Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 106
Karnival á Kapparstíg
Að venju verður DJ Margeir með sitt
Karnival í bullandi gangi á Menn-
ingarnótt. Þeir sem nenna að vera
rennandi blautir geta dúndrað sér
í flennibrautina, og raunar er hægt
að vera í henni allan daginn enda
verður hún opnuð á hádegi. En
dansinn er aðalmálið þarna – hann
hefst klukkan fjögur með jógatíma
og teygir sig alveg fram að flugelda-
sýningunni. Það er langur tími og
því verður Margeir ekki bara einn
á spilurunum heldur munu gestir,
bæði leyni- og venjulegir gestir,
mæta og aðstoða. Högni, GusGus,
DJ Yamaho, CasaNova, DJ Katla, Alf-
ons X og svo óvæntar uppákomur.
nóg um að vera á
Menningarnótt
Það er öruggt að það verður nóg um að vera á Menningarnótt fyrir
menningarþyrsta. Sýningar, tónlist, uppákomur og almenn sniðug-
heit verður að finna á hverju horni í miðbænum. Meðfylgjandi er
listi yfir nokkra viðburði sem mælt er með að lesendur kanni.
HipHop-Hátíð Menningarnætur, ingólfstorgi
Hiphop-hátíð Menningarnætur
fer fram í annað sinn í ár. Að þess-
ari hátíð standa mjög ungir strákar
sem eru allir fæddir eftir 2000 og
láta okkur á Lífinu líða eins og við
séum hundrað ára. Þetta eru metn-
aðarfullir drengir sem eru ekkert
að grínast með þetta. Í fyrra fór
hátíðin fram á götuhorni – nánar
tiltekið á horni Hverfisgötu og
Vatnsstígs. Nú verður þetta á Ing-
ólfstorgi. Dagskráin var kynnt með
sérstöku myndbandi í vikunni við
hátíðlega athöfn en hún er svo
hljóðandi: KARA, DJ Þura Stína,
Countess Malaise, Geisha Cartel,
Floni, Birnir, Joey Christ, Aron Can
og Sturla Atlas.
365.is Sími 1817
333 krá dag*
Tryggðu
þér áskrift
*9.990.- á mánuði.
gjörningur guðrúnar töru í geysi
Í tilefni af Menningarnótt mun
listakonan Guðrún Tara Sveins-
dóttir taka yfir verslun Geysis á
Skólavörðustíg 7. Guðrún Tara er
með bakgrunn úr tískuheiminum
og lærði síðar myndlist. Umfjöll-
unarefni Guðrúnar í listinni eru oft
hápólítísk málefni en til dæmis eru
veganismi og femínismi sterk þemu
í verkum hennar. Ástin, rómantíkin,
móðurhlutverkið, þjáningin, sam-
kenndin og sammannlegar tilfinn-
ingar eru allt umfjöllunarefni sem
Guðrún kryfur í verkum sínum.
Guðrún mun flytja verkið Af stjörn-
um ertu komin í Geysi á Menn-
ingarnótt. Um ljóðræna kvikmynd
og tónlistarflutning er að ræða.
fjársjóðir steinunnar
eldflaugar
Þeir sem ætla að rölta um miðbæinn
á Menningarnótt ættu að leggja leið
sína í Bismút galleríið á Hverfis-
götu 82 en þar hangir uppi sýning
tónlistar- og myndlistarkonunnar
Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur.
Sýningin heitir Gosbrunnarnir í hita-
beltinu. Á þessari sýningu, sem stend-
ur til 5. september, eru ævintýraleg
málverk, teikningar og skúlptúrar í
aðalhlutverki.
partíbúðin pippa Með
blöðrulottó
Partíbúðin Pippa
m u n p o p p a
upp í tískuvöru-
v e r s l u n i n n i
Kiosk, Ingólfs-
stræti, og verða
vel valdar vörur af
vefversluninni Pippa.is til sölu í
Kiosk yfir daginn. Viðburðurinn er
því tilvalinn fyrir þá sem eru að fara
að halda partí um kvöldið. „Á milli
klukkan 17.00 og 19.00 munum
við kynna hinn æsispennandi leik;
Blöðru lotterí, sem er leikur sem við
Kiosk- og Pippumeðlimir fundum
upp á í sameiningu,“ segir Erna
Hreinsdóttir, eigandi Pippu. „Við
munum fylla eitt horn búðarinnar
af blöðrum og í nokkrum þeirra
leynast veglegir vinningar. Það er
aðeins ein leið til að komast að því
hvort vinningur sé í blöðrunni og
það er að sprengja hana. Við erum
spenntar að kynna nýstárlegan
samkvæmisleik til sögunnar.“
1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R58 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð
Lífið
1
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
8
4
-0
D
9
0
1
D
8
4
-0
C
5
4
1
D
8
4
-0
B
1
8
1
D
8
4
-0
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K