Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 19.08.2017, Blaðsíða 96
og hljómsveitarstjóri frá Juilliard í New York og hefur getið sér gott orð fyrir störf sín vítt og breitt um tónlistarheiminn. „Ég er alveg í skýjunum að vera komin aftur til Íslands. Ekki aðeins vegna þess að þetta sé frábær hljómsveit heldur á ég líka skyldmenni hérna. Föðuramma mín, Thelma Gutt­ ormsdóttir, er 98 ára og spilar enn á píanó í eina klukkustund á hverjum einasta degi. Hún er stórkostleg og fyrir ekki svo löngu var hún meira að segja fjallkonan á Íslendinga­ hátíðinni heima. En allt þetta föður­ fólk mitt er meira og minna tón­ listarfólk þannig að ég er alin upp við mikla tónlist og byrjaði snemma að spila. Amma kenndi mér á píanó, pabbi kenndi mér á fiðlu og ég spil­ aði í æskuhljómsveitinni hans þar sem hann var stjórnandi en svo spilaði ég líka á flautu og fór inn í Juilliard sem flautuleikari. Þannig að æskan var öll full af tónlist en það var aldrei nein pressa af hálfu fjölskyldunnar. Engin krafa um að ég ætti að hafa þetta að atvinnu eða slíkt og ég held að það hafi hjálpað mér mikið. Tónlist var líf mitt og yndi og hefur verið það allar götur síðan.“ Keri­Lynn segir að strax sem lítil stúlka hafi hún verið heilluð af tónlistinni, svo mjög að það gat átt það til að vera til vandræða. „Ég var stundum að gera foreldra mína alveg brjálaða vegna þess að ég var stöðugt að skipta um hljóðfæri, mér fannst þau öll svo frábær, en svo fann ég loksins lausnina með því að gerast stjórnandi þar sem má segja að ég fái að stjórna þeim öllum,“ segir Keri­Lynn og hlær prakkara­ lega. Á ferli sínum tekst Keri­Lynn á við að stjórna bæði sinfóníutónleikum sem og óperum en hún segir að í æsku hafi sinfónían átt hug hennar allan. „Ég hataði óperur vegna þess að systir mín var óperusöngkona en ég í sinfóníunni,“ segir hún og hlær við tilhugsunina. „Ég var svo snobb­ uð að það varð að vera Bruckner, Mahler eða Sjostakovítsj, risarnir sjálfir, en svo þegar ég fór í Juilliard þá fór ég að stunda Metropolitan óperuna. Stóð þarna aftast á nem­ endasvæðinu og varð ástfangin af óperunni. Eftir að ég lauk námi þá starfaði ég við sinfóníuna í Dallas og kom líka hingað meðal annars en eftir fjögur ár þá var mér boðið að stjórna minni fyrstu óperu, Lucia di Lammermoor, í Veróna. En ég sagði þeim ekkert að þetta væri mín fyrsta ópera og það gekk bara ljómandi vel,“ hvíslar Keri­Lynn og það leynir sér ekki að það vantar ekkert upp á húmorinn á þeim bænum. „Málið er að innan óperuheimsins er tón­ list sem er ekki í boði í hinum sin­ fóníska heimi eins og til að mynda Wagner og Verdi. „Þess vegna finnst mér yndislegt að fá tækifæri til þess að sinna bæði sinfónískri tónlist og óperunni.“ Starf hljómsveitarstjóra sem starfa á alþjóðlegum vettvangi felur oftar en ekki í sér endalaus ferðalög en Keri­Lynn segir að það angri hana ekki. „Nei, svona er þetta bara. Tónlistin er líf mitt, þetta er það sem ég geri og ég elska það. Ef ég stoppa heima í New York í tvær vikur og hef ekkert að gera þá bilast ég af því að ég verð að vinna. Auðvitað er allt þetta flug þreytandi en ég flýg í vinnuna á meðan flestir aðrir fara í bíl en þannig er það bara. Í rauninni er tónlistin mitt heimili. Auðvitað sakna ég fjölskyldunnar en þetta samband mitt við tónlistina er svo sterkt og sem betur fer þá fer ég bráðum til Kanada til þess að vinna. Kanadamenn eru líka svo yndislegt fólk að fyrir manneskju sem hefur búið í New York í öll þessi ár þá er dásamlegt að koma til Kanada. Þar ekki þessi þráhyggja yfir því hvernig fólk lítur út og annað slíkt heldur er allt afslappaðra, hlýlegra og vina­ legra. Það er miklu meira eins og að koma til Íslands þó að borgirnar séu stórar.“ Heldurðu að þessi bakgrunnur hafi áhrif á það hvernig þú nálgast tónlist? „Já, ég held það. Ég nálgast verkefnin út frá þolinmæði og sameiginlegum skilningi þó svo að ég viti alveg hver endastöðin eigi að vera. Þannig að þetta er meira spurning um aðferð en eitthvað annað og sem dæmi þá hefði ég endað sem allt önnur manneskja ef ég hefði fæðst og alist upp í Rúss­ landi.“ Keri­Lynn hefur einmitt starfað mikið í Rússlandi, í Pétursborg og víðar, og hún segir að þar sé allt öðruvísi en í vestrinu. „Umhverfið, vinnan, félagslífið, hreinlega allt er öðruvísi en ég elska það og ég elska rússneska tónlist. Ætli það sé ekki úkraínska blóðið í mér sem gerir það að verkum en eins og svo margir sem koma frá Winnipeg þá er ég bæði íslensk og úkraínsk. Ég held að þetta sé líka ástæða þess að ég elska tónlistina sem við erum að fara að flytja á tónleikunum hér, Tsjajkovskí og Prokofjev, það er dásamleg tónlist. Þetta á eftir að verða svo gaman að ég er alveg að springa úr tilhlökkun og hvílíkur heiður að fá að stjórna Sinfóníu­ hljómsveit Íslands á sjálfa Menn­ ingarnótt borgarinnar. Ég get ekki beðið.“ Ég fann lausnina með því að gerast stjórnandi Hljómsveitarstjórinn Keri-Lynn Wilson er fædd og uppalin í Kanada, af íslenskum og úkraínskum ættum.  Í kvöld sameinar hún þá arfleifð  þegar hún  stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Menningarnótt. Keri-Lynn Wilson hljómsveitarstjóri segist hlakka mikið til tónleika kvöldsins á Menningarnótt. FréttabLaðið/Eyþór Þegar ég var að byrja minn feril sem stjórn­andi fyrir um tuttugu árum þá var Ísland einn af mínum fyrstu áfanga­stöðum. Ég á frænda sem er sellóleikari heima í Kanada, þar sem ég er fædd og uppalin, sem þekkti konsertmeistara Sinfóníunn­ ar á þeim tíma og hún átti heiðurinn af því að ég kom hingað fyrst. En þetta var fyrir löngu,“ segir Keri­ Lynn Wilson sem í kvöld stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á seinni Menningarnæturtónleikum hljóm­ sveitarinnar. Keri­Lynn Wilson er af íslenskum og úkraínskum ættum í Winnipeg í Kanada, menntuð sem flautuleikari Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is UMHverfið, vinnan, féLagSLÍfið, Hrein- Lega aLLt er öðrUvÍSi en ég eLSKa það og ég eLSKa rúSSneSKa tónLiSt. ÆtLi það Sé eKKi úKraÍnSKa bLóðið Í Mér SeM gerir það að verK- UM en einS og Svo Margir SeM KoMa frá Winnipeg þá er ég bÆði ÍSLenSK og úKraÍnSK. Staða organista við Norðfjarðarprestakall er laus til umsóknar nú þegar. Um er að ræða 50% starf sem organisti og stjórnandi kórs Norðfjarðarkirkju og mjóafjarðarkirkju í Brekkusókn. Mikilvægt er að viðkomandi hafi menntun í kirkjutónlist og starfsreynslu. Organistastarf 50% og kórstjórn Kórs Norðfjarðarkirkju, auk Mjóafjarðarkirkju í Brekkusókn. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MÁNUDAGSINS 4. SEPTEMBER. Þeir sem áhuga hafa á starfinu hafi samband við Guðjón B. Magnússon formann Norðfjarðarsóknar s. 8959976, NETFANG: gudjon@svn.is eða Sigurð Rúnar Ragnarsson sóknarprest. Sími 8969878 / 4771766 / 4771127 NETFANG: sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is ÁTTU RÖDD AÐ LJÁ OKKUR? Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum nú í haust og þá fara fram raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri, það er þó alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir 10. september næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229. VETRARSTARFIÐ Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju um miðjan desember, sem alltaf eru vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju sem fara fram í lok apríl. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram og að þeim loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns viðburðum á vegum ýmissa aðila. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar reglulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í safnaðarheimili Háteigskirkju. EF ÁTTU DRAUM? Karlakór Reykjavíkur bætir við sig söngmönnum í haust og þá verða raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri, það er þó alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir ágústlok næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229. STARFIÐ Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í byrjun desember, sem alltaf eru vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra lands- manna. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram og að þeim loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns viðburðum á vegum ými sa aðila. Karlakór Reykjavíkur var tofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og kemmtileg viðfangsef i í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útl nda eru farnar re lulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í safnaðarheimili Háteigskirkju. 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R48 m e n n i n g ∙ F R É t t A B L A ð i ð menning 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 3 -D C 3 0 1 D 8 3 -D A F 4 1 D 8 3 -D 9 B 8 1 D 8 3 -D 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.