Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.08.2017, Qupperneq 20
Ástkær bróðir okkar, Ingólfur Hauksson til heimilis í Þorláksgeisla 70, Reykjavík, lést á Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn. Ásta Kristín Sæmundsdóttir Normann Kjartan Sæmundsson Guðrún Sæmundsdóttir Gunnar Hauksson Ingibjörg Hauksdóttir Birgir Hauksson Frændi okkar og mágur, Pétur Elías Lárusson lést á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar nágrönnum, ættingjum, vinum og þeim sem önnuðust hann á gjörgæslu og deild 12E fyrir umhyggju og veitta aðstoð. Aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Helgi Pálmason frá Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 16. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Magnús Jónsson Ásthildur M. Kristjánsdóttir Unnur Jónsdóttir Karl Albert Manuelsson Pálmi Jónsson Margrét Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Anna Jónsdóttir Bröttugötu 4A, Borgarnesi, lést á Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi, laugardaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili. Guðmundur Pétursson Guðlaug Lára Guðmundsdóttir Ólafur Þór Valdemarsson María Erla Guðmundsdóttir Pétur V. Hannesson Pétur B. Guðmundsson Guðfinna Gísladóttir barnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sólveigar Tryggvadóttur Tryggvastöðum, Lindarbraut 27, Seltjarnarnesi. Steinunn Ásta, Tryggvi, Hjálmur Þorsteinn og fjölskyldur. Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ragnheiður Valtýsdóttir lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. ágúst 2017. Útförin mun fara fram í Seljakirkju mánudaginn 28. ágúst nk. kl. 13.00. Sigurður Þorleifsson Sveinn Valtýr Sveinsson Lísa Björg Ingvarsdóttir Bjarki Þór Sveinsson Laufey Unnur Hjálmarsdóttir barnabörn. Merkisatburðir 1895 Hið skagfirska kvenfélag er stofnað sem starfar síðar sem Kvenfélag Sauðárkróks. 1902 Sighvatur Árnason lætur af þingmennsku. Hann er þá rúmlega 78 ára, elstur þeirra sem hafa setið á Alþingi. 1958 Bandaríski leikstjór- inn og framleiðandinn Tim Burton fæðist. 1970 Stífla í Miðkvísl í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu er sprengd til að mótmæla stækkun Laxárvirkjunar. Samkomulag næst í Laxár- deilunni í maí 1973. 1991 Hvíta-Rússland lýsir yfir sjálfstæði frá Sovétríkj- unum. 2007 Valur vígir Vodafonehöllina. Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnaði Klassíska listdans-skólann árið 1993 og hefur verið skólastjóri síðan. En nú eru nýir tímar fram- undan því Guðbjörg Astrid hefur látið af störfum sem skólastjóri eftir 24 ár og við keflinu tekur danshöfundurinn og dansarinn Hrafnhildur Einarsdóttir. „Mig hefur alltaf langað að vinna að verkefnum sem eru flóknari og meira krefjandi en það sem við gerum með nemendum skólans, þó að við höfum alltaf sett upp ótrúlega mikilfengleg verk og flókna dansa með nemendum skólans. Þegar maður er í fullu starfi við að reka skóla, kenna mikið og sjá um allt í kringum skólann þá finnst ekki tími til að sinna öðrum verkefnum,“ svarar Guð- björg Astrid spurð út í þau tímamót sem hún stendur á. „Núna ætla ég að reyna að vinna í nokkrum stærri dansverkefnum. Þetta snýst allt um dans og sumt af þessu er búið að vera draumur lengi, alveg frá því áður en ég opnaði skólann. Það er von- andi að sú ósk verði að veruleika í vor.“ Guðbjörg Astrid ætlar ekki að segja skilið við dansinn né Klassíska listdans- skólann þó að hún verði ekki áfram skólastjóri. „Ég er ekkert hætt. Ég verð alveg viðriðin skólann þó ég sé ekki í daglegum rekstri og ég kem til með að kenna eitthvað áfram. Það eru vissir hlutir sem ég ætla að halda utan um með Hrafnhildi í skólanum því þetta er mikið prógramm sem skólinn býður upp á. Ég er sko ekkert farin,“ segir Guð- björg Astrid með bros á vör. Guðbjörg Astrid segir mikla breyt- ingar hafa átt sér stað síðan skólinn var stofnaður fyrir 24 árum. „Við stofnun skólans var ég með rúmlega 40 nem- endur, sem er góð byrjun. Þá var ég eini kennarinn og var það fram eftir. Svo seinna fékk ég aðstoð tveggja elstu nem- enda skólans og í rauninni fæ ég ekki almennilega hjálp fyrr en árið 2006. Þá stofnaði ég framhaldsbrautina.“ Rekstur skólans hefur greinilega verið mikil vinna fyrir Guðbjörgu Astrid. Þetta byrjaði meira að segja þannig að hún saumaði alla búninga sjálf. En í dag nýtur Guðbjörg Astrid góðrar aðstoðar en heldur áfram utan um búningana fyrir sýningar. „Búningahlutinn er stór þáttur í sýningum okkar, það er mikil- vægt að allir séu í réttum klæðum þegar verið er að dansa,“ útskýrir Guðbjörg Astrid sem fékk áhuga á dansi snemma á lífsleiðinni. „Ég fæ áhugann þegar ég er bara sex ára og byrja í ballettskóla þegar ég er átta ára. Og síðan þá hefur þetta alltaf verið partur af mér. Þetta er mikið áhugamál og mér þykir mjög vænt um það sem ég er að gera. Svo þykir mér mjög gaman að sjá nemendur mína vaxa og finna sig í danslistinni, eða bara einhverju öðru,“ segir Guðbjörg Astrid. Það eru nýir tímar fram undan hjá Guðbjörgu Astrid og Klassíska listdans- skólanum en skólinn mun halda áfram að sinna sínu metnaðarfulla starfi með dansnámi frá þriggja til 15 ára og fram- haldsbraut í listdansi fyrir 16 ára og eldri. Til viðbótar verður boðið upp á opna braut sem er undirbúningsnám fyrir þá sem ekki hafa nægilegan bak- grunn í dansi til að komast inn á fram- haldsbraut. gudnyhronn@365.is Nýir tímar fram undan eftir 24 ár sem skólastjóri Guðbjörg Astrid Skúladóttir, fyrrverandi skólastjóri Klassíska listdansskólans, stendur á tímamótum því nýverið lét hún af störfum sem skólastjóri eftir 24 ár í starfi. Guðbjörg Astrid fékk snemma áhuga á dansi og síðan þá hefur líf hennar snúist um dansinn. Guðbjörg Astrid Skúladóttir (t.v.) lætur af störfum sem skólastjóri Klassíska listdansskólans og Hrafnhildur Einarsdóttir tekur við. Ég er ekkert hætt. Ég verð alveg viðriðin skólann þó ég sé ekki í daglegum rekstri og ég kem til með að kenna eitthvað áfram. 2 5 . á g ú s T 2 0 1 7 F Ö s T U D A g U R18 T í m A m ó T ∙ F R É T T A B L A ð i ð tímamót 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -C F 3 C 1 D 9 1 -C E 0 0 1 D 9 1 -C C C 4 1 D 9 1 -C B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.