Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Stjórnmála- hreyfingar þurfa að senda frá sér skýr skilaboð um hvaða málefni þau ætla að setja á oddinn og hvernig þær sjá fyrir sér að móta íslenskt samfélag. Kosningataktíkin Það styttist óðum í kosningar og allir flokkarnir eru komnir á fullt í kosningabaráttunni. Og það er alveg ljóst að fólk er mishrifið af þeirri taktík sem frambjóðendur nota. Þannig hafði einn viðmælandi Frétta- blaðsins á orði að VG notaði aðferð Votta Jehóva þegar þeir gengu í hús til að safna með- mælum, á tímum þegar fólk vill frið með fjölskyldunni. Sigmundur Davíð hótar fjöl- miðlum málssókn, sem flesta rennur í grun að aldrei verði neitt af. Og Bjarni Benedikts- son birtir mynd af sér í köku- bakstri fyrir afmæli dóttur- innar. Má blessuð stúlkan ekki bara eiga kökuna sína í friði fyrir kjósendum? Óskir til Brynjars Það eru reyndar ekki bara kjósendur sem velta kosninga- taktíkinni fyrir sér. Fram- bjóðendur sjálfir staldra við. „Ég hef verið beðinn um að tjá mig sem minnst fyrir komandi átök og mín helstu verkefni í kosningabaráttunni verða nú kökubakstur og skreytingar. Jafnframt hefur verið óskað eftir því að ég pósti gömlum nektarmyndum af mér, helst fótósjoppuðum,“ sagði Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins á Facebook. Við tökum að sjálfsögðu ekki undir slíkar óskir. jonhakon@frettabladid.is Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarút- vegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauð- lindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrir- byggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum, er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðar- sýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því ein- staka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Græn framtíð Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Ef við látum verkin tala í umhverfis- málum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. 2017 12. október í 4 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . VALENCIA Helgarferð til Síðustu sætin! Frá kr. 44.995 m/morgunmat Að undanförnu hafa margir stjórnmála-menn látið í veðri vaka að það sé kjós-endum þung byrði að þurfa að ganga að kjörborðinu oftar en á fjögurra ára fresti. Að það sé baggi á landsmönnum að þurfa að fylgjast með stjórnmálaumræðu, móta sér skoðun, vega og meta hugmyndir, loforð og trú- verðugleika þeirra sem sækjast eftir völdum. Að það sé einhverjum ímynduðum stöðugleika fyrir bestu að setið sé fast á valdastólum þrátt fyrir trúnaðar- og siðferðis- bresti, auk hefðbundins dráttar á uppfyllingu kosninga- loforða. Allt er þetta auðvitað af og frá. Lýðræði og virk þátttaka í framgangi þess er engin byrði. Þvert á móti eru það mikilvæg og eftirsóknarverð mannréttindi. Mannréttindi sem okkur ber að virða með því að fylgjast með og taka þátt í umræðunni eftir því sem kostur er og taka ábyrgar og sjálfstæðar ákvarðanir út frá því. Fjölmiðlar gegna hér vissulega gríðarlega mikilvægu hlutverki og bera ábyrgð á því að umfjöllun sé vönduð og vel unnin en þó umfram allt rétt og skilmerkileg. Fjöl- miðlum ber að veita stjórnmálunum og valdinu aðhald með því að veita almenningi upplýsingar og á heildina litið verður ekki annað sagt um íslenska fjölmiðla en að það hafi verið tilfellið síðustu ár. Það þýðir samt ekki að það takist alltaf vel til og að engin mistök séu gerð. Fjárhagsleg staða frjálsra fjölmiðla, ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim, er erfið og því fylgir eðlilega aukið álag á fréttastofur. Það er auðvitað mál sem þarf að skoða sérstaklega en óháð því þurfa fjöl- miðlar að sjálfsögðu alltaf aðhald frá almenningi. Aðhald frá fjöldanum sem er hin raunverulega undirstaða lýð- ræðisins og á að gera kröfu um vandaða, ábyrga og rétta umfjöllun en auðvitað um leið vega það og meta hvað skiptir máli í lýðræðislegri umræðu og hvað ekki. Nú þegar við erum í aðdraganda kosninga er þetta sérstaklega mikilvægt og ábyrgð okkar allra mikil. Sá skammi tími sem er liðinn frá því við gengum síðast að kjörborðinu felur reyndar í sér spennandi tækifæri þar sem okkur ætti flestum að vera síðasta kosningabarátta og stjórnartíð fráfarandi ríkisstjórnar enn í fersku minni. Í því felst tækifæri fyrir okkur sem samfélag til þess að þroska og þróa stjórnmálaumræðu til betri vegar og beina henni að mikilvægum málefnum fremur en mis- hæfum stjórnmálaforingjum. Þannig á til að mynda færni þeirra í handavinnu, bakstri, íþróttum, tónlist eða öðru slíku, þótt það sé góðra gjalda vert, ekki endilega erindi inn í þessa umræðu. Það sem á hins vegar erindi í umræðuna er ójöfnuður- inn í samfélaginu, fjármálin, heilbrigðiskerfið, húsnæðis- kerfið, málefni aldraðra, velferðin, atvinnulífið, menntun, stjórnsýsla, mannúð og menning og öll þau málefni sem ráða því hvernig samfélag við ætlum að byggja á komandi árum og áratugum. Stjórnmálahreyfingar þurfa að senda frá sér skýr skilaboð um hvaða málefni þau ætla að setja á oddinn og hvernig þær sjá fyrir sér að móta íslenskt sam- félag. En stjórnmálamönnum sem treysta sér ekki til þess að setja málefnin í öndvegi, á kostnað síns persónulega ágætis, hlýtur ábyrgt lýðræði að hafna – öllum til heilla. Okkar ábyrgð 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -0 A 0 C 1 D E 7 -0 8 D 0 1 D E 7 -0 7 9 4 1 D E 7 -0 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.