Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 37
LIÐIR Kollagenrík blanda úr hafinu sem verndar liði, bein og brjósk. Inni- heldur D3 og C-vítamín, túrmerik og mangan fyrir aukna virkni. Notkun: 4 hylki á dag, takist inn með mat. 100% Vatnsrofin þorskprótín sem stuðla að vexti og viðhaldi vöðvamassa. Notkun: Í ræktinni: 3 hylki rétt fyrir æfingu og 3 hylki strax eftir æfingu. Fyrir þá sem eru að hugsa um að viðhalda vöðvamassa: 2-3 hylki tvisvar á dag. LÉTT Seðjandi blanda af glúkomannan, fiskprótíni og krómi. Notkun: 2-3 hylki tekin inn með vatni 30 mínútum fyrir máltíð. Protis Fiskprótín fæðubótarefni eiga sameiginlegt að innihalda vatnsrofin þorskprótín sem unnin eru úr afskurði sem myndast við flakavinnslu á þorski,“ útskýrir Hólmfríður sem hóf þróun sína á þorskprótíni þegar hún tók við rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein. Þá vann einn sérfræðingur hjá Iceprotein en í dag starfa þeir sex hjá Hólmfríði sem tekið hefur þróunina föstum tökum. Hefur Iceprotein meðal annars tekið þátt í að þróa nýja kæliaðferð fyrir ferskan fisk um borð í togaranum Málmey. „Það er lykilatriði að kæla fiskinn frá upphafi, hvort sem hann er ætlaður í flaka- eða prótínvinnslu, og eingöngu notað undirkælt hráefni við vinnslu á Protis þorskprótíninu,“ upplýsir Hólmfríður. Hrein, íslensk náttúruafurð Hólmfríður stofnaði Protis árið 2015, þegar þróunarvinna við framleiðsluferli þorskprótíns var vel á veg komin. Fæðubótar- lína Protis Fiskprótíns fór síðan á markað í febrúar 2016. „Fiskprótín var lítt þekkt í fæðu- bótarefnum og því var enginn að bíða eftir því. Við höfum því lagt mikið undir í markaðs- og sölu- starf og ætlum okkur að auka það enn frekar,“ segir Hólmfríður. „Við erum því rétt að byrja og undirbú- um nú útflutning samhliða því að þróa fleiri vörur sem byggja á hrá- efni úr íslenskum þorski. Tækifærin eru mikil þar sem um er að ræða 100 prósent íslenska framleiðslu úr hreinu, náttúrulegu hráefni.“ Prótín er eftirsótt hráefni í fæðu- bótarvörur enda mikilvægasta næringarefnið fyrir vöxt og viðhald líkamans. „Prótín í fæðubótarefni er oftast unnið úr mysu eða plöntum. Hráefnið verður til í eldi þar sem aðstæðum er stýrt og ekki hjá því komist að nota efni á borð við skor- dýraeitur og sýklalyf. Í samanburði eru aðstæður í hafinu við Ísland eins náttúrulegar og best verður á kosið og því er villtur, íslenskur þorskur 100 prósent hrein nátt- úruafurð,“ útskýrir Hólmfríður um prótín Protis fæðubótarefnanna. Hreyfanleiki er lífsgæði Þorskprótín Protis er framleitt á einstakan hátt. Til að rjúfa prót- ínin er notað íslenskt vatn, ásamt ensímum, og á þann hátt verða til svokölluð vatnsrofin prótín. „Vatnsrofin prótín eru talin hafa marga heilsusamlega eiginleika og þau nýtast líkamanum betur en hefðbundin prótín þar sem búið er að rjúfa þau. Því fara þau mun fljótar í gegnum meltingarveginn og inn í blóðrásina,“ útskýrir Hólmfríður. Vatnsrofin prótín eru oft kölluð „fast acting protein“ og þykja til- valin rétt fyrir æfingar og svo strax á eftir æfingum. „Þá eru vatnsrofin prótín talin hjálpa til við upptöku annarra næringarefna og þá sérstaklega steinefna. Því getur verið gott að taka vatnsrofin prótín með stein- efnum til að auðvelda upptöku til dæmis kalks og magnesíums og bæta þannig endurheimt,“ segir Hólmfríður. Til að byggja upp og viðhalda líkamlegum styrk og hreyfigetu þarf að gæta þess að næring og bætiefni innihaldi rétt byggingar- efni fyrir líkamann. „Protis Fiskprótín vörurnar stuðla að uppbyggingu og við- haldi vöðva, þau bæta heilbrigði liða, auðvelda þyngdarstjórnun og auka hreyfanleika. Því má segja að Protis Fiskprótín séu hreyfanleiki.“ Fæst í apótekum og matvöruversl- unum. Ævintýrið er rétt að byrja Skagfirðingurinn dr. Hólmfríður Sveinsdóttir lét drauma sína rætast þegar hún stofnaði nýsköp- unarfyrirtækið Protis og hóf framleiðslu og sölu á Protis Fiskprótín fæðubótarefnunum. Hvergi í heiminum nema á Íslandi eru framleidd fæðubótarefni úr vatnsrofnu þorskprótíni. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir segir Protis Fiskprótín vörurnar stuðla að uppbyggingu og viðhaldi vöðva, bæta heilbrigði liða, auðvelda þyngdarstjórnun og auka hreyfanleika. MYND/HARALDUR JÓNASSON 100% - Rannveig Guicharnaud, tvöfaldur Íslandsmeistari í þríþraut: „Bætir klárlega endurheimt eftir langar æfingar og keppnir.“ Liðir - Sigurður Ólafsson, keppandi í Iron Man: „Get stundað mína hreyfingu án verkja.“ KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 2 4 . ág ú S t 2 0 1 7 HeILSURÆKT 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -C B 4 4 1 D 8 F -C A 0 8 1 D 8 F -C 8 C C 1 D 8 F -C 7 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.