Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 26

Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 26
Þriðjudagur 18. júlí Janúar Febrúar Mars Maí apríl Atburðarásin • lögreglan lýsir eftir rauðri Kia rio-bifreið. • sérhæfðir leitarhópar kallaðir út til leitar. • Um 120 björgunarsveitarmenn leita í Heiðmörk á svokallaðri flóttamannaleið. • skór birnu finnst um nóttina við höfnina í Hafnarfirði. síðar finnst hinn skórinn. Þriðjudagur 17. janúar Miðvikudagur 18. janúar Föstudagur 20. janúar Sunnudagur 22. janúar Laugardagur 14. janúar Sunnudagur 15. janúar Mánudagur 16. janúar • birna brjánsdóttir fer út að skemmta sér með vinkonum sínum. • birna sést í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur austur- stræti, bankastræti og laugaveg þar sem hún hverfur sjónum um kl. 05.25 við laugaveg 31. lögreglan lýsir eftir birnu. Um kvöldið er málið komið í algjöran forgang hjá lögreglu. svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu er kölluð út. Um miðnætti er óskað eftir aðstoð sporhunds. • • lögreglan fær úrskurð til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími birnu. Kia rio-bifreið haldlögð í Hlíða- smára í Kópavogi. lögreglumenn fara með þyrlu landhelgisgæslunnar og fara um borð í danska herskipið HDMs Tri- ton. skipið siglir til móts við polar nanoq en ekki verður af því að lögreglumennirnir fari um borð. • • • • • Tveir menn handteknir af sér- sveit ríkislögreglustjóra um borð í polar nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur af landinu. Hinir handteknu eru yfirheyrðir við komuna til landsins. • björgunarsveitir kallaðar út til að leita á hafnarsvæðinu í Hafnar- firði og með vegarslóðum á strandarheiði. Mennirnir eru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um manndráp. Þyrla landhelgisgæslunnar, TF- líF, leitar við Hafnarfjarðarhöfn og á reykjanesi. Fimmtudagur 19. janúar • lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu óskar eftir að ná tali af öku- manni hvíts bíls, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. • TF-líF fer tvívegis til leitar. Þyrlan leitar í nágrenni Hafnarfjarðar og Kleifarvatns, á strandarheiði, á reykjanesskaga og í nágrenni. • Um klukkan eitt finnur áhöfn TF-líF lík í fjörunni rétt vestur af selvogsvita, sem er um 15 kíló- metra vestur af Þorlákshöfn. Mánudagur 23. janúar • lögreglan staðfestir að líkið sem fannst við selvogsvita sé af birnu. Þá telur hún ljóst að um mann- dráp sé að ræða. Laugardagur 28. janúar Þúsundir koma saman í miðbæ reykjavíkur og ganga til minn- ingar um birnu. • Þriðjudagur 28. febrúar • Thomas hefur setið í gæslu- varðhaldi í rúmar fimm vikur í einangrun. Honum er nú sleppt úr einangrun en er áfram í haldi. Fimmtudagur 2. febrúar • Öðrum skipverjanum er sleppt úr haldi en Thomas Møller er áfram í gæsluvarðhaldi. Föstudagur 3. febrúar • birna er jarðsungin frá Hallgrímskirkju. • Greint frá því að lögreglan telji að dánarorsök birnu sé drukknun. Mánudagur 6. febrúar Fimmtudagur 16. febrúar • Thomas úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald. Fimmtudagur 2. mars • Héraðsdómur úrskurðar Thomas í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. • lögreglan staðfestir að lífsýni úr Thomasi tengi hann beint við birnu. Fimmtudagur 16. mars rannsókn lög- reglu á málinu er lokið. Það er sent til héraðs- saksóknara daginn eftir sem hefur fjórar vikur til að gefa út ákæru í málinu. Fimmtudagur 30. mars • Héraðssaksóknari ákærir Thomas Møller fyrir mann- dráp. Þá er Thomas einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. • Thomas er úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. • Þriðjudagur 25. apríl • Mánudagur 10. apríl • Ákæran er þingfest í Héraðsdómi reykjaness. Thomas neitar sök varðandi báða ákæruliðina en hann hafði áður játað fíkniefnalagabrotið við yfirheyrslu hjá lög- reglu. Héraðsdómur úrskurðar að Thomas skuli áfram sitja í gæsluvarð- haldi næstu fjórar vikurnar. Þriðjudagur 9. maí • Verjandi Thomasar fer fram á mat bæklunarlæknis og réttarmeina- fræðings við fyrirtöku í málinu í héraðsdómi. síðar í mánuðinum eru þeir dómkvaddir ragnar Jónsson bæklunarlæknir og Urs Oliver Wies- brock, þýskur réttarmeinafræðingur. Þriðjudagur 23. maí Thomas er úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. • • sjö skipverjar af polar nanoq gefa skýrslu vegna málsins í Héraðsdómi reykja- ness. • ekki er hægt að taka skýrslu af Thomasi þar sem matsgerð þýska réttarmeina- fræðingsins liggur ekki fyrir. • skipverjarnir sem koma fyrir dóm bera Thomas vel söguna en segja frá því að hann hafi orðið órólegur og þurft róandi lyf eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá íslenskum blaðamanni sem spurði hann út í rauða Kia rio-bifreið. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykja-ness klukkan 9.15 á mánudag. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn en Birna hvarf aðfaranótt þess dags og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Annar skipverji var handtekinn um borð á sama tíma og Thomas og einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald en honum var sleppt að tveimur vikum liðnum. Þriðji maðurinn var svo einnig handtekinn síðar sama dag um borð í Polar Nanoq en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Leitin að Birnu stóð yfir í viku og má segja að hún hafi heltekið þjóð- ina sem var sem lömuð yfir örlög- um þessarar ungu stúlku en Birna var aðeins tvítug þegar hún lést. Laugardaginn áður en hún fannst fór fram umfangsmesta leit sem björgunarsveitirnar hafa farið í en hátt í 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í aðgerðum. Þá tók almenningur virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Reyndist sá fundur afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Thomas var með rauðan Kia Rio- bíl á leigu þegar Birna hvarf og var á ferð í miðbænum með öðrum skip- verja aðfaranótt 14. janúar. Viður- kenndi Thomas í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa tekið Birnu upp í bílinn í miðbænum þá um nóttina en bar að önnur stúlka hefði einnig komið upp í bílinn. Sá framburður var ekki í sam- ræmi við framburð hins skipverj- ans hjá lögreglu sem kvaðst aðeins muna eftir einni stúlku í bílnum. Lögreglan lýsti eftir Kia Rio-bif- reiðinni mánudaginn 16. janúar og fannst hún daginn eftir í Kópa- vogi. Hald var lagt á bílinn og hann rannsakaður ítarlega í kjölfarið en í honum fannst mikið af blóði sem reyndist vera úr Birnu. Meðal annarra gagna málsins er ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq með fingrafari Thomas. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu hans auk þess sem þekju- frumur Thomas og Birnu fundust á reimum úr skóm hennar en þekju- frumur finnast meðal annars á fingrum fólks. Lögreglu grunaði fljótlega að Birnu hefði verið ráðinn bani þar sem Thomas og hinn skipverjinn sem einnig var úrskurðaður í gæslu- varðhald í upphafi voru settir í varðhald grunaðir um manndráp. Thomas er hins vegar einn ákærður, eins og áður segir, en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að Birnu í Kia Rio-bílnum. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Við þetta fékk Birna meðal annars marga höggáverka í andlit auk þess sem hún nefbrotnaði. Í kjölfarið á Thomas síðan að hafa varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðing- um að hún drukknaði. Thomas er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann á að hafa haft í vörslu sinni 23.424 grömm af kannabisefnum í káetu sem hann hafði til umráða í Polar Nanoq. Efnin hugðist hann flytja til Grænlands í ágóðaskyni, að því er segir í ákæru. Málið var þingfest þann 10. apríl síðastliðinn. Thomas lýsti þá yfir sakleysi sínu varðandi báða ákæru- liðina. Thomas átti upphaflega að gefa skýrslu í júlí þegar aðalmeð- ferðin átti að hefjast en þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræð- ings lá ekki fyrir kom hann ekki fyrir dóminn. Hins vegar voru teknar skýrslur af sjö skipverjum Polar Nanoq þann 18. júlí þegar fyrirtaka fór fram í málinu. Þá greindu þeir frá því að skilaboð sem Thomas fékk send hefðu orðið til þess að þá fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Lýstu skipverjarnir því meðal annars hvernig Thomas hafi orðið grár og fölur í framan og tauga- óstyrkur eftir að hann fékk skila- boðin. Um tvenn skilaboð var að ræða, annars vegar frá íslenskum blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio-bíl og hins vegar frá kærustunni hans sem sagði hann mögulega liggja undir grun í mál- inu. Skipverjarnir báru Thomas vel söguna og lýstu honum sem vin- gjarnlegum og vinsælum manni sem væri mjög samviskusamur í vinnunni. Þeir sögðu ekkert óeðli- legt hafa verið í fari hans þann 14. janúar, daginn sem Birna hvarf, né dagana á eftir eða allt þar til hann fékk skilaboðin frá íslenska blaða- manninum og kærustunni. Thomas hafi orðið mjög tauga- óstyrkur við skilaboðin og til að mynda ekki viljað borða neitt. Skip- stjórinn og stýrimaðurinn ákváðu að gefa honum róandi lyf vegna þess hversu taugaóstyrkur hann var. Kokkurinn á Polar Nanoq var síðan að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlut- verk að handtaka Thomas og annan skipverja. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: „Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?““ sagði kokkurinn fyrir dómi í júlí. Eins og áður segir hefst aðalmeð- ferðin á mánudag. Gert er ráð fyrir því að hún taki þrjá daga og verður henni fram haldið þriðjudaginn 22. ágúst og svo föstudaginn 1. septem- ber. Auk þeirra sjö skipverja sem þegar hafa borið vitni í málinu munu 38 manns gefa skýrslu fyrir dómi auk Thomas sjálfs. Greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð í máli Thomas Frederik Møller Olsen sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefst á mánudag. frettablaðið/ernir Sunna Kristín Hilmarsdóttir sunnakristin@365.is Laugardagur 21. janúar • ein umfangsmesta leit síðari ára fer fram. Júlí 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R26 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 4 -1 7 7 0 1 D 8 4 -1 6 3 4 1 D 8 4 -1 4 F 8 1 D 8 4 -1 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.