Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 106

Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 106
Karnival á Kapparstíg Að venju verður DJ Margeir með sitt Karnival í bullandi gangi á Menn- ingarnótt. Þeir sem nenna að vera rennandi blautir geta dúndrað sér í flennibrautina, og raunar er hægt að vera í henni allan daginn enda verður hún opnuð á hádegi. En dansinn er aðalmálið þarna – hann hefst klukkan fjögur með jógatíma og teygir sig alveg fram að flugelda- sýningunni. Það er langur tími og því verður Margeir ekki bara einn á spilurunum heldur munu gestir, bæði leyni- og venjulegir gestir, mæta og aðstoða. Högni, GusGus, DJ Yamaho, CasaNova, DJ Katla, Alf- ons X og svo óvæntar uppákomur. nóg um að vera á Menningarnótt Það er öruggt að það verður nóg um að vera á Menningarnótt fyrir menningarþyrsta. Sýningar, tónlist, uppákomur og almenn sniðug- heit verður að finna á hverju horni í miðbænum. Meðfylgjandi er listi yfir nokkra viðburði sem mælt er með að lesendur kanni. HipHop-Hátíð Menningarnætur, ingólfstorgi Hiphop-hátíð Menningarnætur fer fram í annað sinn í ár. Að þess- ari hátíð standa mjög ungir strákar sem eru allir fæddir eftir 2000 og láta okkur á Lífinu líða eins og við séum hundrað ára. Þetta eru metn- aðarfullir drengir sem eru ekkert að grínast með þetta. Í fyrra fór hátíðin fram á götuhorni – nánar tiltekið á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs. Nú verður þetta á Ing- ólfstorgi. Dagskráin var kynnt með sérstöku myndbandi í vikunni við hátíðlega athöfn en hún er svo hljóðandi: KARA, DJ Þura Stína, Countess Malaise, Geisha Cartel, Floni, Birnir, Joey Christ, Aron Can og Sturla Atlas. 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. gjörningur guðrúnar töru í geysi Í tilefni af Menningarnótt mun listakonan Guðrún Tara Sveins- dóttir taka yfir verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Guðrún Tara er með bakgrunn úr tískuheiminum og lærði síðar myndlist. Umfjöll- unarefni Guðrúnar í listinni eru oft hápólítísk málefni en til dæmis eru veganismi og femínismi sterk þemu í verkum hennar. Ástin, rómantíkin, móðurhlutverkið, þjáningin, sam- kenndin og sammannlegar tilfinn- ingar eru allt umfjöllunarefni sem Guðrún kryfur í verkum sínum. Guðrún mun flytja verkið Af stjörn- um ertu komin í Geysi á Menn- ingarnótt. Um ljóðræna kvikmynd og tónlistarflutning er að ræða. fjársjóðir steinunnar eldflaugar Þeir sem ætla að rölta um miðbæinn á Menningarnótt ættu að leggja leið sína í Bismút galleríið á Hverfis- götu 82 en þar hangir uppi sýning tónlistar- og myndlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur. Sýningin heitir Gosbrunnarnir í hita- beltinu. Á þessari sýningu, sem stend- ur til 5. september, eru ævintýraleg málverk, teikningar og skúlptúrar í aðalhlutverki. partíbúðin pippa Með blöðrulottó Partíbúðin Pippa m u n p o p p a upp í tískuvöru- v e r s l u n i n n i Kiosk, Ingólfs- stræti, og verða vel valdar vörur af vefversluninni Pippa.is til sölu í Kiosk yfir daginn. Viðburðurinn er því tilvalinn fyrir þá sem eru að fara að halda partí um kvöldið. „Á milli klukkan 17.00 og 19.00 munum við kynna hinn æsispennandi leik; Blöðru lotterí, sem er leikur sem við Kiosk- og Pippumeðlimir fundum upp á í sameiningu,“ segir Erna Hreinsdóttir, eigandi Pippu. „Við munum fylla eitt horn búðarinnar af blöðrum og í nokkrum þeirra leynast veglegir vinningar. Það er aðeins ein leið til að komast að því hvort vinningur sé í blöðrunni og það er að sprengja hana. Við erum spenntar að kynna nýstárlegan samkvæmisleik til sögunnar.“ 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R58 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð Lífið 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 4 -0 D 9 0 1 D 8 4 -0 C 5 4 1 D 8 4 -0 B 1 8 1 D 8 4 -0 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.