Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 6
Bandaríkin Lögreglan í Las Vegas hélt í gær áfram rannsókn sinni á árás Stephens Paddock á tónleika- gesti í Las Vegas. Paddock myrti 59 og særði 527 í árásinni sem er sú mannskæðasta í fjölmarga áratugi í Bandaríkjunum. Paddock, sem bróðir hans Eric lýsir sem trúlausum, ópólitískum og alls engum byssumanni, var með 23 byssur á hótelbergi sínu á Mandalay Bay hótelinu, en þaðan skaut hann niður á tónleikagesti. Þar að auki fannst fjöldi skotvopna og sprengja á heimili hans í Mesquite, Nevada. Fjöldamorðinginn var ekki á saka- skrá og lögregla hafði aldrei haft til- efni til að fylgjast með honum. Enn sem komið er hefur lögregla ekki fundið út hvers vegna Paddock ákvað að fremja glæpinn. Engin tengsl hafa fundist við alþjóðleg hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að Íslamska ríkið hafi fullyrt að Pad- dock væri á þeirra bandi. Nokkrir rannsakenda hafa haldið því fram að Paddock hafi lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Sam- kvæmt BBC hefur þó ekkert verið staðfest í þeim efnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því aftur á móti fram í gær að Paddock hefði verið „afar, afar veikur einstaklingur“. Hann hefði átt við mörg vandamál að stríða og yfirvöld væru að skoða málið ofan í kjölinn. Trump vildi ekki ræða hvort stæði til að herða byssulöggjöf en eftir því hafa Demókratar og fjölmargir aðrir kallað, bæði í kjölfar þessarar árásar en einnig um árabil. „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti krafta- verk. Lögreglan hefur unnið svo frá- bært starf en við munum tala um byssulöggjöf seinna.“ – þea Ástæða skotárásarinnar mannskæðu í Las Vegas er enn óljós Borgarbúar í Las Vegas minntust fórnarlambanna í gær. Nordicphotos/AFp Vísindi Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði voru veitt í gær. Verðlauna- hafar ársins eru þeir Rainer Weiss, Kip Thorne og Barry Barish. Munu þeir deila 117 milljóna króna verð- launafénu með sér þannig að Weiss fær helminginn en Thorne og Barish fjórðung hvor. Þremenningarnir eru verðlaunað- ir fyrir framlag sitt til smíði á mæli- tækjum sem námu þyngdarbylgjur í fyrsta sinn. Mælingin markaði tímamót í stjarnvísindum en Albert Einstein spáði fyrstur fyrir um til- vist þeirra fyrir um hundrað árum í afstæðiskenningu sinni. Olga Botner úr Sænsku vís- indaakademíunni sagði á blaða- mannafundinum þegar tilkynnt var um verðlaunahafa að mæling þyngdarbylgja opnaði glugga inn í alheiminn. Jafnframt biði nú fjöldi uppgötvana þeirra sem héldu rann- sóknum á bylgjunum áfram. – þea Fengu Nóbel fyrir að mæla þyngdarbylgjur spánn Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnu- daginn. Þá fóru fram kosningar í hér- aðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnu- stöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitísk- um ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuð- ust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mót- mælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmæl- endurnir á borða sem á stóð: „Her- námsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhald- andi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmæl- endur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmæl- enda einnig saman fyrir utan höfuð- stöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barce- lona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðis- stofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráð- herra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýð- ræðinu með því að halda kosning- arnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigde- mont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfs- stjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannrétt- indastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Kata- lóna. thorgnyr@frettabladid.is Áfram mótmælt og skellt í lás Verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í Katalóníu í gær. Mikill fjöldi mótmælti spænskum yfirvöld- um og áframhaldandi veru óeirðalögreglu í héraðinu. Forsætisráðherra Spánar vill að þingið haldi neyð- arfund svo ræða megi stöðuna sem uppi er en héraðsstjórnin hyggst lýsa yfir sjálfstæði á næstu dögum. Mikið mannhaf mátti sjá á háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Alls- herjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. Nordicphotos/AFp 770 matvöruverslunum var lokað vegna verkfallsins í Barcelona. Science through nature Liljonia Mjúk hylki við óþægindum í leggöngum. florealis.com Rosonia Froða við óþægindum á kynfærasvæði. Bandaríkin Fimmtán kúbverskum erindrekum var í gær gert að yfirgefa Bandaríkin. Ríkisstjórn Bandaríkjanna sagði í gær að ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að Kúbverjum mistókst að vernda bandaríska erindreka á Kúbu fyrir dularfullum hljóð- árásum. Kúbverjarnir hafa nú viku til þess að snúa aftur til föðurlandsins. Um vika er síðan Bandaríkjamenn köll- uðu erindreka sína heim frá Kúbu vegna árásarinnar en árásin dular- fulla olli veikindum rúmlega 20 Bandaríkjamanna. – þea Erindrekum Kúbu vísað frá Bandaríkjunum 4 . o k t ó B e r 2 0 1 7 M i Ð V i k U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -2 2 B C 1 D E 7 -2 1 8 0 1 D E 7 -2 0 4 4 1 D E 7 -1 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.