Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 40

Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 40
Keila er ein af fjölmörgum íþróttum sem má æfa hjá ÍR. ÍR er sögufrægasta frjálsíþróttafélag landsins og einnig það öflugasta. Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) fagnar 110 ára afmæli á þessu ári en frá stofnun hefur félag- ið verið í fararbroddi íslenskra íþrótta og boðið upp á fjölbreytta möguleika til íþróttaiðkunar. Í dag er lögð áhersla á vandað yngriflokkastarf hjá ÍR þar sem allir fá verkefni við hæfi og keppnis- og afreksíþróttir á lands- og alþjóðamælikvarða. Öflug sveit um 150 þjálfara félagsins og á annað þúsund sjálfboðaliðar vinna stöðugt að framgangi um 2.700 iðkenda félagsins. Á komandi vetri býður ÍR upp á æfingar í tíu íþróttagreinum auk íþróttaverkefnis í leikskólum í Breiðholti, íþróttaskóla fyrir 2-5 ára, skokkhóp, þrekhóp og íþróttir fyrir eldri borgara. ÍR-ungaverkefnið er einstakt. Börnum í 1.-2. bekk býðst að æfa sex mismunandi íþróttagreinar hjá ÍR gegn einu æfingagjaldi. Með þessu móti geta börnin reynt fyrir sér í mörgum íþróttum samtímis eða flutt sig á milli íþróttagreina og fundið út hvað þeim hentar best. Frístundastrætó ekur á milli skóla/frístundaheimila og æfinga- staða með börnin sem taka þátt í verkefninu. Frístundaheimili er rekið í Austurbergi í tengslum við verkefnið þar sem börnin geta tekið þátt í frístundastarfi fyrir eða eftir æfingar sem fara fram á milli klukkan 15 og 17. Frjálsar ÍR er sögufrægasta frjálsíþrótta- félag landsins og það öflugasta á landinu um þessar mundir sem býður upp á æfingar fyrir 6 ára og eldri í Breiðholtsskóla og Laugar- dalshöll. Handbolti Handboltaæfingar fyrir 5 ára og eldri fara fram í Austurbergi, Selja- skóla og Breiðholtsskóla. Hjá ÍR hefur fjöldi landsliðsmanna alist upp og gert garðinn frægan. Körfubolti Körfuboltaæfingar fyrir 6 ára og eldri fara fram í Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Unnið er hörðum höndum að fjölgun og eflingu yngri flokka en ÍR-ingar hafa unnið fjölda Íslandsmeistaratitla bæði í karla- og kvennaflokki. Knattspyrna Uppbygging yngri flokka ÍR í knattspyrnu hefur verið mjög öflug á undanförnum árum með tilheyrandi fjölgun iðkenda. Boðið er upp á æfingar fyrir 5 ára og eldri í Austurbergi, Seljaskóla, Egilshöll og á ÍR-velli. Keila ÍR-ingar hafa á að skipa öflugustu keiludeild landsins með iðkendur frá 6 ára aldri á öllum getustigum sem æfa í Austurbergi og Egilshöll. Skíði Skíðadeild ÍR er með elstu skíða- deildum landsins með merka sögu að baki og afreksfólk í fremstu röð í dag. Æfingar fara fram í Laugardalshöll og í Blá- fjöllum fyrir 6 ára og eldri. Júdó Júdódeild ÍR er sú júdódeild landsins sem vex hvað hraðast um þessar mundir og býður upp á æfingar í ÍR-heimilinu fyrir 6 ára og eldri. Taekwondo Iðkendum í taekwondo hefur fjölgað hratt á sl. tveimur árum en æfingar fara fram í ÍR-heimil- inu fyrir 6 ára og eldri. Fimleikar Fimleikastarf hjá ÍR var endur- vakið fyrir þremur árum og æfingar fara nú fram í Breiðholts- skóla fyrir 5-10 ára. Karate Nýjasta íþróttin innan ÍR er karate þar sem iðkendum hefur fjölgað hratt frá því æfingar hófust haustið 2015 en æfingar fara fram í Austurbergi fyrir 5 ára og eldri. Nánari upplýsingar og skráning á www.ir.is eða í síma 587-7080. Margar íþróttir fyrir eitt æfingagjald hjá ÍR Fjölbreytt íþróttastarf í Breiðholti Þrjú íþróttafélög bjóða upp á æfingar í Breiðholti. Það eru ÍR, Leiknir og sundfélagið Ægir. Yngsta sundfólkið æfir í Breiðholtslaug. Leiknir er með lægstu æfingagjöld allra félaga í Reykjavík. Sundfélagið Ægir er með sund æfingar og sundnám-skeið í tveimur sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Yngstu hópar félagsins æfa í Breiðholtslaug en þeir eldri í Laugardalslaug. Yngstu sundmennirnir geta byrjað að æfa fjögurra ára í Gullfiskahópum, þá taka Bleikjuhópar við þar sem farið er nánar í sundaðferðirnar fjórar. Þar á eftir fara sundmenn í Laxa- og Höfr- ungahópa þar sem grunnatriðin eru fest í sessi og allir læra að taka þátt í sundmótum. Svo vaxa sundmenn og dafna og færast upp um hópa eftir aldri og getu þar sem lokamarkmiðið er að komast í Gullhóp. Einstaklega góð aðstaða er fyrir alla hópa í Breiðholti, þar æfa yngstu sundmennirnir í innilaug þar sem þjálfarar eru ofan í með hópunum og passa að allt gangi sem best. Þegar sundmennirnir verða eldri færast þeir í útilaugina og að lokum í Laugardalslaug sem býður upp frá- bæra innilaug þar sem æft er í 25 og 50 metra laug á milli daga. Sundfélagið Ægir er 90 ára gamalt félag og býr yfir gífurlegri reynslu í sundheiminum. Ægir hefur reglu- lega átt fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldann allan af sundmönnum í landsliði SSÍ, bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Ægir býr yfir framúrskarandi þjálfarateymi sem leggur allan sinn metnað í að sund- fólkinu okkar líði sem best, þyki gaman og nái góðum tökum á sund- íþróttinni sem er ein besta alhliða þjálfunin sem hægt er að fá. Skráning fer fram á skraningar@ aegir.is, einnig er hægt að hringja í 820-3156. Sundfélagið Ægir býður upp á sundþjálfun fyrir 4 ára og eldri Íþróttafélagið Leiknir var stofnað árið 1973 í Bergum, Fella- og Hólahverfi Reykjavíkur. Starfsemi þess fer öll fram í umræddu hverfi, á gervigrasvelli við Austur- berg 1, íþróttahúsinu við Austurberg og í íþróttahúsi Fellaskóla. Í félaginu er starfrækt knattspyrnudeild karla allt frá áttunda flokki til og með meistaraflokki. Kvennaflokkur er frá 6. flokki og upp í 3. flokk. Heildarfjöldi iðkenda og keppenda er nú um 250. Einnig rekur félagið hliðarfélag, KB, sem ætlað er Leiknismönnum á meistaraflokksaldri. Megintilgangur félagsins er að gefa ung- mennum kost á íþróttaiðkun í göngufæri frá heimili sínu. Íþróttafélagið rekur starfsemi sína í barnmörgu hverfi borgarinnar og er viðurkenndur félagsmótunaraðili í uppvexti barna í hverfinu. Markmið barna- og unglingastarfs íþrótta- félagsins er að barnaþjálfun sé ekki afreks- mannaþjálfun heldur grunnþjálfun fjöl- breyttra hreyfinga þar sem leikur, leikni og almenn ánægja eiga að skipa stærstan sess í þjálfuninni. Íþróttafélagið leitast því við að bjóða iðkendum upp á góða aðstöðu til þess að stunda knattspyrnu án þess að það bitni á æfingagjöldum félagsins. Félagið er með lægstu æfingagjöld allra félaga í Reykjavík og er félagið stolt af þeirri staðreynd. Stefnan er að öll börn hafi jafna möguleika á því að æfa knattspyrnu hjá félaginu, burtséð frá efna- hag eða þjóðerni. Iðkendur hjá félaginu eru af u.þ.b. 24 þjóðernum. Íþróttafélagið Leiknir fagnar fjölbreytileikanum og leggur áherslu á að vera miðstöð ólíkra hópa samfélagsins þar sem allir geta komið saman og notið sín í leik og starfi án landamæra. Leiknir leggur allt kapp á að vera fjölskyldufélag þar sem hverjum og einum er fagnað. Félag sem sam- einar ólíkt fólk í ástríðu sinni fyrir íþróttum, heilbrigði og öflugu félagsstarfi. Nánari upplýsingar og skráning á www.leiknir. com eða í síma 557-8050. Leiknir býður upp á fótbolta - æfingar í Efra-Breiðholti 10 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . áG ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RHeILSuRæKT 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -E 3 F 4 1 D 8 F -E 2 B 8 1 D 8 F -E 1 7 C 1 D 8 F -E 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.