Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 6
Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps 21. - 26. ÁGÚST HJÓLAÐU Í SKÓLAN N AFSLÁTTUR AF GÖTUHJÓLU M OG HYBRID HJÓ LUM OG KROSS RE IÐHJÓLAHJÁLMUM TRYGGÐU ÞÉR ALVÖRU HJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI!WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 30% Rútínan hefst á ný Sumarfrí skóla og stofnana renna sitt skeið á næstu dögum hafi þau ekki gert það nú þegar. Götur borgarinnar báru það með sér í morgunsárið í gær. Merktu það margir að umferðin hafi gengið örlítið hægar en daginn áður enda fleiri ökutæki að streyma á göturnar. En ef grámyglulegur hvers- dagsleikinn hræðir fólk er ávallt hægt að hugga sig við að aðeins fjórir mánuðir eru til jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NáttúruverNd  Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi  þeirra fyrir- tækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri,  verði fjármagnaðri úrbóta- áætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauð- synlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög nei- kvæð áhrif  á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna. Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndar- innar, þar sem hún var ekki fjár- mögnuð. Frestur til að skila fjár- magnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- litsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að aft- urkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem meng- unarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrir- tæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar sam- ræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. septem- ber munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráð- herra við fyrirspurn Óla Halldórs- sonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuld- bundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar.  „Hins vegar er ljóst að sveitar- stjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumál- um og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra. adalheidur@frettabladid.is Ferðaþjónusta við Mývatn í lausu lofti Starfsleyfi ferðaþjónustufyrirtækja við Mývatn verða afturkölluð verði úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki fjármögnuð fyrir fimmtánda september. Áætlaður kostnaður er hundruð milljóna. Skútustaðahreppur hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunina. viðskipti  Samanlagðar eignir rík- ustu tæknifrumkvöðla heims  eru nú í fyrsta sinn yfir einni billjón Bandaríkjadala samkvæmt nýjum lista Forbes yfir ríkustu starfsmenn tæknifyrirtækja. Eignirnar hafa hækkað um 21 prósent milli ára. City A.M. greinir frá því að sam- tals eiga tæknifrumkvöðlar á borð við Bill Gates, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos 1,08 billjónir dala, jafn- virði 114 billjóna króna. Gates, sem stofnaði Microsoft, er ríkastur og efstur á listanum en hann er metinn á 84,5 milljarða dala, þrátt fyrir að hafa gefið umtals- verðan hlut eigna sinna til góðgerð- armála síðustu áratugi. Bezos, stofn- andi Amazon, fylgir fast á eftir með eignir metnar á 81,7 milljarða dala. Zuckerberg, stofnandi Facebook, er svo í þriðja sæti. Rekja má aukinn auð hópsins til þess að gengi hlutabréfa í tækni- fyrirtækjum hefur almennt hækkað umtalsvert undanfarið. Á síðustu fjórtán mánuðum hefur gengi hlutabréfa í Facebook hækkað um 44 prósent, hlutabréf í Microsoft hækkað um 46 prósent og hlutabréf í Amazon um 27 prósent. – sg Ríkasta fólkið í tæknigeiranum aldrei ríkara Bill Gates, stofn- andi Microsoft 2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t u d A g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -D A 1 4 1 D 8 F -D 8 D 8 1 D 8 F -D 7 9 C 1 D 8 F -D 6 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.