Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 39
KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 2 4 . ág ú s t 2 0 1 7 heILsURæKT Aðstaðan í hilton Reykjavík spa er stórglæsileg. Síðastliðið haust leið mér ekki nógu vel, ég var orðinn frekar þungur, stirður og luralegur. Ég hafði lesið um þessa 100 daga áskorun í einhverju blaðinu og þegar mér varð einn daginn litið á töluna 96 sem máluð er á einn vegginn í vinnunni til að minna á að fyrirtækið okkar hefur verið með sömu kennitöluna frá 1996, tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að taka áskoruninni og vera kominn í þessa fallegu tölu að henni lokinni, en ég var 110 kíló á þessum tíma,“ segir Gísli sem gerði gott betur og léttist um 18,6 kíló. Gísli þekkti til í Hilton Reykja- vík Spa þar sem hann hafði æft í þrjá mánuði árið áður. „Ég vissi því að hverju ég gekk í stöðinni. Vissi um gæði aðstöðunnar og hið góða og hlýja viðmót starfs- fólksins og þjálfaranna sem láta manni ávallt líða eins og maður sé velkominn. Enda upplifir maður heilmikla fjölskyldustemningu hér.“ Gísli léttist um 18,6 kíló á þessum hundrað dögum, fitupró- senta hans lækkaði um 8,8 prósent og ummálið um kviðinn minnkaði um 15 sentimetra. Þessi góði árangur varð til þess að hann sigraði í áskoruninni og hlaut að launum árskort í Hilton Reykjavík Spa. Inntur eftir því hvort þetta hafi verið erfitt svarar hann: „Ég var svo ákveðinn í þessu að þetta var ekkert mjög erfitt.“ Gísli fór alla leið og gerði til dæmis stórfelldar breytingar á mataræði sínu. „Ég tók út allt áfengi, brauð og mjólk, og miklu skipti að öll fjölskyldan var með mér í þessu og stundaði heilbrigðan lífsstíl í þessa 100 daga.“ Hann segir áskorunina hafa breytt lífsstíl sínum til frambúðar. „Þar vegur einna þyngst sú fræðsla sem ég fékk um mataræði. Manni var komið á rétta braut og í dag hugsa ég á hverjum degi um að borða rétt,“ segir Gísli sem æfir í stöðinni alla virka morgna. „Ég fer eftir prógrammi sem þjálfar- arnir bjuggu til fyrir mig og mæti á hverjum virkum degi klukkan sex. Þjónustan hér er æðisleg, maður fær handklæði þegar maður mætir og eftir æfingu getur maður farið í heita pottinn og fengið axlanudd. Maður mætir því mjúkur og fínn í vinnuna, tilbúinn í daginn,“ segir Gísli sem mælir með því að fólk nýti 100 daga lífsstílsáskorunina til að koma sér af stað í átt að betri lífsstíl. „Þetta virkaði fyrir mig og í dag er skrokkurinn allur annar.“ Frábær leið til að byrja Í september 2016 skráði hinn 55 ára gamli gísli Kristján Birgisson sig í 100 daga lífsstílsáskorun Hilton Reykjavík spa þar sem hann náði frábærum árangri. Í dag æfir hann fimm daga vikunnar og segir skrokkinn sjaldan hafa verið betri. Ný lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 4. september. Gísli og nokkrir af þjálfurunum í hilton Reykjavík spa sem hann segir afar faglega og hlýlega í viðmóti. MYND/eYþóR Frábær heilsulind hilton Reykjavík spa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu andrúmslofti. hilton Reykjavík spa hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar. Meðlimir fá aðstoð þjálfara í sal og aðgang að opnum tímum. þeir hafa aðgang að úti­ aðstöðu, heitum pottum og gufu, og fá herðanudd í pottum. þá fá þeir handklæði við komuna. Mælingar á 2 vikna fresti, þrjár matardagbækur, fróðleikur í hverri viku, þrír fyrirlestrar og matreiðslunámskeið. Leiðsögn í sal og persónuleg aðstoð. 1. verðlaun kvenna: 6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 124.830 kr. 1. verðlaun karla: 6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 124.830 kr. Aukaverðlaun: Nudd í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 12.900 kr. Við verðlaunum góðan árangur í lífsstílsáskoruninni Verð: 109.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tvö námskeið í boði: Kl. 06.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Kl. 17.30 mánudaga og miðvikudaga, 16.30 föstudaga Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 100 DAGAR Leiðin að betri lífsstíl 100 daga lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 4. september. 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -D F 0 4 1 D 8 F -D D C 8 1 D 8 F -D C 8 C 1 D 8 F -D B 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.