Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 32
var að minnsta kosti ekki sannfærð um að ég hefði eitthvað fram að færa sem myndlistarmaður. En síðan var það líka þannig að þegar ég fór að vinna í myndlist þá komu upp erf­ iðir hlutir.“ Var það úr æsku þinni? „Ég ímynda mér það,“ segir Hanna og staldrar við. „En svo má líka segja að þó að myndlist hafi legið vel fyrir mér þá var það ekki endilega sá mið­ ill sem hentaði mér best. Ég er mjög sátt við hvernig hlutirnir þróuðust en ég veit ekkert hvernig þeir halda áfram að þróast, það er annað mál. En það sem ég hef unnið við hefur mér þótt mjög gefandi og skapandi.“ Sátt við mistökin Árið 2012 tók Hanna við Lista hátíð í Reykjavík sem listrænn stjórn­ andi og var í því starfi næstu fjögur ár. En þetta var nú kannski ekki besti tíminn í íslensku efnahagslífi? „Nei, það er óhætt að segja það,“ segir Hanna. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi starf og það er mjög gaman að takast á við áskorun af þessu tagi. Því fylgir að sjálfsögðu mikið vinnuálag og það eykst í beinu hlutfalli við niðurskurð sem var mjög verulegur á Listahátíð allt frá hruni. Á endanum kemur það niður á mannauðnum. Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á að eiga fundi með öllum helstu sam­ starfsstofnunum Listahátíðar og fann víða fyrir áhuga á að hátíðin yrði að tvíæringi á ný. Sá áhugi var til staðar á hinu pólitíska sviði líka, ekki til þess að skera enn frekar niður til hátíðarinnar, heldur þvert á móti til að efla hana og byggja upp á ný. Listahátíð er viðamikil og fjölbreytt þverfagleg hátíð, með merka sögu, og á veigamikinn stað í íslensku menningarlífi og sam­ félagi sem mikilvægt er að standa vörð um. Hún starfar líka með lista­ mönnum og menningarstofnunum sem skipuleggja starf sitt langt fram í tímann og hátíðin þarf að geta gert það líka. Þess vegna var það hags­ munamál að hún yrði að tvíæringi á ný og mig langaði mikið til að stýra slíkri hátíð. Það á vel við mig að hafa góðan tíma til að ná saman ólíkum þráðum og hugsunum, leyfa þeim að gerjast hægt, en svo er ég ham­ hleypa til verka þegar kemur að framkvæmd þeirra.“ Hanna segir að það hafi gerst skyndilega að hún hafi ákveðið að sækjast ekki eftir að stýra Lista hátíð áfram. „Tveimur mánuðum áður en síðasta hátíðin mín hófst lést mamma eftir mjög alvarleg og erfið veikindi.“ Nú þagnar Hanna og það er eilítið eins og hún sé aftur komin til þessa erfiða tíma. Hún játar því að þessi mikla saga á milli þeirra mæðgna hafi aukið enn á áfallið. Hún segist þó í raun ekki hafa hug­ mynd um hvernig hún hafi tekist á við þetta á þessum tíma. „Ég upplifði djúpa sorg. Við venjulegar aðstæður hefði ég tekið mér frí frá störfum en það er ekki hægt svona skömmu fyrir hátíð. Þegar ég lít til baka skil ég varla hvernig þetta hafðist.“ Nú er eins og Hönnu vefjist aðeins tunga um tönn og svo bætir hún við: „Þetta var mjög flókin sorg. En það var í kringum mig á Listahátíð afskaplega gott fólk og stuðningsnet fjölskyldu og vina kikkar inn þegar eitthvað svona gerist. Ég fékk ómetanlegan stuðning frá mörgum, sérstaklega frá einum manni sem er mér mjög nákominn.“ Svo líður þessu tími, Listahátíð hefst og henni lýkur og hvað þá? „Starf listræns stjórnanda er aug­ lýst á fjögurra ára fresti og það var gert viku eftir að hátíðinni lauk. Ég hafði í raun ekki gert upp við mig hvað ég vildi gera, hafði efasemdir um að Listahátíð væri áfram réttur vettvangur fyrir mig eftir þetta erfiða tímabil. Svo vaknaði ég einn morguninn og vissi að ég þurfti að fara í annað samhengi og ákvað að sækjast ekki eftir endurráðningu. Ég er manneskja sem þarf á mikilli hreyfingu að halda, bæði í eigin­ legri og óeiginlegri merkingu, og ég á ekki gott með að sjá mig á sama stað í heilan áratug. Það var rétt ákvörðun.“ Hefurðu ekkert séð eftir því? „Það er erfitt að hætta í svona starfi og það kom tímabil þar sem ég fann fyrir því. Ég hafði verið vakin og sofin yfir Listahátíð í fjögur ár. Þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun vissi ég að það skipti máli að ég færi ekki út með einhverjar flóknar tilfinningar og eftirsjá. Það hefði verið rangt gagnvart sjálfri mér og þeim sem tók við starfinu að geta ekki rofið þessi tengsl við hátíðina og gengið frá henni, sátt. Mér þykir mjög vænt um það sem ég gerði þar og ég á góðar minningar úr starfinu, bæði um samstarfsfólk og verkefni og þá mörgu listamenn sem við unnum með. Ég hef breitt áhugasvið í listum og það skiptir mig miklu máli að hafa höfðað til breiðs hóps almennings og jafn­ framt starfað með breiðum hópi listamanna. Það er það sem Lista­ hátíð gerir, hún þjónar almenningi og hún þjónar listinni. Það er margt sem ég er ánægð með og þakklát fyrir. Ég gerði líka fullt af mistökum og mér þykir líka vænt um þau. Maður lærir svo mikið af þeim.“ List og ferðamenn Hanna hefur verið að vinna að ýmsum verkefnum undanfarið en hún er líka að hugsa um hvað það er sem hún vill gera ef hún ætlar að búa áfram á Íslandi. Hún segir að það skipti hana miklu máli að snúa sér í auknum mæli að myndlist aftur. „Mér fannst mjög mikilvægt á Lista­ hátíð að gæta þess að jafnvægi væri á milli listgreina þar sem hátíðin er þverfagleg, en ég var líka farin að sakna myndlistarinnar.“ Og skilyrði listarinnar, starfsskilyrði stofnana og listamanna á Íslandi, eru Hönnu hugleikið viðfangsefni. „Hér eru ein­ staka stofnanir fjármagnaðar sæmi­ lega en aðrar þannig að þær eiga jafnvel erfitt með að sinna hlutverki sínu. Tökum myndlistina sem dæmi: Það er ekkert ódýrara að setja upp myndlistarsýningu en leiklistar­ sýningu. Munurinn á fjármögnun leikhúsa og safna liggur helst í því að þeir sem vinna í leikhúsi fá allir greitt fyrir sína vinnu, hvernig svo sem þau laun eru. Hið sama á ekki að öllu leyti við um myndlistina en ég tek fram að það á ekki bara við um Ísland. Ég hef áhuga á því að beita mér fyrir breyttri afstöðu til þessara mála og reyndar hefur verið unnið ötullega að því á síðustu misserum að bæta starfsskilyrði á vettvangi myndlistar. Ég hef líka áhuga á því að stuðla að enn auknum alþjóð­ legum tengslum á þessu sviði. Tengsl eru áhugaverður hlutur því tengsla­ net hefur ekkert að segja ef þú getur ekki nýtt það. Það þarf ákveðnar aðstæður til að það sé hægt og þær snúast mikið um fjármagn. Síðan er ég líka með minn bakgrunn sem leiðsögumaður eftir að hafa starfað við það í 25 ár á sumrin með ein­ hverjum hléum og ég er mjög hugsi yfir þróuninni í heiminum í ferða­ málum. En svo að ég haldi mig við Ísland, þá hefur verið unnið mark­ visst að því á síðustu árum að gera Reykjavík að áfangastað menn­ ingarferðamanna og sumt hefur tekist mjög vel og annað ekki, eins og gengur og gerist.“ Hanna leggur áherslu á að margt verði að koma til ef á að virkja þessa auðlind til fulls. „Liststofnanir verða að hafa fjármagnið, tengslanetið og þekkinguna – mannauðinn – til þess að skapa þær aðstæður sem til þarf, verkefni og viðburði sem laða hing­ að ferðamenn sem ferðast gagngert í þeim tilgangi að njóta menningar og lista. Þannig ferðast menningar­ ferðamenn. Ég þekki það því að ég er menningarferðamaður. Svo þarf að miðla því starfi alþjóðlega, til réttra markhópa hverju sinni. Það er gríðarlega stórt verkefni og það er er ekki bara menningarmál heldur snertir það mörg önnur svið þjóð­ lífsins.“ Aukin fjárframlög Hanna er á því að það sé mun meira verið að gera í þessum málum en blasi við sjónum því að breytingar hér hafi verið hraðar og það taki alltaf tíma áður en árangur stefnu­ mótunarvinnu lítur dagsins ljós. En hvernig sérð þú fyrir þér að koma að þessi verkefni? Ertu þarna ekki komin með annan fótinn inn í póli­ tík? Hanna hikar með svarið en svo er það afdráttarlaust: „Jú. Það hefur alltaf blundað í mér líka og ég hef oft velt því fyrir mér. Sé enga ástæðu til þess að útiloka það. En þar sem það eru sveitarstjórnarkosningar í vor er kannski rétt að taka fram að ég myndi fara í landspólitík,“ segir Hanna og hlær. En þegar þú talar um ferða­ málin og menninguna þá er ekki annað að heyra en að þú lítir svo á að menning og listir hafi setið eftir og að staða menningarstofnana sé alvarleg. „Listir eru mitt starfssvið og ástríða og það er eðlilegt að maður berjist fyrir sínum málaflokki. Eftir hrun var íslenskt samfélag á barmi gjaldþrots og þá eru listir ekki það fyrsta sem fólk hugsar um. Það er óhjákvæmilegt við slíkar aðstæður að velferðarmál hafi forgang en núna eru efnahagsaðstæður gjör­ breyttar og það hlýtur að gefa til­ efni til að huga að því hvernig þær aðstæður verða nýttar. Samfélagið er að breytast mjög hratt enda koma hingað á ársgrundvelli fimm sinnum fleiri en búa í landinu. Stór hluti þess fólks vill fá innsýn í menningu, og þá á ég við samtímamenningu og ­listir, í landinu til þess að dýpka þekkingu sína og skilning á þessu samfélagi. Ég áttaði mig á þessu sem leiðsögumaður á hálendinu fyrir langalöngu. Á hverjum degi fylgist ég með miklum fjölda fólks hér í miðbænum og ég veit hvað það er mikið að gerast í íslensku menning­ arlífi. Það þarf átak til þess að tengja þetta tvennt saman með markviss­ ari hætti. Ég segi þetta vitandi að það er unnið að því á öllum sviðum. En við verðum líka að átta okkur á að við getum ekki náð til þessa fólks og laðað hingað menningarferða­ menn í þeim gagngera tilgangi að sækja menningarviðburði, án þess að auka fjárframlög til menningar.“ Hanna segir að í dag sé hún að vinna að verkefnum sem vonandi eigi eftir að stuðla að framförum í þessum efnum. „Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég hef áhuga á því í framtíðinni að starfa á þessum nótum, koma að stefnumótun og að því að skapa nýjar aðstæður eða skilyrði, frekar en að fara inn í vist­ kerfi menningarinnar sem er til staðar og vinna innan þess.“ Hanna og kötturinn Jara heima í Grjótaþorpinu þar sem ferðamennirnir streyma hjá á hverjum degi. FréttAbLAðið/Ernir Það á vel við mig að hafa góðan tíma til að ná saman ólíkum Þráð- um og hugsunum, leyfa Þeim að gerjast hægt, en svo er ég hamhleypa til verka Þegar kemur að framkvæmd Þeirra. liststofnanir verða að hafa fjármagnið, tengslanetið og Þekk- inguna – mannauðinn – til Þess að skapa Þær aðstæður sem til Þarf, verkefni og viðburði sem laða hingað ferða- menn sem ferðast gagn- gert í Þeim tilgangi að njóta menningar og lista. 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R32 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -D C 3 0 1 D 8 3 -D A F 4 1 D 8 3 -D 9 B 8 1 D 8 3 -D 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.