Fréttablaðið - 26.08.2017, Qupperneq 8
VIÐSKIPTI Ingólfur Bender, hagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir það
umhugsunarefni að á sama tíma og
Seðlabanki Íslands segist ætla að
grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og
draga úr flökti á gengi krónunnar
leyfi hann engu að síður genginu
að sveiflast umtalsvert innan dags.
Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í
gjaldeyrismálum.
„Mikið flökt krónunnar er ein-
ungis til þess fallið að fæla fjárfesta
frá því að halda fjáreignum sínum
í krónunni og draga þannig úr fjár-
festingu hér á landi. Til lengri tíma
litið kemur það niður á hagvexti,“
segir hann.
Stefán Broddi Guðjónsson, for-
stöðumaður greiningardeildar
Arion banka, segir enn óljóst hvern-
ig Seðlabankinn ætli að beita sér á
gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst
í þeim efnum á fundi Seðlabankans
á miðvikudag.
Á fundinum sagði Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri að
undanfarna mánuði hefði verið
„óvenju erfitt“ að greina á milli
flökts á gengi krónunnar og stefnu
gengisins. Hann tók fram að bank-
inn hefði fjórum sinnum gripið inn
í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní
og í öllum tilfellum til að stöðva
„spíral myndun“ á markaðinum.
Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna
bankans um að bankinn ætli að
beita sér gegn óhóflegum gengis-
sveiflum hafa margir greinendur
furðað sig á því af hverju bankinn
hafi ekki verið stærri þátttakandi á
markaði í sumar en raun ber vitni.
„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef
bankinn ætlar sér að fylgja inngripa-
stefnu sem dregur úr flökti en getur
ekki greint á milli flökts og stefnu
krónunnar, eins og seðlabanka-
stjóri hefur viðurkennt. Bankinn er
þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur.
Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðla-
bankinn er ekki í stakk búinn til
þess að tryggja meiri stöðugleika á
gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að
leita annarra lausna.“
Stefán Broddi segir að þær sveiflur
sem hafa verið á gengi krónunnar í
sumar hafi verið óhóflegar og að
bankinn hafi lítið beitt sér til þess
að draga úr þeim.
„Veikingu krónunnar, og ekki síst
ef hún á sér stað í miklum gengis-
sveiflum, fylgir ótti við aukna verð-
bólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn
hefur það að markmiði að halda
verðbólgu og verðbólguvæntingum
í skefjum er undarlegt að hann hafi
leyft svo miklum sveiflum lítt hindr-
að að eiga sér stað. Ég tala nú ekki
um í ljósi fyrri yfirlýsinga.
Svo er aftur annað mál hvort það
sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór
þátttakandi á gjaldeyrismarkaði.
Auðvitað er það ekki eitthvað sem
við erum að kalla eftir til langframa.“
Hann segir enn óskýrt hver stefna
bankans sé í þessum efnum. „Ég held
að bankinn sé einfaldlega að feta
ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði
nú þegar hann er hættur að byggja
upp gjaldeyrisforða og á meðan svo
er finnst honum eflaust ágætt að
niðurnjörva ekki næstu aðgerðir
sínar eða stefnu.“
kristinningi@frettabladid.is
Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans
Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Seðlabankann ekki ráða vel við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Miklar gengissveiflur
fæli fjárfesta frá krónunni. Greinandi hjá Arion banka segir afar óljóst hvernig Seðlabankinn ætlar að beita sér á gjaldeyrismarkaði.
Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. FréttAblAðið/SteFán
Það er í sjálfu sér
alvarlegt ef bankinn
ætlar sér að fylgja inngripa-
stefnu sem dregur úr flökti
en getur ekki greint á milli
flökts og stefnu krónunnar,
eins og seðla-
bankastjóri
hefur viður-
kennt.
Ingólfur Bender,
hagfræðingur Sam-
taka iðnaðarins
Skráning og frekari upplýsingar
á opnihaskolinn.is
– Almennir bókarar
– APME verkefnastjórnun
– Ábyrgð og árangur stjórnarmanna
– Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur
– Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni
– Markþjálfun
– PMD stjórnendanám
– Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu
– Stjórnendur framtíðarinnar
– Stjórnendur í iðnaði
– Stjórnendur í verslun
– Stjórnendur í þriðja geiranum
– Straumlínustjórnun
– Verðbréfaviðskipti
– Viðurkenndir bókarar
– Vinnsla og greining gagna
– Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar
Námslínur í boði:
Velkomin á kynningarfund fyrir lengri
námslínur Opna háskólans í HR þann
29. ágúst kl. 9-12.
Verkefnastjórar taka á móti gestum og
boðið verður upp á léttar veitingar.
Viltu efla þig
í starfi?
LaxeLdI Hafrannsóknastofnun
hefur lokið við rannsókn á erfða-
blöndun eldislax og náttúrulegs lax
í laxastofnum á Vestfjörðum. Vís-
bendingar um erfðablöndun mátti
greina í sex vatnsföllum og þar af
voru skýr merki í Botnsá í Tálkna-
firði og í Sunndalsá í Trostansfirði
sem er einn af innfjörðum Arnar-
fjarðar. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Hafrannsóknastofnun.
Aldursgreining á blendingum
tengdi erfðablöndunina við þekktar
göngur kynþroska eldislaxa í vatns-
föll á árunum 2014 og 2015. Gögnin
benda einnig til að erfðablöndun
hafi orðið árið 2012 en líkt og árið
2015 voru engar sleppingar laxa úr
sjókvíum tilkynntar þá. Greining á
skyldleika vestfirsku laxastofnanna
við aðra laxastofna á Íslandi bendir
til að þeir myndi sérstakan erfðahóp
og eru því líklega mikilvægir m.t.t.
líffræðilegs fjölbreytileika.
Í rannsókninni var erfðablöndun
könnuð meðal villtra laxa í nágrenni
eldissvæða á Vestfjörðum. Einn-
ig var skyldleiki stofna svæðisins
við aðra stofna á Íslandi kannaður
með samanburði við 26 laxastofna.
Samtals voru 701 seiði úr 16 vatns-
föllum á svæðinu frá Súgandafirði til
Rauðasands erfðagreind með fimm-
tán örtunglum. -bb
Erfðablöndun mátti
greina í sex vatnsföllum
Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi
bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp. FréttAblAðið/VilhelM
Samfé Lag Útlendingastofnun
hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að
undanskildum héruðunum Donetsk,
Luhansk og Krím, á lista yfir örugg
ríki. Úkraína er lýðræðisríki og þar
eru ekki stundaðar kerfisbundnar
ofsóknir gegn fólki.
Það er mat stofnunarinnar að
almennt megi telja aðstæður í Úkra-
ínu góðar og að fullnægjandi aðstoð
og úrræði séu til staðar fyrir borgara
landsins, þegar litið er til annarra
svæða en átakasvæðanna í austur-
hluta þess. Engum umsækjanda frá
öðrum héruðum en þeim þremur
sem undanskilin eru hefur verið
veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Útlend-
ingastofnun. – bb
Úkraína orðin örugg
Það er mat stofnunar-
innar að almennt megi telja
aðstæður í Úkraínu góðar.
2,9
milljarðar er hrein gjaldeyris-
sala Seðlabankans frá byrjun
júní.
2 6 . á g ú S T 2 0 1 7 L a U g a R d a g U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T a B L a Ð I Ð
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
4
-2
F
C
8
1
D
9
4
-2
E
8
C
1
D
9
4
-2
D
5
0
1
D
9
4
-2
C
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K