Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
BMX strákarnir ásamt Atlasi Erni, umboðsmanni sínum. F.v.: Benedikt Benediktsson, Magnús Bjarki Þórlindsson og Anton Örn Arnarson sem heldur á syni sínum og umboðsmanni. MYNDIR/VILHELM
Sumarið er búið að vera mjög annasamt og skemmtilegt hjá strákunum í BMX BRÓS. Þeir
hafa tekist á við krefjandi verkefni
og sýningar um land allt og vakið
mikla athygli hvar sem þeir sýna.
„Við höfum ótrúlega gaman af því
að ferðast og fá sýningargesti til að
brosa. Þetta er rosalega góð leið
til að kynna sportið. Fram undan
eru fleiri sýningar, t.d. verðum
við um helgina á bæjarhátíðinni Í
túninu heima í Mosfellsbæ. BMX
æfingar hefjast svo hjá Brettafélagi
Hafnarfjarðar í haust þar sem við
munum sjá um kennslu,“ segja þeir
Benedikt Benediktsson, Magnús
Bjarki Þórlindsson og Anton Örn
Arnarson sem skipa BMX BRÓS
hópinn og eru á aldrinum 22-26 ára.
Fatastíll strákanna dagsdaglega
er einfaldur, þægilegur og í stíl við
BMX íþróttina. „Yfirleitt klæðist
ég frekar þröngum buxum, síðum
bolum og peysum, og þunnum
jökkum með kraga. VANS skór
koma sterkt inn og eru þeir góðir
dagsdaglega og á hjólinu. Þetta er
þessi klassíski skater-stíll,“ segir
Benedikt.
Anton segist örugglega vera
einn af fáum sem hafa aldrei átt
jakkaföt. „Ég klæðist yfirleitt
þröngum buxum, flannel skyrtum,
hlýrabolum. Auk þess hefur sítt
hár fylgt mér um ára bil sem hefur
aðgreint svolítið stílinn minn. Ég
er orðinn mun mínímalískari en
áður þegar kemur að fatakaupum.
Persónulega finnst mér mun betra
að eiga færri flíkur og vandaðar.“
Áhrif að utan
Magnús segist klæðast fötum sem
eru bæði þægileg og líta vel út.
„Fatastíllinn minn er svona „skater-
boy-look“. VANS eða miðlungsháir
Timberland skór verða oftast fyrir
valinu. Ég geng alltaf í þykkum
sokkum, yfirleitt frá VANS, sama
hvaða árstíð er. Buxur eru alltaf í
frekar lausu sniði, hvort sem það
eru gallabuxur eða aðrar. Síðan
vil ég hafa boli og peysur í síðu,
víðu og þægilegu sniði, t.d. eru
rúllukragapeysur vinsælar hjá mér.“
Þeir segjast ekki beint hafa
áhuga á tísku heldur reyni frekar
að klæðast fötum sem eru þægileg.
„Þetta eru þá þröngar buxur,
endingargóðir skór og síðir bolir
þannig að plömmerinn sé ekki úti
þegar við hjólum. Við fylgjumst
ekki mikið með tískunni en við
verðum fyrir óbeinum áhrifum
gegnum erlend BMX myndbönd.“
Viðburðarík ár
Það eru um tíu ár síðan BMX hjólið
fann þá félaga, eins og þeir orða
það, og þetta er búinn að vera
viðburðaríkur áratugur, sérstaklega
síðustu 3-4 ár. „Eftir því sem við
urðum betri, bylturnar harkalegri
og áhuginn meiri fór hjólið að
snúast fyrir alvöru. Samfara meiri
getu fóru alls kyns tækifæri að
poppa upp. „Við byrjuðum að
kenna á BMX hjól, hófum samstarf
við styrktaraðila, tókum þátt í
keppnum úti í heimi, lékum í
auglýsingum og bíómyndum.“
Árið 2015 tóku þeir þátt í Ísland
Got Talent þar sem þeir náðu
öðru sæti. „Í kjölfarið byrjuðum
við að ferðast um landið þvert
og endilangt og vorum með
adrenalínfullar BMX sýningar á
alls kyns hátíðum og viðburðum.
Fegurðin við þetta sport er frelsið
sem fylgir því. Við erum ekki
bundnir við tíma og staðsetningu
þegar við æfum okkur, hver og einn
hefur sinn stíl og mismunandi trikk
í pokanum. Þetta er adrenalínsport
sem gerir það bæði krefjandi og fær
hjartað til að slá hraðar.“
Eigið þið uppáhaldsverslanir? Við
höfum gaman af Erninum, Smash,
Mohawks og Rauðakrossbúðinni á
Akureyri. Í útlöndum verða „skate“-
og „secondhand“ búðir oftast fyrir
valinu.
Hverjir eru uppáhaldshönnuðir
ykkar? Það eru helst VANS, Nike,
Stussy, HUF, Neff og Under Armour.
Eyðið þið miklu í föt miðað við
jafnaldra ykkar? Nei, sáralitlu þar
sem við höfum fengið góða hjálp
frá styrktaraðilum okkar í gegnum
tíðina. Við erum afar þakklátir fyrir
það.
Eigið þið eina uppáhaldsflík?
„Ég verð að nefna argentínska
ponsjóið mitt og litríku úlpuna sem
ég gróf upp í Rauðakrossbúðinni á
Akureyri, segir Benedikt. „Það eru
ullarsokkarnir sem amma prjónaði
á mig, íslenska ullin svíkur aldrei.
Áður keypti ég stundum nýja flík,
henti henni inn í skáp og notaði
aldrei. Þeir tímar eru liðnir og nú
kaupi ég ekki flíkur nema ég viti
að ég hafi góð not fyrir hana,“
bætir Anton við. Uppáhaldsflík
Magnúsar er VANS vindjakkinn.
Bestu og verstu kaup ykkar?
„Bestu kaupin mín hingað til er
retró jakki sem ég keypti í Rauða
krossinum Akureyri á 500 kr.,“
segir Magnús sem einn svarar
spurningunni. „Verstu kaupin voru
örugglega þegar ég keypti mér
hettupeysu hérna heima á 17.000
kr. Engin hettupeysa ætti að kosta
17.000 kr.!“
Notið þið fylgihluti? Þeir eru
nokkrir, t.d. Tunnel eyrnalokkar,
sólgleraugu, hringir, gullkeðjur,
safarihattur frá Suður-Afríku,
hárteygja, úr, húðflúr og hjálmur.
BMX BRÓS sýna á morgun
föstudag á Hvalfjarðardögum og
í Mosfellsbæ á bæjarhátíðinni Í
túninu heima. Fylgjast má með
strákunum á Facebook.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Við höfum ótrúlega
gaman af því að
ferðast og fá sýningar
gesti til að brosa. Þetta er
rosalega góð leið til að
kynna sportið.
Netverslun á tiskuhus.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Nýjar haustvörur
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn-
dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal
að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Mannleg samskipti.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu
sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir.
Umsögn:
„Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands.
Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið
um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á
landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög
skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald-
snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem
kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á
landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman
á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik
og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa,
frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé
nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem
skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var
mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki.
Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466
pið 8-22
I
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn-
du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal
að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland.
Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
• Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Ma nleg samskipti.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu
sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldná , auk þes sem farið er í vettvangsferðir.
msögn:
„Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands.
Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið
um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á
landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög
skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald-
snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem
kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið -
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8- 2
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
U sögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð
vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og
áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila.
Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
0
-0
B
7
4
1
D
9
0
-0
A
3
8
1
D
9
0
-0
8
F
C
1
D
9
0
-0
7
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K