Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.10.2017, Qupperneq 38
Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir Þurfa að nálgast Þær á bókasafni en söfnin eru svo fjársvelt að Þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og Það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Gerð Stærð Litir Fullt Afmælis verð verð Spa þvottapoki 15x21 5 litir 195 kr. 156 kr. Spa þvottastykki 30x30 5 litir 195 kr. 156 kr. Spa handklæði 40x60 5 litir 595 kr. 476 kr. Spa handklæði 50x100 5 litir 895 kr. 716 kr. Spa handklæði 70x140 5 litir 1.695 kr. 1.356 kr. Spa handklæði 90x170 5 litir 2.795 kr. 2.236 kr. Spa baðmotta 50x70 5 litir 990 kr. 792 kr. Okkar frábæru SPA handklæði eru ofin úr 100% tyrkneskri bómull. Sérstök aðferð við gerð handklæðanna gerir það að verkum að þau þerra einstaklega vel og veita þér þá mýkt sem þú átt skilið. LÚXUS HANDKLÆÐI á ótrúlegu verði Aðeins 19.950 kr. Brúnt PU-leður Stærð: 80x90 H: 105 cm. Fullt verð: 39.900 kr. POLO hægindastóll stóllinn Afmælis- 50% AFSLÁTTUR Afmælis Við eigum afmæli og nú er veisla Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði www.do rma.is Ný og b etri vefv erslun ALLTAF OPIN SPA handklæði, þvottapokar, þvottastykki og baðmottur 100% tyrknesk lúxusbómull 500 gsm 20% AFSLÁTTUR Afmælis Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslensk-unnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rit- höfundur, og er mikið niðri fyrir. Hann verður fundarstjóri á mál- þingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bóka- safnsstjórar, útgefendur og for- eldrar, allir sem koma að menntun barna mæti til okkar og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstand- endur þingsins: Samtök íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmennta- borg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bóka- safni en söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómynd- irnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dag- skrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heil- mikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Því lýkur með verðlauna- hátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun hann Sindri Bergmann Þórar- insson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsum- ræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga. Vekja athygli á gildi barnabóka barnabókin er svarið, er yfirskrift málþings um börn, lestur og mikilvægi barnabóka sem haldið er í ráðhúsi reykjavíkur í dag. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Gunnar Helgason segir að það sé vandamál hversu illa barnabækurnar skili sér til barnanna. Fréttablaðið/Eyþór 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r22 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð menning 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 6 -F B 3 C 1 D E 6 -F A 0 0 1 D E 6 -F 8 C 4 1 D E 6 -F 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.