Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 30

Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 30
Hvers vegna kaupa Íslendingar færri bækur? Á síðustu sjö árum hefur bók-sala dregist saman um 43 prósent. Ýmsar tilgátur eru á lofti um hvers vegna bókamarkaður dregst saman. Virðisaukaskattur á bækur er tal- inn fæla frá kaupendur. Samkeppni við  snjallsíma, sjónvarp og kvik- myndir er meiri. Aðgengi að ann- arri dægurmenningu eykst með ári hverju og þá velja æ fleiri að hlusta frekar en lesa. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur telur Íslendinga lesa á annan hátt en áður. „Þeir lesa öðruvísi, meira af ein- földum texta með orðaforða upp á 70 orð eins og á Facebook og Trump notar, en minna af bókmennta- textum sem geyma dýpri hugsun og langtum meiri orðaforða.“ Hún hefur ekki áhyggjur af aðgengi Íslendinga að bókum og menningar- arfi. „Nei, aðgangurinn er ágætur en athyglin liggur í augnblikinu annars staðar. Það má kannski kenna það við athyglisbrest.“ Fólk sem les er spennandi „Einhvern tímann hefði ég svarað að við værum bókaþjóð en ekki endilega bókmenntaþjóð, að við keyptum og gæfum bækur, að við byrjuðum oft á bókum án þess endi- lega að ljúka við þær. Nú veit ég ekki hverju ég á að svara. Í lífsstílsþáttum sjást engar bækur og manni líður eins og í frystiklefa. Bókaormar eru samt víða.“ Auður Ava segir Íslendinga eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum. Og líklega meiri tíma en þá grunar. „Ég legg til að Íslendingar geri eftir- farandi tilraun. Að þeir byrji á því að skrá hvað þeir eyða miklum tíma á dag á samfélagsmiðlum, eins og á Facebook og að skrolla yfir frétta- miðla og bíða eftir nýuppfærðri frétt. Ég legg til að fólk geri það í einrúmi því það gæti fengið taugaáfall. Eins og fimm kókosbollur Sumir nota þetta sem eldsneyti til að viðhalda reiðinni. Ég held að þetta sé ein meginorsök spennu bæði í sam- félaginu og á heimilum. Og hvernig líður fólki á eftir? Eins og það hafi borðað fimm kókosbollur. Daglega. Það þýðir ekki að tuða í unglingnum ef þú ert sjálfur límdur við snjall- símann,“ segir Auður Ava sem hefur meiri trú á fyrirmyndum. „Það vekur forvitni og áhuga hjá börnum og unglingum að sjá for- eldri lesa. Sá sem les í eina klukku- stund á dag getur lesið 50 bækur á ári. Sumir lesa áður en þeir fara til vinnu á morgnana. Það er líka hægt að hafa ljóðabækur í hanskahólfinu og lesa þær í biðröðinni eftir bensíni hjá Costco. Menn verða að ákveða í hvað þeir ætla að eyða lífinu. Börn eru mjög hrifin af því þegar lesið er fyrir þau,“ segir Auður Ava og segist hafa orðið rithöfundur af að lesa. „Maður fær allt annan skilning á manninum, heiminum og manni sjálfum af að lesa. Sumar bækur þarf maður að vaxa upp í eins og einhver sagði og það er í lagi,“ segir Auður Ava og segir sögu af vini sem tók sé frí frá samfélagsmiðlum í sumar af því að hann langaði að lesa meira.  „Það merkilega var, sagði hann, að hann missti ekki af neinu. “ Eiríkur skreppur úr bænum … Aðspurð um það hvort íslensk stjórn- völd hafa staðið í stykkinu segir hún athyglisvert að stjórnvöld í stærri málsamfélögum bregðist við með því að styrkja bókmenntaútgáfu. Hér sé það líklega einn maður sem haldi uppi vörnum, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor. „Menn hafa áhyggjur af áhrifum enskunnar víðar en á Íslandi og í því sambandi er athyglisvert að skoða hvernig stjórnvöld í öðrum löndum bregðast við með því að styrkja bókmenntir og bókmenntaútgáfu. Í málsamfélögum sem telja jafnvel yfir hundrað milljónir er rekin mark- viss málverndunarstefna. Við erum hins vegar 333.000 manna örreytis- málsamfélag og mér sýnist að það sé aðallega einn maður, Eiríkur Rögn- valdsson prófessor, sem haldi uppi vörnum fyrir því að hér sé töluð og skrifuð íslenska. Ef hann skreppur út úr bænum, þá nota menn tæki- færið og skipta yfir í enskar auglýs- ingar. Það er nokkuð ljóst að íslenska ríkið þarf að hysja upp um sig bux- urnar. Að afnema virðisaukaskatt á bókum ætti að vera sjálfsagt mál í svo fámennu málsamfélagi. Það gæti verið fyrsta skrefið í átt að einhvers konar menningarstefnu.“ Snobbið að drepa menningu Stefán Máni rithöfundur telur vanda- málið  einfalt. „Almenningur hefur smám saman orðið afhuga íslensk- um bókmenntum. Samkeppnin frá snjalltækjunum er auðvitað ekkert að hjálpa en ef fólkið í landinu langar ekki að lesa eða hreinlega man ekki eftir því að bækur séu til, þá er bar- áttan erfið. Það eru vissulega margir sem lesa en ekki endilega íslenskar bækur. Að mínu mati er snobbið að drepa íslenska menningu, þá helst bókmenntir og kvikmyndir,“ segir Stefán Máni. Þurfum að leggja símanum og taka upp bókina Rithöfundar, útgefendur og bókaormar kryfja hrun íslenska bókamarkaðarins. Auður Ava Ólafsdóttir segir Íslendinga lesa á annan hátt en áður og haldna vissum athyglisbresti.  Útgefendur eru á einu máli um að stjórnvöld verði að setja sér skýra stefnu um aðgerðir. Ráð frá Bókasafni Kópavogs um lestur Ráð til að byrja að lesa meira l Taktu frá a.m.k. 30 mínútur á dag til að lesa eitthvað – settu það jafnvel á dagatalið. l Slökktu á sjónvarpinu. l Hafðu símann frammi, ekki á náttborðinu þar sem hann er freistandi. l Farðu fyrr upp í rúm á kvöldin með bók. l Hafðu með þér bók þegar þú ferð út úr húsi og lestu í strætó, á biðstofunni hjá lækninum eða á kaffistofunni í vinnunni. l Nýttu Rafbókasafnið og vertu með rafbók í símanum. l Skelltu hljóðbók í tækið í bílnum. l Skoðaðu Pinterest-síður um bókalestur – kannski finnur þú bók sem vekur áhuga! Að starta bókaklúbbi l Bjóddu nokkrum lestrar- hestum heim í hvítvín og bókaspjall. l Farðu á bókasafnið þitt og gefðu þig á tal við gesti sem þú sérð að hafa áhuga á sömu bókum og þú. l Stofnaðu leshring á Facebook. l Skoðaðu Good Reads eða Pinterest og finndu fólk sem hefur áhuga á svipuðum bókum. Að finna bókaklúbb l Talaðu við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk og fáðu að vera með í bókaklúbbnum sem þeir eru í. l Farðu á bókasafnið þitt og spyrstu fyrir um bókaklúbbinn þar. l Facebook! Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur. FRéttAblAðið/AntonbRink Ég legg til Að Íslend- ingAr geri eftirfArAndi tilrAun. Að þeir byrji á þvÍ Að skrá hvAð þeir eyðA miklum tÍmA á dAg á sAmfÉlAgsmiðlum... Ég legg til Að fÓlk geri þAð Í einrúmi þvÍ þAð gæti fengið tAugAáfAll. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is ↣ 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R30 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -0 D 3 8 1 D 9 4 -0 B F C 1 D 9 4 -0 A C 0 1 D 9 4 -0 9 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.