Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 26
Fótbolti Þór/KA er í frábærum málum á toppi Pepsi-deildar kvenna með átta stiga forskot þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Þegar lagt var af stað í vor var enginn að tala um lið Þórs/KA en eftir sigur á meistaraefnum Vals og Breiðabliks í fyrstu tveimur umferðunum hafa allir verið að elta norðankonur. Maður á bak við velgengni Þórs/ KA er þjálfarinn Halldór Jón Sig- urðsson sem breytti meðalliði í meistaralið á nokkrum mánuðum. „Feikilega öflugt skipulag og vinnu- samir leikmenn með bunka af hæfi- leikum,“ segir Halldór um lykilat- riðið á bak við árangurinn. Unnu mest í hugarfarinu „Þó að það sé mjög svipaður leik- mannahópur þá breytum við alveg um leikkerfi. Við höfum samt unnið hvað mest í hugarfarslegum þáttum. Það er það stærsta í þessu að mínu mati. Svo höfum við haldið áfram að vinna þá góðu vinnu sem hefur verið unnin hjá Þór/KA áður í þó nokkur ár. Stelpurnar hafa fengið flotta reynslu í gegnum fyrri þjálf- ara og hafa þróast vel. Svo höfum við bara haldið áfram með það og hjálpað þeim að verða enn þá betri,“ segir Halldór. Hann þjálfar nú knattspyrnukonur í fyrsta sinn. „Þetta var fyrst og fremst aðeins öðruvísi reynsla. Þó að þetta sé sjöunda árið mitt í meistaraflokks- þjálfun þá hef ég ekki áður verið með kvennalið í efstu deild. Það var ákveðin áskorun sem mig lang- aði að taka og ég sé alls ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög skemmti- legt og ég get alveg hugsað mér að vera áfram í þessu,“ segir Halldór. Þór/KA er með góða forystu og það er lítið eftir af mótinu. Það væri algjört klúður að missa af titlinum úr þessu. Svakalega góð staða „Staðan er svakalega góð en það er ótrúlega auðvelt að klúðra þessu. Það er miklu auðveldara en margir halda. Það er miklu auðveldara að klúðra hlutunum núna heldur en að klára þá. Það þarf að halda svaka- lega vel á spöðunum og halda ein- beitingu því það eru allir að keppast við að vinna efsta liðið og vera fyrsta liðið til að vinna okkur,“ segir Hall- dór og fram undan eru leikir við ÍBV og Stjörnuna. „Við erum að spila við lið í næstu tveimur leikjum sem eiga enn þá tölfræðilega möguleika á vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er eng- inn að segja mér annað en þau vilji reyna það. Það þarf að halda vel á spöðunum og klára þetta mót með glans,“ segir Halldór. Draumaleikmaður þjálfarans Það verður ekki erfitt að velja leik- mann ársins fari svo eins og allt stefnir í. Stephany Mayor hefur átt stórkostlegt sumar. Hafi hún verið góð í fyrra þá hefur verið rosaleg í sumar. „Hún er ótrúlega útsjónarsamur leikmaður, fljót og mjög líkamlega sterk. Hún er með tæknilega getu sem enginn annar leikmaður hefur á Íslandi. Svo er hún líka ótrúlega auðmjúkur og duglegur leikmaður. Hún sinnir varnarvinnunni mjög vel, sinnir sínu hlutverki alveg svakalega vel og fer vel eftir fyrir- mælum. Hún er draumaleikmaður þjálfarans í rauninni,“ segir Hall- dór. Mayor er þegar búinn að skora þremur mörkum meira en allt síðasta sumar og þá er hún líka að leggja upp fleiri mörk í sumar. „Hún hefur kannski kreist meira út úr sjálfri sér og við höfum reynt að hjálpa henni með það. Hún er klárlega að spila betur heldur en í fyrra. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að henni líður ótrúlega vel á Íslandi núna og enn þá betur fyrst að Bianca er með henni. Það hjálpar alveg hundrað prósent að hafa sálufélagann með sér á Íslandi. Þeim líður svakalega vel og þegar þér líður vel og ert á góðum stað þá getur þú gert enn þá betur í lífinu og í fótboltanum með,“ segir Halldór Hann er ánægðastur með hvað stelpurnar eru móttækilegar fyrir hans hugmyndum. „Aðalmálið í þessu öllu saman er að stelpurnar hafi trú á því sem er verið að gera, fari eftir því og skili því af sér. Það er auðvelt fyrir þjálfara að setja eitthvað upp en svo gera stelpurnar bara einhvern fjandann sem þær vilja. Þær eru ótrúlega góðar í að fara eftir hlutunum og trúa á það sem þær eru að gera. Þetta væri ekki hægt öðruvísi.“ segir Halldór að lokum. ooj@frettabladid.is Hjálpar að hafa sálufélagann hjá sér Halldór Jón Sigurðsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska kvennafótboltann. Í sínu fyrsta starfi í kvennaboltanum tók hann við liði Þórs/KA á miklum umbrotatíma og er langt kominn með að gera liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Vissulega hefur þó auðveldað starfið fyrir hann að hafa eina Stephany Mayor í sínu liði. „Auðveldara að klúðra þessu en margir halda,“ segir Halldór. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA fagnar einu marka liðsins hér á myndinni til vinstri en á myndinni til hægri má sjá Þórs/KA stelpurnar fagna marki Stephany Mayor. Bianca Sierra faðmar Stephany. FréttABlAðið/Ernir og EyÞór Flugeldasýning á Anfield er Liverpool komst í Meistaradeildina Í banastuði Emre Can skoraði í fyrsta skipti á ferlinum tvö mörk í leik og valdi rétta tímann fyrir það. Liverpool gekk frá leiknum gegn Hoffenheim með þremur mörkum á fyrstu 20 mínútunum og vann að lokum sannfærandi sigur, 4-1. Liðið er því komið í Meistaradeildina. FréttABlAðið/gEtty Það var ákveðin áskorun sem mig langaði að taka og ég sé alls ekki eftir því. Halldór Jón Sigurðsson Í dag 14.30 opna kanadíska Golfst. 17.50 leiknir r - Þróttur Sport 2 18.00 the northern trust Golfst. 20.00 Pepsi-mörk kvenna Sport 21.00 Búrið Sport ÁtJÁn dAgA FrÍ Að BAKi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag keppni á opna kanadíska mótinu sem fer fram í Ottawa í Ontario-fylki. Þetta er sautjánda LPgA-mótið hennar en það fyrsta síðan í byrjun ágúst þegar hún endaði mikla törn á opna breska. Ólafía er í ráshópi sem hefur leik klukkan 13.22 að ísl. tíma. Pepsi-deild kvenna Breiðablik - Haukar 7-2 Rakel Hönnudóttir 4, Berglind Þorvaldsd., Selma Magnúsd., Fanndís Friðriksdóttir - Vienna Behnke, Alexandra Jóhannsdóttir. Valur - Fylkir 3-2 19 Stig Á MÓti nBA-StJörnu tryggvi Snær Hlinason skoraði 19 stig og var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í gærkvöldi þegar liðið tapaði með 22 stigum á móti Litháen, 84-62, í síðasta undirbúnings- leik sínum fyrir EM. tryggvi fékk líka dýrmæta reynslu að glíma í leiknum við nBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas frá toronto raptors. 2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t U D A g U R26 s P o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K _ N ÝT T .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -F 7 B 4 1 D 8 F -F 6 7 8 1 D 8 F -F 5 3 C 1 D 8 F -F 4 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.