Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.08.2017, Qupperneq 8
VIÐSKIPTI Ingólfur Bender, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er ein- ungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjár- festingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvern- ig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guð- mundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bank- inn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíral myndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengis- sveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. „Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripa- stefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabanka- stjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðla- bankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengis- sveiflum, fylgir ótti við aukna verð- bólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindr- að að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“ kristinningi@frettabladid.is Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Seðlabankann ekki ráða vel við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Miklar gengissveiflur fæli fjárfesta frá krónunni. Greinandi hjá Arion banka segir afar óljóst hvernig Seðlabankinn ætlar að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. FréttAblAðið/SteFán Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripa- stefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðla- bankastjóri hefur viður- kennt. Ingólfur Bender, hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins Skráning og frekari upplýsingar á opnihaskolinn.is – Almennir bókarar – APME verkefnastjórnun – Ábyrgð og árangur stjórnarmanna – Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur – Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni – Markþjálfun – PMD stjórnendanám – Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu – Stjórnendur framtíðarinnar – Stjórnendur í iðnaði – Stjórnendur í verslun – Stjórnendur í þriðja geiranum – Straumlínustjórnun – Verðbréfaviðskipti – Viðurkenndir bókarar – Vinnsla og greining gagna – Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar Námslínur í boði: Velkomin á kynningarfund fyrir lengri námslínur Opna háskólans í HR þann 29. ágúst kl. 9-12. Verkefnastjórar taka á móti gestum og boðið verður upp á léttar veitingar. Viltu efla þig í starfi? LaxeLdI Hafrannsóknastofnun hefur lokið við rannsókn á erfða- blöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Vís- bendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálkna- firði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnar- fjarðar. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Hafrannsóknastofnun. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatns- föll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika. Í rannsókninni var erfðablöndun könnuð meðal villtra laxa í nágrenni eldissvæða á Vestfjörðum. Einn- ig var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna. Samtals voru 701 seiði úr 16 vatns- föllum á svæðinu frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með fimm- tán örtunglum. -bb Erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp. FréttAblAðið/VilhelM Samfé Lag Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. Úkraína er lýðræðisríki og þar eru ekki stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Það er mat stofnunarinnar að almennt megi telja aðstæður í Úkra- ínu góðar og að fullnægjandi aðstoð og úrræði séu til staðar fyrir borgara landsins, þegar litið er til annarra svæða en átakasvæðanna í austur- hluta þess. Engum umsækjanda frá öðrum héruðum en þeim þremur sem undanskilin eru hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlend- ingastofnun. – bb Úkraína orðin örugg Það er mat stofnunar- innar að almennt megi telja aðstæður í Úkraínu góðar. 2,9 milljarðar er hrein gjaldeyris- sala Seðlabankans frá byrjun júní. 2 6 . á g ú S T 2 0 1 7 L a U g a R d a g U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T a B L a Ð I Ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -2 F C 8 1 D 9 4 -2 E 8 C 1 D 9 4 -2 D 5 0 1 D 9 4 -2 C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.