Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 22
Gefast ekki upp þótt á móti blási
Agnes Ferro greindist með brjóstakrabbamein þann 21. nóvember í fyrra. Agnes
hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkur-
maraþoninu, í miðri geislameðferð,
til styrktar Ljósinu, endurhæfingar-
og stuðningsmiðstöð fyrir einstakl-
inga sem greinast með krabbamein
og aðstandendur þeirra.
„Ég hef nýtt mér þjónustuna
í Ljósinu alveg rosalega mikið í
mínum veikindum og langaði að
gefa til baka. Ég mætti þar fyrst viku
eftir að ég var búin í fyrstu lyfja-
gjöfinni á kynningarfund. Sama
dag fékk ég tíma hjá iðjuþjálfa og
sjúkraþjálfara. Eftir kynningarfund-
inn hittist hópur sem kallar sig Gull-
fiskana, en það er hópur ungs fólks
í Ljósinu sem er með krabbamein.
Ég fann strax hvað það hjálpaði
mér rosalega mikið að hitta aðrar
ungar konur í svipaðri stöðu og ég.
Við deildum áhyggjum um lífið,
fjölskylduna, börn, framtíðina og
framann,“ útskýrir Agnes, sem á sjálf
ungan son.
„Ég var til dæmis ekki enn búin að
missa hárið en ég kveið því rosalega.
Það hljómar kannski skringilega að
kvíða einhverju jafn léttvægu og að
missa hárið þegar maður er að horf-
ast í augu við miklu alvarlegri hluti,
en ég man svo vel hvað það hjálpaði
mér mikið að sjá þar nokkrar sem
voru komnar með hárið aftur. Ein
var meira að segja á leiðinni í fyrstu
klippinguna sína og var svo spennt
fyrir því. En þetta gaf mér svo rosa-
lega mikið, að sjá að þetta verkefni,
sem virtist vera svo ofboðslega langt
og þungt, tæki einhvern tíma enda.“
Brjóstakrabbamein Agnesar hafði
einnig dreift sér í eitla. Meinið heitir
Invasive ductal carcinoma og er
algengasta brjóstakrabbameinið.
„Þar sem krabbameinið var stórt þá
byrjaði ég á því að fara í lyfjagjöf, 6
skipti á þriggja vikna fresti. Eftir það
fór ég í aðgerð og núna er ég í miðri
geislameðferð til þess að fyrirbyggja
að meinið láti aftur á sér kræla. Svo
er ég í eftirmeðferð þar sem ég
tek 1 töflu á dag. Ég þarf að gera
það í nokkur ár í viðbót.“
Agnes segir að á heildina
litið hafi krabbameins-
meðferð hennar gengið
mjög vel. „En auðvit-
að hafa komið dagar
þar sem mér hefur
liðið illa. Í Ljósinu
til dæmis hef ég
hlegið og grátið.
Þetta hús er fullt af
góðu fólki sem tekur
á móti manni alveg
sama hvernig dags-
formið er. Því var
ákvörðunin auð-
veld, að drífa sig af
stað í miðri geisla-
meðferð og safna
fyrir Ljósið sem
hefur hjálpað mér
og öðrum svo mikið,
okkur sjúklingunum
algjörlega að kostnaðarlausu.“
Agnes lýsir því hversu mikil-
vægt það er að taka svona veikindi
ekki einn, á hnefanum. „Ég myndi
ráðleggja öllum þeim sem eru að
ganga í gegnum það sama og ég að
leita sér strax hjálpar, eins og hjá
Ljósinu. Ekki hlusta á allar hræði-
legu sögurnar sem fólki finnst
það þurfa að segja manni, hlusta
frekar á sögurnar þar sem fólk
hefur sigrast á krabbameini og lifir
góðu heilbrigðu lífi í mörg, mörg ár.
Vera duglegur að hlusta á sjálfan sig
því það þekkir enginn líkama sinn
jafn vel og maður sjálfur. Svo er
algjört lykilatriði að vera innan um
fólk sem lætur þér líða vel; stundum
vill maður vera umvafinn fjölskyld-
unni, stundum fólki í sömu stöðu
og maður sjálfur – og stundum vill
maður bara gleyma sér með vin-
konum.“
Hún segir ekki síður mikilvægt
að hafa eitthvað lítið til að hlakka
til í hverri viku eða hverjum mán-
uði í gegnum meðferðina. „Það þarf
ekki að vera stórt, en eitthvað sem
lætur þér líða vel svo tíminn líði.
Það hefur hjálpað mér að líða ekki
eins og ég sé föst í eigin lífi og allir í
kringum mig að lifa lífinu og huga
að framtíðinni. Það hefur líka skilið
eftir góðar minningar um þennan
erfiða tíma sem er mjög dýrmætt.“
Hleypur tíu kílómetra í miðri geislameðferð
Agnes Ferro segir mikilvægt að glíma
ekki einn við alvarleg veikindi, á
hnefanum. Hún hvetur fólk til að
leita sér hjálpar, t.d. hjá Ljósinu.
Agnes, Leifur og Gyða hlaupa öll í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Leifur fer með eiginkonu sína út í endurhæfingu í Bandaríkjunum í næstu viku fyrir áheitin sem hann safnar. FRéttABLAðið/EyþóR
Tæplega fimmtán
þúsund manns hafa
skráð sig í Reykja-
víkurmaraþonið
þetta árið og hlaupa
til styrktar góðum
málum. Agnes Ferro,
Leifur Grétarsson og
Gyða Kristjánsdóttir
eru meðal þeirra,
en þau hlaupa öll til
styrktar málefni sem
snertir þau persónu-
lega, þó ólík séu.
Ég fann hvað
það hjálpaði
mÉr rosalega
mikið að hitta
aðrar ungar
konur í svipaðri
stöðu og Ég. við
deildum áhyggjum
um lífið, fjölskyld-
una, börn, framtíð-
ina og framann.
1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R22 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
1
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
8
4
-0
8
A
0
1
D
8
4
-0
7
6
4
1
D
8
4
-0
6
2
8
1
D
8
4
-0
4
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K