Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 42
Ef fólk vill léttast hratt með aukinni hreyfingu þarf að taka mataræðið í gegn, best er að byrja á að sleppa sykri og gosdrykkjum. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . áG ú s t 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RheILsuRæKt Kaldur hafragrautur er frábær morgunmatur en ekki síður heppi- legt millimál og nesti fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst sísvanga krakka og unglinga. Ótal upp- skriftir eru til og í raun er hægt að nýta flesta ávexti, korn og fræ auk ýmissa mjólkurvara á borð við jógúrt, gríska jógúrt og AB mjólk í kaldan hafragraut. Hér er einföld og þægileg uppskrift frá matar- blogginu Ljúfmeti og lekkerheit. Grautinn má útbúa á sunnudags- kvöldi og eiga í ísskápnum fram á vikuna. Kaldur hafragrautur uppskriftin gefur um fimm skammta 2 dl tröllahafrar 1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita ½ dl graskersfræ 1 tsk. kanill ½ dl hakkaðar möndlur 2 ½ dl vatn smá salt Blandið öllu saman í skál, setjið lok yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt. Geymist í fimm daga í loft- þéttu íláti inn i í ísskáp. Heimild: www.ljufmeti.is. Hollur morgunmatur Stoðkerfisvandamál eru býsna algeng en þau geta lýst sér með stirðleika og verkjum, ekki síst í baki. Regluleg hreyfing í 150 mínútur á viku hefur góð áhrif á bakverki og einnig er gott að gera teygjuæfingar sérstaklega fyrir bakið. Gönguferðir, skrið- sund og jóga hefur reynst vel við bakverkjum, auk þess sem pílates hefur hjálpað mörgum. Ráð er að fá æfingaáætlun hjá sjúkraþjálfara og fá góða kennslu í hvernig gera á æfingar og teygjur. Kyrrstaða er slæm fyrir bakið og því mikilvægt að sitja aldrei lengi í einu, hvorki í vinnu né undir stýri og gæta þess að sitja rétt en ekki í keng. Bólgueyðandi lyf duga oft vel til að komast yfir verstu verkina en mikilvægt er að taka þau í samráði við lækna. Þá hafa heitir og kaldir bakstrar linað verki. Bakverkur lagast yfirleitt á nokkrum vikum eða mánuðum ef æfingar og teygjur eru gerðar samviskusam- lega. Bakverkinn burt Kyrrseta hefur slæm áhrif á stoð- kerfið og því er gott að standa upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ætlar þú að koma þér í heilsugírinn með haustinu? Stundum reynist tíminn ekki mikill en þetta er alltaf spurning um að finna smátíma fyrir sjálfan sig. Þegar tíminn er fund- inn, hvort sem hann er snemma á morgnana, í hádeginu eða eftir kvöld- mat kemst rútínan í gang. Eftir tvær vikur ætti hreyfingin að vera orðinn fastur liður. Þá er fólk farið að finna mun á orku og liðleika. Ágætt er að hreyfa sig þrisvar í viku, hvort sem það er ganga, hlaup, sund eða líkams- rækt í sal. Ef fólk vill léttast hratt með aukinni hreyfingu þarf að taka mataræðið í gegn, best er að byrja á að sleppa sykri og gosdrykkjum. Það getur verið mjög áhrifarík leið til að léttast. Sumir sleppa kolvetnum að auki, svo sem brauði, kartöflum og fleiru. Sagt er að fimmtán mínútna hreyfing á dag geti gert kraftaverk. Sleppið lyftunni og takið stigann er einfalt ráð. Öfgar eru aldrei til bóta en hreyfingin bætir bæði skap og andlega líðan. Gott er að taka vin með sér í göngu- túr. Félagsskapur og hvatning er alltaf til bóta. Svo er allt í lagi að verðlauna sig ef vel gengur. Hreyfing bætir skapið Um er að ræða HIIT (High intensity interval training) stöðvaþjálfun. M.a. notaðar róðravélar, Bosu, handlóð, stangir, ketilbjöllur, sandpoka o.fl. Allir þátttakendur verða að vera með MyZone púlsmæli og æfa á markvissu púlsálagi sem fylgst er með á skjá í salnum. Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja koma sér í súperflott form og eru til í átök, svita og puð. Tveir þjálfarar tryggja enn betri árangur þátttakenda. NÝTT! Glænýtt æfingakerfi fyrir konur og karla sem vilja taka hraustlega á í krefjandi æfingum. MYZONE Hefst 4. sept. Nánar á hreyfing.is Lorem ipsum Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S:4ö4-4000 - www.hreyfing.is 30.ágúst kl. 17:30 31.ágúst kl. 12:00 31.ágúst kl. 19:30 Kynningartímar Skráðu þig á www.hreyfing.is FRÍTT: 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K _ N ÝT T .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -F 7 B 4 1 D 8 F -F 6 7 8 1 D 8 F -F 5 3 C 1 D 8 F -F 4 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.