Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 76
 Það sem ég elska mest við borgina er hversu fjölmenningarleg hún er og hvað maður getur lært mikið um heiminn hér. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Hvar í borginni býrðu? Ég bý alveg í miðbænum, „101 Brussel“. Það sem einkennir hverfið helst eru líklega allir túrist- arnir þar sem ég er í tíu mínútna göngufæri frá helstu túristastöð- unum. En kostirnir eru auðvitað líka margir, til dæmis er fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum í kringum mig og hverfinu er virki- lega vel haldið við. Er dýrt að lifa? Það þykir mér ekki – en ég flutti reyndar hingað frá Genf í Sviss sem er ein dýrasta borg í heimi, svo ég er kannski með óraunhæf viðmið. Uppáhaldskaffihúsið? Ekkert sér- stakt, en ég elska að fara annað hvort á Parvis St. Gilles eða Place Jourdan og sitja á einhverjum af stöðunum þar ef mig langar í kaffi og kósí. Besti veitingastaðurinn? Minn uppáhalds kallast Chez Leon og selur frábært kræklinga-gratín, en kræklingur eru svakalega vinsæll hér. Ómissandi áfangastaðir fyrir ferðalanga? Barinn Delirium Café. Stærsti bar sem ég hef komið á, og spannar í raun heila litla götu. Hann lítur út eins og nokkrir barir fastir saman. Þar er hægt að fá yfir þrjú þúsund gerðir af bjór, og oft furðulegar bragðtegundir; svo sem súkkulaðibjór, ostakökubjór og kræklingabjór. Ég mæli þó með að fólk passi sig því belgískur bjór er með töluvert hærri áfengisprósentu en bjórinn heima. Ferðalangar ættu líka að hafa augun hjá sér og taka eftir vegg- myndunum sem má finna á húsum um alla borgina og eru til heiðurs teiknimyndum sem hafa komið héðan. Þeirra á meðal eru nokkrir Íslandsvinir, svo sem Strumparnir, Ástríkur og Steinríkur, Svalur og Valur, og minn uppáhalds, Tinni. Leynistaður sem fáir vita um? Jenneken Pis styttan, sem er kvenkyns útgáfan af hinni sívin- sælu Mannekin Pis styttu. Hún er vel falin, og fólk virðist almennt ekki vita af tilvist hennar. Hún stendur einmitt í götunni þar sem Delirium barinn er, svo fólk á það til að gleyma því að hafa séð hana … því eins og ég sagði er bjórinn hér sterkur og fólk á það til að drekka aðeins fleiri en það ætti að gera. Hvernig eru heimamenn? Það vita fáir, enda er erfitt að finna þá í Brussel, sem er yfirfull af fólki frá hinum ýmsu stöðum í Evrópu sem koma hingað vegna vinnu. Þar af leiðandi er samfélagið virkilega Erfitt að finna heimamenn Borgin mín – Brussel Tinna Rós Steinsdóttir hefur búið í Brussel í tæpt ár en þar starfar hún hjá samtökunum Eurochild sem eru evrópsk regnhlífarsamtök um réttindi barna. Tinna Rós hefur búið í Brussel í ár og líkar dvölin vel. Grand Place torgið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þar eru iðulega haldnar ýmsar uppákomur. NoRdicPhoTos/GETTy Finna má fjölmargar teiknimyndafígúrur á húsveggjum um alla borg. hér má til dæmis sjá Lukku Láka og hina illræmdu dalton bræður. NoRdicPhoTos /GETTy Brussels, Vlaams Brabant, Belgium, Europe Mannekin Pis styttan, af dreng að pissa, er meðal þekktra kennileita í Brussel. Tinnu Rós finnst þó enn meira koma til styttunnar Jenneken Pis af stúlku að pissa en færri vita af henni. fjölþjóðlegt. Þeir örfáu heimamenn sem ég hef hitt eiga það þó sameig- inlegt að vera vinalegir og hressir, en frekar jarðbundnir. Helstu kostir og gallar borgar- innar? Það sem ég á erfiðast með að komast yfir hér er sorpaðstaðan. Heimilissorp er sótt tvisvar sinnum í viku, en ruslatunnur tíðkast ekki. Maður þarf því að fara með ruslið niður kvöldið áður en það er sótt. Þangað til þarf maður bara að geyma það inni. Svo angar hverfið auðvitað af sorpi á sorpdegi, og ekki skánar það þegar einhver dýr komast í pokana og rífa þá opna. Það sem ég elska mest við borgina er hversu fjölmenningarleg hún er og hvað maður getur lært mikið um heiminn hér. Það er svo auðvitað enn betra hvað er auðvelt að fara og kynna sér heiminn héðan líka þar sem borgin er afskaplega vel tengd bæði með flugi og lestum. 365.IS1817MARGFALT SKEMMTILEGRI MÁNUDAGA 8 KyNNiNGARBLAÐ FÓLK 1 9 . áG ú s T 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 4 -4 8 D 0 1 D 8 4 -4 7 9 4 1 D 8 4 -4 6 5 8 1 D 8 4 -4 5 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.