Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 39

Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 39
KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 2 4 . ág ú s t 2 0 1 7 heILsURæKT Aðstaðan í hilton Reykjavík spa er stórglæsileg. Síðastliðið haust leið mér ekki nógu vel, ég var orðinn frekar þungur, stirður og luralegur. Ég hafði lesið um þessa 100 daga áskorun í einhverju blaðinu og þegar mér varð einn daginn litið á töluna 96 sem máluð er á einn vegginn í vinnunni til að minna á að fyrirtækið okkar hefur verið með sömu kennitöluna frá 1996, tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að taka áskoruninni og vera kominn í þessa fallegu tölu að henni lokinni, en ég var 110 kíló á þessum tíma,“ segir Gísli sem gerði gott betur og léttist um 18,6 kíló. Gísli þekkti til í Hilton Reykja- vík Spa þar sem hann hafði æft í þrjá mánuði árið áður. „Ég vissi því að hverju ég gekk í stöðinni. Vissi um gæði aðstöðunnar og hið góða og hlýja viðmót starfs- fólksins og þjálfaranna sem láta manni ávallt líða eins og maður sé velkominn. Enda upplifir maður heilmikla fjölskyldustemningu hér.“ Gísli léttist um 18,6 kíló á þessum hundrað dögum, fitupró- senta hans lækkaði um 8,8 prósent og ummálið um kviðinn minnkaði um 15 sentimetra. Þessi góði árangur varð til þess að hann sigraði í áskoruninni og hlaut að launum árskort í Hilton Reykjavík Spa. Inntur eftir því hvort þetta hafi verið erfitt svarar hann: „Ég var svo ákveðinn í þessu að þetta var ekkert mjög erfitt.“ Gísli fór alla leið og gerði til dæmis stórfelldar breytingar á mataræði sínu. „Ég tók út allt áfengi, brauð og mjólk, og miklu skipti að öll fjölskyldan var með mér í þessu og stundaði heilbrigðan lífsstíl í þessa 100 daga.“ Hann segir áskorunina hafa breytt lífsstíl sínum til frambúðar. „Þar vegur einna þyngst sú fræðsla sem ég fékk um mataræði. Manni var komið á rétta braut og í dag hugsa ég á hverjum degi um að borða rétt,“ segir Gísli sem æfir í stöðinni alla virka morgna. „Ég fer eftir prógrammi sem þjálfar- arnir bjuggu til fyrir mig og mæti á hverjum virkum degi klukkan sex. Þjónustan hér er æðisleg, maður fær handklæði þegar maður mætir og eftir æfingu getur maður farið í heita pottinn og fengið axlanudd. Maður mætir því mjúkur og fínn í vinnuna, tilbúinn í daginn,“ segir Gísli sem mælir með því að fólk nýti 100 daga lífsstílsáskorunina til að koma sér af stað í átt að betri lífsstíl. „Þetta virkaði fyrir mig og í dag er skrokkurinn allur annar.“ Frábær leið til að byrja Í september 2016 skráði hinn 55 ára gamli gísli Kristján Birgisson sig í 100 daga lífsstílsáskorun Hilton Reykjavík spa þar sem hann náði frábærum árangri. Í dag æfir hann fimm daga vikunnar og segir skrokkinn sjaldan hafa verið betri. Ný lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 4. september. Gísli og nokkrir af þjálfurunum í hilton Reykjavík spa sem hann segir afar faglega og hlýlega í viðmóti. MYND/eYþóR Frábær heilsulind hilton Reykjavík spa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu andrúmslofti. hilton Reykjavík spa hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar. Meðlimir fá aðstoð þjálfara í sal og aðgang að opnum tímum. þeir hafa aðgang að úti­ aðstöðu, heitum pottum og gufu, og fá herðanudd í pottum. þá fá þeir handklæði við komuna. Mælingar á 2 vikna fresti, þrjár matardagbækur, fróðleikur í hverri viku, þrír fyrirlestrar og matreiðslunámskeið. Leiðsögn í sal og persónuleg aðstoð. 1. verðlaun kvenna: 6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 124.830 kr. 1. verðlaun karla: 6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 124.830 kr. Aukaverðlaun: Nudd í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 12.900 kr. Við verðlaunum góðan árangur í lífsstílsáskoruninni Verð: 109.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tvö námskeið í boði: Kl. 06.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Kl. 17.30 mánudaga og miðvikudaga, 16.30 föstudaga Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 100 DAGAR Leiðin að betri lífsstíl 100 daga lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 4. september. 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -D F 0 4 1 D 8 F -D D C 8 1 D 8 F -D C 8 C 1 D 8 F -D B 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.