Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 40
Keila er ein af fjölmörgum íþróttum sem má æfa hjá ÍR. ÍR er sögufrægasta frjálsíþróttafélag landsins og einnig það öflugasta. Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) fagnar 110 ára afmæli á þessu ári en frá stofnun hefur félag- ið verið í fararbroddi íslenskra íþrótta og boðið upp á fjölbreytta möguleika til íþróttaiðkunar. Í dag er lögð áhersla á vandað yngriflokkastarf hjá ÍR þar sem allir fá verkefni við hæfi og keppnis- og afreksíþróttir á lands- og alþjóðamælikvarða. Öflug sveit um 150 þjálfara félagsins og á annað þúsund sjálfboðaliðar vinna stöðugt að framgangi um 2.700 iðkenda félagsins. Á komandi vetri býður ÍR upp á æfingar í tíu íþróttagreinum auk íþróttaverkefnis í leikskólum í Breiðholti, íþróttaskóla fyrir 2-5 ára, skokkhóp, þrekhóp og íþróttir fyrir eldri borgara. ÍR-ungaverkefnið er einstakt. Börnum í 1.-2. bekk býðst að æfa sex mismunandi íþróttagreinar hjá ÍR gegn einu æfingagjaldi. Með þessu móti geta börnin reynt fyrir sér í mörgum íþróttum samtímis eða flutt sig á milli íþróttagreina og fundið út hvað þeim hentar best. Frístundastrætó ekur á milli skóla/frístundaheimila og æfinga- staða með börnin sem taka þátt í verkefninu. Frístundaheimili er rekið í Austurbergi í tengslum við verkefnið þar sem börnin geta tekið þátt í frístundastarfi fyrir eða eftir æfingar sem fara fram á milli klukkan 15 og 17. Frjálsar ÍR er sögufrægasta frjálsíþrótta- félag landsins og það öflugasta á landinu um þessar mundir sem býður upp á æfingar fyrir 6 ára og eldri í Breiðholtsskóla og Laugar- dalshöll. Handbolti Handboltaæfingar fyrir 5 ára og eldri fara fram í Austurbergi, Selja- skóla og Breiðholtsskóla. Hjá ÍR hefur fjöldi landsliðsmanna alist upp og gert garðinn frægan. Körfubolti Körfuboltaæfingar fyrir 6 ára og eldri fara fram í Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Unnið er hörðum höndum að fjölgun og eflingu yngri flokka en ÍR-ingar hafa unnið fjölda Íslandsmeistaratitla bæði í karla- og kvennaflokki. Knattspyrna Uppbygging yngri flokka ÍR í knattspyrnu hefur verið mjög öflug á undanförnum árum með tilheyrandi fjölgun iðkenda. Boðið er upp á æfingar fyrir 5 ára og eldri í Austurbergi, Seljaskóla, Egilshöll og á ÍR-velli. Keila ÍR-ingar hafa á að skipa öflugustu keiludeild landsins með iðkendur frá 6 ára aldri á öllum getustigum sem æfa í Austurbergi og Egilshöll. Skíði Skíðadeild ÍR er með elstu skíða- deildum landsins með merka sögu að baki og afreksfólk í fremstu röð í dag. Æfingar fara fram í Laugardalshöll og í Blá- fjöllum fyrir 6 ára og eldri. Júdó Júdódeild ÍR er sú júdódeild landsins sem vex hvað hraðast um þessar mundir og býður upp á æfingar í ÍR-heimilinu fyrir 6 ára og eldri. Taekwondo Iðkendum í taekwondo hefur fjölgað hratt á sl. tveimur árum en æfingar fara fram í ÍR-heimil- inu fyrir 6 ára og eldri. Fimleikar Fimleikastarf hjá ÍR var endur- vakið fyrir þremur árum og æfingar fara nú fram í Breiðholts- skóla fyrir 5-10 ára. Karate Nýjasta íþróttin innan ÍR er karate þar sem iðkendum hefur fjölgað hratt frá því æfingar hófust haustið 2015 en æfingar fara fram í Austurbergi fyrir 5 ára og eldri. Nánari upplýsingar og skráning á www.ir.is eða í síma 587-7080. Margar íþróttir fyrir eitt æfingagjald hjá ÍR Fjölbreytt íþróttastarf í Breiðholti Þrjú íþróttafélög bjóða upp á æfingar í Breiðholti. Það eru ÍR, Leiknir og sundfélagið Ægir. Yngsta sundfólkið æfir í Breiðholtslaug. Leiknir er með lægstu æfingagjöld allra félaga í Reykjavík. Sundfélagið Ægir er með sund æfingar og sundnám-skeið í tveimur sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Yngstu hópar félagsins æfa í Breiðholtslaug en þeir eldri í Laugardalslaug. Yngstu sundmennirnir geta byrjað að æfa fjögurra ára í Gullfiskahópum, þá taka Bleikjuhópar við þar sem farið er nánar í sundaðferðirnar fjórar. Þar á eftir fara sundmenn í Laxa- og Höfr- ungahópa þar sem grunnatriðin eru fest í sessi og allir læra að taka þátt í sundmótum. Svo vaxa sundmenn og dafna og færast upp um hópa eftir aldri og getu þar sem lokamarkmiðið er að komast í Gullhóp. Einstaklega góð aðstaða er fyrir alla hópa í Breiðholti, þar æfa yngstu sundmennirnir í innilaug þar sem þjálfarar eru ofan í með hópunum og passa að allt gangi sem best. Þegar sundmennirnir verða eldri færast þeir í útilaugina og að lokum í Laugardalslaug sem býður upp frá- bæra innilaug þar sem æft er í 25 og 50 metra laug á milli daga. Sundfélagið Ægir er 90 ára gamalt félag og býr yfir gífurlegri reynslu í sundheiminum. Ægir hefur reglu- lega átt fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldann allan af sundmönnum í landsliði SSÍ, bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Ægir býr yfir framúrskarandi þjálfarateymi sem leggur allan sinn metnað í að sund- fólkinu okkar líði sem best, þyki gaman og nái góðum tökum á sund- íþróttinni sem er ein besta alhliða þjálfunin sem hægt er að fá. Skráning fer fram á skraningar@ aegir.is, einnig er hægt að hringja í 820-3156. Sundfélagið Ægir býður upp á sundþjálfun fyrir 4 ára og eldri Íþróttafélagið Leiknir var stofnað árið 1973 í Bergum, Fella- og Hólahverfi Reykjavíkur. Starfsemi þess fer öll fram í umræddu hverfi, á gervigrasvelli við Austur- berg 1, íþróttahúsinu við Austurberg og í íþróttahúsi Fellaskóla. Í félaginu er starfrækt knattspyrnudeild karla allt frá áttunda flokki til og með meistaraflokki. Kvennaflokkur er frá 6. flokki og upp í 3. flokk. Heildarfjöldi iðkenda og keppenda er nú um 250. Einnig rekur félagið hliðarfélag, KB, sem ætlað er Leiknismönnum á meistaraflokksaldri. Megintilgangur félagsins er að gefa ung- mennum kost á íþróttaiðkun í göngufæri frá heimili sínu. Íþróttafélagið rekur starfsemi sína í barnmörgu hverfi borgarinnar og er viðurkenndur félagsmótunaraðili í uppvexti barna í hverfinu. Markmið barna- og unglingastarfs íþrótta- félagsins er að barnaþjálfun sé ekki afreks- mannaþjálfun heldur grunnþjálfun fjöl- breyttra hreyfinga þar sem leikur, leikni og almenn ánægja eiga að skipa stærstan sess í þjálfuninni. Íþróttafélagið leitast því við að bjóða iðkendum upp á góða aðstöðu til þess að stunda knattspyrnu án þess að það bitni á æfingagjöldum félagsins. Félagið er með lægstu æfingagjöld allra félaga í Reykjavík og er félagið stolt af þeirri staðreynd. Stefnan er að öll börn hafi jafna möguleika á því að æfa knattspyrnu hjá félaginu, burtséð frá efna- hag eða þjóðerni. Iðkendur hjá félaginu eru af u.þ.b. 24 þjóðernum. Íþróttafélagið Leiknir fagnar fjölbreytileikanum og leggur áherslu á að vera miðstöð ólíkra hópa samfélagsins þar sem allir geta komið saman og notið sín í leik og starfi án landamæra. Leiknir leggur allt kapp á að vera fjölskyldufélag þar sem hverjum og einum er fagnað. Félag sem sam- einar ólíkt fólk í ástríðu sinni fyrir íþróttum, heilbrigði og öflugu félagsstarfi. Nánari upplýsingar og skráning á www.leiknir. com eða í síma 557-8050. Leiknir býður upp á fótbolta - æfingar í Efra-Breiðholti 10 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . áG ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RHeILSuRæKT 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -E 3 F 4 1 D 8 F -E 2 B 8 1 D 8 F -E 1 7 C 1 D 8 F -E 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.