Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 42

Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 42
MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Haustlitirnir Hvað er fallegra en haustlitirnir? Ljósmyndarar flykkjast út í hrönnum til að mynda laufin, auk þess sem varla finnst skemmtilegri stemm- ing en við það að ganga úti undir trjám á meðan laufum rignir niður í kringum mann. Blaðamaður þarf að halda aftur af sér til að henda ekki í eitt ljóð hérna, svo áhrifarík er haust- fegurðin. Sumarið á ekkert í þetta. Besti tími ársins til að borða og drekka Á sumrin borðar maður til að full- nægja grunnþörfunum og reynir að drífa sig sem allra mest við elda- mennskuna og borðhaldið til þess að komast aftur út í sólina, en á haustin er það miklu meiri athöfn sem fær meira pláss í lífi fólks. Hægeld- aðar kássur sem halda hita í köldum beinum, borðaðar undir teppi við kertaljós. Einnig má minnast á það að haustið er upphaf bætingatíma- bilsins hjá ræktarförum – hið svokall- aða „bulk season“. Líkamsræktarfólk fer í það að byggja upp vöðva fyrir næsta sumar og þá er haustið ákveð- in hátíð þar sem hinum hræðilega niðurskurði lýkur. Heitir drykkir eru normið og einhverjir missa sig yfir graskerskaffidrykkjum sem detta inn á markaðinn. Sjónvarpið verður gott aftur Enginn horfir á sjónvarpið á sumrin og því er ekkert í sjónvarpinu á sumr- in. Með haustinu koma nýjustu þætt- irnir á dagskrá og hellingur af fersku sjónvarpsefni til að horfa á – auk þess detta allir uppáhaldsþættirnir aftur í gang og loksins fær maður að sjá hvað gerist eftir unaðslega pirr- andi „cliffhanger“ síðasta þáttar. Veðursamviskubitið af dagskránni Veðursamviskubitið yfirgefur loksins hugi okkar Íslendinga og við getum hætt að finnast við þurfa að vera úti hverja einustu mínútu hvers dags. Skyndilega opnast nýr heimur af hangsi og fyrir allar eðlilegar mann- eskjur sem sækja í hita, þægindi og öryggi er það auðvitað alveg geggjað. Veðrið hættir að valda vonbrigðum Með veðursamviskubitinu fer líka þessi erfiða vonbrigðatilfinning sem fylgir alltaf íslenska sumrinu. Sumar- ið er aldrei nógu gott, hver rigning er eins og persónuleg árás frá almætt- inu og allir kvarta og kveina nánast stanslaust. Á haustin er veðrið milt, það er kannski kalt, líklega rigning, kannski smá gola – en það kemur engum á óvart. Snjórinn er ekki enn kominn og því er í raun allt eins og að sumri til nema bara örlítið kaldara og enginn ósáttur við það. Fötin koma upp úr kössunum Á haustin er loksins hægt að byrja að klæðast meiri- h l ut a f at a - skápsins aftur. Við Íslendingar eigum bara örfáar flíkur sem gætu talist sumarföt en meirihlutinn er auðvitað einhverjar hnausþykkar úlpur og önnur úti- vistarföt sem er aldrei hægt að vera í á sumrin. Karlmenn eru í stöðugum vandræðum með að geyma draslið sitt í sportlegu stuttbuxunum en hafa núna svona 20 vasa til að velja úr. Samanlögð áhrif haustsins Ef þessu er öllu splæst saman er haustið nánast besti tími ársins: Við getum, án þess að okkur líði illa eða verið með nokkurt sam- viskubit, hangið inni allan daginn í þykkri úlpu eða undir teppi, borðað skál af löðrandi feitri og kaloríuríkri kássu með kaffi- eða kakóbolla við höndina að horfa á ótrúlegan fjölda glænýrra og ferskra sjónvarpsþátta og kaupa glæný og hnausþykk föt á meðan svo að við þurfum aldrei að fara út úr húsi nema rétt svo til að kíkja á laufin. stefanthor@frettabladid.is Haustið er besti tími ársins Flestum finnst sumarið besti tíminn og fara alveg í kerfi þegar haustið mætir til að boða komandi vetur. Myrkur, kuldi og alvaran tekur við. En hér verður farið yfir af hverju þetta er besti tíminn. Það er fátt fallegra en haustlitirnir. Fréttablaðið/SteFán AFSLÁTTUR AF ÖLLU PARKETI 25% TIL 16. OKTÓBER Save the Children á Íslandi 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r26 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð Lífið 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 7 -2 2 B C 1 D E 7 -2 1 8 0 1 D E 7 -2 0 4 4 1 D E 7 -1 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.