Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 22
Lilja var lengi vel fyrirliði Stjörnunnar í fótbolta. Hún annaðist sömuleiðis þjálfun yngri flokka. Lilja keppti fjórum sinnum í fitness. Hún endaði þrisvar á verðlaunapalli og einu sinni í fjórða sæti. Við vitum öll að hreyfing og hollt mataræði skiptir sköpum fyrir heilbrigt og gott líf en fæwrri vita nákvæmlega af hverju og hvaða ferlar liggja þar að baki. „Læknar og fræðimenn liggja á ýmsum vísindauppgötvunum og sem eiga mikið erindi við almenning en oft dregst það á langinn að þær komist til skila. Icelandic Health Symposium, sem stendur á bak við alþjóðlegar heilsuráðstefnur á Íslandi, leitast við að brúa það bil og er ég afar þakklát fyrir að fá tæki- færi til að leggja mitt af mörkum,“ segir Lilja. Samtökin stóðu fyrir ráðstefnunni Foodloose í fyrra en þar fjölluðu hinir ýmsu fræði- og áhugamenn um nýjustu uppgötvanir tengdar mataræði og lífsstílssjúk- dómum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Who Wants to Live Forever en þar verður fjallað um áhrif lífsstíls á líkamann og hvað sé hægt að gera til að bæði lengja og bæta líf. Fyrirlesararnir í ár eru ýmist vísindamenn, læknar, næringarfræð- ingar eða lífsstílsráðgjafar. Lilja er eini Íslendingurinn á mælendaskrá. Keppti í fótbolta og fitness Áhugi hennar á lífefnafræði hófst snemma en hún tengir það við mik- inn íþróttaáhuga í æsku. Hún er alin upp í Stjörnunni, spilaði fótbolta með öllum unglingalandsliðunum og var fyrirliði liðsins um skeið. Hún þótti sömuleiðis vel byggð og var reglulega hvött til að fara í fitness. „Ég hlustaði nú ekki á það í fyrstu. Ég var líka með teina og gat ekki hugsað mér að flíka þeim á sviði. Ég losnaði við þá þegar ég var nítján og lét þá slag standa. Mér var bent á einkaþjálfarann Svavar Sigursteinsson í Betrunarhúsinu í Garðabæ. Þá voru sjö vikur í mót og hann kom mér á verðlaunapall,“ segir Lilja sem hafnaði í öðru sæti á sínu fyrsta móti. „Ég er heppin með byggingu og efnaskipti og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessu auk þess sem ég var í góðu formi fyrir.“ Lilja og Svavar hófu í kjölfarið sambúð og grínast stundum með að hún hafi aldrei þurft að borga. Þau hafa verið saman síðan, eru gift og eiga tvö börn. Samhliða íþróttaiðkuninni gekk Lilja í Fjölbraut í Garðabæ. „Ég hafði alltaf átt auðvelt með nám en hafði sérstakan áhuga á raungreinum,“ segir Lilja sem dúxaði í efnafræði á stúdentsprófi. Þaðan lá leiðin í lífefnafræði í Háskóla Íslands. Eitt stærsta vandamál samtímans Lilja fór fljótt að einbeita sér að efnaskiptum. „Sem íþróttamanneskja ertu alltaf að hugsa hvað þú getur borðað til að hafa orku fyrir og eftir æfingar, mót og leiki. Ég er sannfærð um að það hafi ýtt undir áhuga minn á að kafa ofan í þessi mál. Í lok námsins kynntist ég svo mólikúli eða sameind sem ég varð yfir mig ástfangin af. Hún kallast AMPK og skynjar hver orkan í frumunni er hverju sinni. Ef orkan er há slekkur hún á ferlum sem nota mikla orku. Ef hún er lág kveikir hún m.a. á fitusýruoxun til að ná henni aftur upp,“ útskýrir Lilja en þessi litla sameind varð til þess að áhugi hennar á sykursýki kviknaði. Lilja hélt næst í doktorsnám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið í UT Southwestern Medical Center í Dallas. „Ég valdi að fara þangað vegna þess að þar er mikið af prófessorum sem hafa stúderað efnaskipti og sykursýki. Þetta er líka flottur skóli með fjóra núlifandi Nóbelsverðlaunahafa við störf.“ Þar starfaði Lilja á rannsóknastofu sem rannsakar Beta-frumur. Þær búa til insúlín og eru menn að skoða af hverju þær gefast upp í sykursýki 2. „Ég hafði mikið velt fyrir mér fæðubótarefnum í tengslum við fitness-ferilinn minn og ákvað að skoða sérstaklega áhrif D-vítamíns á heilsu þessara frumna.“ Lilja lauk doktorsnámi 2011 en áhuginn á sykursýki hafði síður en svo dofnað. „Þetta er svo rosalega stórt vanda- mál. Ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem þjást heldur líka samfélagið og efnahag,“ segir Lilja en að hennar sögn er útlit fyrir að heilu samfélögin verði að endingu gjaldþrota vegna þessa eina sjúkdóms og afleiðinga hans. Raunveruleg þörf á hreyfingu Eftir að hafa skoðað frumurnar sem búa til insúlínið langaði Lilju að rannsaka vefina sem bregðast við því. „Þegar þú borðar hækkar blóð- Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Vera Einarsdóttir vera@365.is sykurinn. Beta-frumurnar skynja það og dæla insúlíni út í blóðið sem svo talar við vöðva, fitu, lifur og aðra vefi sem eru móttækilegir fyrir insúlíni og segir þeim að lækka glúkósann. Þannig virkar hringrásin. Mig langaði að kanna þetta nánar og valdi rann- sóknastofu við Duke University. Þar fór ég að skoða hvatbera í vöðvum en hvatberi er í raun orkuver hverrar frumu. Næringarefnum er dælt inn í hann og úr þeim býr hann til orku- ríkar sameindir sem keyra líkamann áfram. Ef hann er undir of miklu álagi hættir hann að virka sem skyldi og það getur aftur valdið insúlínónæmi.“ Að sögn Lilju sýna æ fleiri rannsóknir að bein tenging sé á milli virkni umrædds hvatbera, lífsstílssjúkdóma og öldrunar og er til mikils að vinna að halda honum heilbrigðum. Hún komst að því að með því að dæla meiri næringu en fruman notar inn í hvatberann safnast næringarefni upp og stífla hann. „Þetta er eins og að kasta spreki á bál. Það er nauðsynlegt svo það lifi en ef þú hendir heilum bunka á bálið slokknar það. Í þessu samhengi segir Lilja mikilvægt að inna af hendi vinnu á móti. „Þetta er eins konar ofeldi og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða kolvetni, prótein eða fitu. Ef næringarefnum er sífellt dælt inn í frumurnar en engin hreyfing kemur á móti fyllist hvatberinn af efnaskiptaefnum sem komast hvorki lönd né strönd. Við sjáum því á sameindagrunni hversu nauðsynlegt er að hreyfa sig,“ segir Lilja en bendir um leið á hversu stórt vandamál hreyfingarleysi er í nútímanum. „Ég æfi Bootcamp þrisvar til fjórum sinnum í viku sem þykir nú nokkuð gott. Að öðru leyti er ég kyrrsetumanneskja á rannsóknarstofu dögum saman. Þannig er það hjá okkur flestum.“ Lilja var tvö og hálft ár í Duke og náði að sögn flottri birtingu um áhrif þessarar samsöfnunar næringarefna í hvatberanum í Cell Reports. Henni bauðst síðar starf framkvæmdastjóra rannsóknar- og þróunar hjá Genís á Íslandi sem þróar fæðubótarefni og lækningatæki úr rækjuskel. „Þar áttaði ég mig enn betur á hvað hreyfing er mikilvæg. Ekki síst fyrir stoðkerfið enda leiddu rannsóknir okkar berlega í ljós að þar sem hreyfing og álag á beinagrindina er meira kemur bati fyrr í ljós.“ Lilja starfar nú að sérstöku beinaverkefni á Landspítalanum með prófessor Halldóri Jónssyni Jr. bæklunarskurðlækni. Ótrúlegt hvað líkaminn getur Lilja hefur kafað djúpt ofan í áhrif mataræðis og hreyfingar á heilsuna og segir í raun ótrúlegt hvað líkam- inn getur gert til að lækna sig sjálfur ef hann fær aðstæður og tækifæri til. „Mig langar mikið til að fræða fólk um það og leggja þannig mitt af mörkum til lýðheilsunnar. Því finnst mér ráðstefna eins og Who Wants to Live Forever ómetanleg.“ Lilja mun fjalla um hvað sé hægt að gera til að halda hvatberanum unglegum þrátt fyrir hækkandi aldur og hvernig skynsamleg hreyfing og hollt mataræði geti viðhaldið heil- brigðu stoðkerfi langt fram eftir aldri. En aðhyllist hún sjálf eitthvert ákveðið mataræði? „Ég hef farið á stranga kúra í kringum fitness- keppnir en komist að því að það hentar mér illa. Við erum öll ólík og hver og einn þarf að finna út hvað hentar honum. Ég vel að hafa nokkuð jafna skiptingu á milli pró- teina, fitu og kolvetna en reyni þó helst að sneiða hjá því síðastnefnda og borða þeim mun meira grænmeti. Ef það er einhver ein ráðlegging sem ég get gefið er það að forðast sætindi og einfaldan sykur. Hann gerir engum gott.“ Aðspurð segir Lilja ekki ólíklegt að hún leggi land undir fót á ný en hún hefur meðal annars verið í viðræðum við fyrirtæki sem hyggst þróa mæli- tæki byggð á blóðprufum sem gefa fólki vísbendingar um yfirvofandi sjúkdóma þannig að hægt sé að grípa inn í snemma í sjúkdómsferlinum. „Það er mikill þróun í þá átt í öldr- unarfræðunum en með slíkri tækni er fólk í raun komið með vísindalega ástæðu til að grípa inn í og breyta lífsstílnum.“ Ráðstefnan Who Wants to Live Forever verður haldin föstudaginn 8. september. Nánari upplýsingar er að finna á www.liveforever.is Lilja og Svavar, eiginmaður hennar, reyna hér við steinana í Dritvík ásamt sonunum tveimur. Framhald af forsíðu ➛ SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 NÝ SENDING MEÐ PEYSUM Sjáðu úrvalið í netverslun ww.curvy.is eða komdu í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -B B 7 C 1 D 9 1 -B A 4 0 1 D 9 1 -B 9 0 4 1 D 9 1 -B 7 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.