaffihúsi eða í strætó eða flugvél. Nema blindrahunda. Þeir virðast vera ofnæmisprófaðir. 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R16 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -D 2 5 0 1 D 8 3 -D 1 1 4 1 D 8 3 -C F D 8 1 D 8 3 -C E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.