Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 66
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
Kr. 1.449.000,-
Z9oo
Útsölustaðir:
Hörpu / Laugavegi
R e y k j av i k R a i n c o at s - H V e r f i s g ö t u 8 2
w w w. r e y k j av i k r a i n c o at s . c o m - s í m i : 5 7 1 1 1 7 7
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða?
Iðnaðarmann
Bílstjóra
Bifvélavirkja
Þjónustufólk
Öryggisvörð
Lagerstarfsmann
Matreiðslumann
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R46 l í F I ð ∙ F R É t t A B l A ð I ð
Og e n n e i n n rapparinn kemur t i l l a n d s i n s . Í þetta sinn er það Future. Og enn einu sinni er það
rappari frá borginni Atlanta. Það
er engin tilviljun – enda hefur hin
suðlæga borg tekið við af New
York sem höfuðvígi rappsins í
Bandaríkjunum, og þar af leiðandi
í heiminum. Future er líklega lang
stærsti listamaðurinn sem kemur
frá þessari borg, allavega þegar
þessi orð eru skrifuð, enda hreyfast
hlutirnir hratt í rappheiminum.
Future er einn af þeim sem bjó til
rappstílinn sem er hvað vinsælastur
í heiminum í dag – stíll þar sem
söngur (sem sumir mundu kannski
kalla gól) er notað alveg jafn mikið
og gamla góða rappið sem við
þekkjum öll. Hjá Future snýst mest
allt um raddbeitingu; hvernig hann
skiptist á að góla, öskra og allt þar á
milli svo útkoman verður að röddin
hans verður frekar að hljóðfæri en
verkfæri til að koma einhvers konar
boðskap á framfæri – þó hann geri
það auðvitað líka, svona við og við.
Gárungarnir tala stundum um
að ferill Future sé tvískiptur – ferill
hans áður en hann gaf út mixteipið
Monster og ferill hans eftir það.
Hann hefur fjallað um þetta sjálfur,
hvernig hann skorti innblástur og
að allt hafi verið á leiðinni niður á
við í lífi hans. Líklega var það, eins
undarlega og það hljómar, skilnaður
hans við söngkonuna Ciara og
þunglyndi og vímuefnaneysla í
framhaldinu sem kveikti nýjan eld
undir tónlistarsköpun Future og
í framhaldinu vinsældum hans.
Nú fjalla lög Future að mestu um
níhílískan og gráan heim þar sem
eiturlyfjafíkn og þunglyndi ráða
ríkjum – og aðdáendurnir elska
þann „söguþráð“ þó að aðrir séu
nokkuð áhyggjufullir yfir því hvernig
muni ganga að viðhalda þessum
eyðileggjandi lífsstíl.
Future á sér þó mýkri hlið og
inn á milli trap rapp laga hendir
hann í hjartnæm popplög eins og
má sjá á nýjustu plötunni hans
HNDRXX, sem hann gaf út í sömu
viku og hann gaf út harkalegu
glæparappplötuna FUTURE. Báðar
þutu þessar plötur, og ég minni á
að þær komu út í sömu viku, beint í
fyrsta sætið á Billboard listanum og
er hann fyrsti listamaðurinn til að ná
þessum árangri. Það verður gaman
að sjá Future í höllinni í október.
stefanthor@frettabladid.is
Þunglyndi, læknadóp
og rappballöður
Rapparinn Future er enn einn stóri rapparinn frá Atlanta sem sækir
Ísland heim á árinu. Á þessu ári hefur hann komið tveimur plötum í
efsta sæti Billboard listans og á einn lang stærsta rappsmell ársins.
Það er vonandi að Future verði svona kampakátur í Laugardalshöllinni í október. nordicphotos/getty
Future og ciara skildu árið 2014
og hefur ferill hans legið upp á við
síðan.
StærStu Smellir
Future
Turn On the Lights (2012)
Move That Dope (2014)
Fuck Up Some Commas (2015)
Where Ya At ásamt Drake (2015)
Jumpman ásamt Drake (2015)
Low Life ásamt The Weeknd
(2016)
Mask Off (2017)
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
8
F
-E
8
E
4
1
D
8
F
-E
7
A
8
1
D
8
F
-E
6
6
C
1
D
8
F
-E
5
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K