Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 78
Verslunin Ramen Lab á Grettisgötu í Reykja-vík vekur eftirtekt. Í versluninni sjá við-skiptavinir ferskar núðlur framleiddar í þar til gerðum vélum. Þar er einnig hægt að kaupa misoseyði og súrsað grænmeti, framandi sælgæti frá Japan, origamipappír og fallega keramik.  Að versluninni standa þau Kunsang Tsering og Erna Pétursdóttir. Fyrir reka þau veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu þar sem þau selja ramennúðlusúpur og -rétti. Kunsang nam listina að útbúa ramennúðlur og -seyði í Osaka í Japan. „Ramennúðlur og -súpur eru frá Japan. Fyrsti ramenstaðurinn var opnaður fyrir um hundrað árum í Tókýó. Í dag eru um 30 þúsund slíkir veitingastaðir í Japan,“ segir Kunsang og nefnir að ramensúpur geti verið afar misjafnar á milli landshluta í Japan. Seyðið sé í ýmsum útgáfum en súpurnar innihaldi allar seyði, núðlur, meðlæti, egg. Núðlurnar sjálfar eru gerðar úr eggjum og hveiti. „Við notum lífrænt hveiti, það sama og er notað í Brauð og co hér rétt hjá,“ segir Erna frá. Á Íslandi segir Kunsung vinsælastar ramensúpur með tontoksuseyði og kjúklingi eða svínakjöti og ramensúp- ur með misoseyði og kimchi (súrsað kál). Hann er hrifinn af íslensku hrá- efni. „Þegar ég fór til Japans að læra að gera ferskar núðlur tók ég sýni af fersku íslensku vatni með mér. Sýrustig vatns- ins skiptir miklu máli og íslenskt vatn er virkilega gott í ramennúðlur. Fersk íslenskt vatn, íslenskt salt og lífrænt hveiti verða að frábærri vöru sem er á engan hátt hægt að bera saman við þurrar pakkanúðlur,“segir Kunsang. Kunsang nefnir að mest krefjandi við gerð ramennúðla séu einmitt gæði núðlanna sjálfra. „Það var þess vegna sem við ákváðum að opna Ramen Lab, af einskærri nauðsyn. Seyðið þarf líka að vera í miklum gæðum. Fólk sem vill gera gott seyði með svína- eða kjúkl- ingakjöti þarf að sýna því verki þolin- mæði. En fyrir byrjendur þá mælum við með því að kaupa misogrunn hjá okkur í Ramen Lab. Þá tekur aðeins nokkrar mínútur að undirbúa gerð súpunnar og miso er líka mjög hollt.“ Erna tekur undir með  Kunsang að staðinn hafi þau opnað af nauð- syn.  „Þegar þú ert með lítinn veit- ingastað á borð við Ramen Momo og þú býrð á eyju, þá getur það skeð einn daginn að báturinn sem átti að færa þér núðlur til matargerðar missir úr ferð. Staðurinn átti upphaf- lega að vera vinnusvæði okkar en við ákváðum að besta leiðin til að sýna hvað við værum að gera væri að opna hann fyrir fólki. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og þótt ekki allir skilji hvernig eigi að elda núðlur þá finnst okkur gaman að kenna og leiðbeina fólki sem kemur til okkar,“ segir Erna. Erna og Kunsang nefna að núðlurn- ar sem þau framleiða séu bæði ódýrari og hollari kostur en þær sem fást í matvöruverslunum. „Við framleiðum ferskar og lífrænar núðlur og þær eru ódýrari en þær sem fást í matvöruversl- unum eða 183 krónur skammturinn,“ segir Erna. Hvað er gott að eiga í skápnum til að útbúa ramennúðlur? „Ef ætlunin er að gera súpu þá er gott að eiga seyði, núðlur og meðlæti svo sem kjúklingabringu, svínakjöt, rækjur, tofu eða eitthvað slíkt, egg og vorlauk. En svo er ágætt að muna að það þarf ekki endilega að bera núðl- urnar fram í súpu,“ segir Erna og þau Kunsang gefa lesendum uppskrift að núðlusúpu til að spreyta sig á heima. Japönsk matargerðarlist í sókn Verslunin Ramen Lab er ákaflega stílhrein og skemmti- lega uppsett. Núðlurnar eru gerðar nokkrum sinnum á dag. Framandi japanskt sælgæti sem gaman er að bragða á. Kit Kat með grænu tei. Forvitnilegt frá Japan, origamipappír, skemmtilegir matprjónar og fleira. Erna Pétursdóttir í Ramen Momo á Tryggvagötu. FRéTTabLaðið/aNToN bRiNK Heimalöguð ramennúðlusúpa: Meðlæti í súpu: Sjóðið kjúklingabringu með sneið af engifer og klípu af salti. Þegar bringan er soðin er hún skorin í sneiðar. Þú þarft aðeins 100 grömm í hverja súpuskál. Sjóðið egg í 8 mínútur og skerið það til helminga. seyði og núðlur: Hitið vatn að suðu í tveimur pottum. Í annan pottinn setur þú núðlurnar og sýður í eina og hálfa mínútu. Slökktu undir hinum pottinum, settu stóra matskeið af miso- grunni í vatnið og lokið yfir. Í súpuskálina: Hellið misoseyðinu í skál með núðlunum. Bætið kjúklingnum ofan á og soðna egginu til hliðar. Það er gott að bæta við grænum lauk. Kunsang Tsering og Erna Péturs­ dóttir hafa opnað nýstárlega verslun á Grettisgötu í Reykja­ vík. Staðurinn heitir Ramen Lab og þar eru seldar í fyrsta sinn ferskar ramen­ núðlur úr lífrænu hráefni framleiddar á staðnum. Fyrir reka þau veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu þar sem þau selja ramen­ núðlusúpur og ­rétti. Kunsang nam listina að útbúa ramennúðl­ ur og ­seyði í Osaka í Japan. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -C D 6 0 1 D D 2 -C C 2 4 1 D D 2 -C A E 8 1 D D 2 -C 9 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.