Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 80

Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 80
Endless Summer kom út í vor við góðar undirtektir. Ég held að þessi plata verði ekki mikið einlægari. Allavega lagði ég hjarta mitt og sálu í hana. Sóley Starri Freyr Jónsson starri@365.is SpringfieldIS Tónlistarkonan Sóley kemur fram á síðustu stofutón-leikum sumarsins á Gljúfra- steini á morgun, sunnudag. Þar mun hún flytja lög í akústískum búningi af þriðju breiðskífu sinni Endless Summer, sem kom út fyrr á þessu ári, auk eldri laga af fyrri breiðskífum sínum. Endless Summer hefur fengið góða dóma og viðtökur hér á landi og erlendis og er Sóley afar ánægð með viðtökurnar. „Ég er bæði mjög ánægð með plötuna og viðtökurnar. Mér fannst mjög gaman að lesa í einum plötudómi um hana, þar sem gagnrýnandinn frá blaðinu Nothing but Hope and Passion skrifaði: „… and in its unpretentious way one of the most important albums I can think of right now“. Og ég tengdi svo við þessa lokasetningu. Í heimi þar sem allt þarf að vera svo stórt, útávið og ópersónulegt þá er stundum gott að eiga sinn eigin heim í formi tónlistar eða í annars konar list fjarri öllu áreiti. Ég held að þessi plata verði ekki mikið einlægari. Allavega lagði ég hjarta Gott að eiga sinn eigin heim Þriðja breiðskífa Sóleyjar kom út í vor og var fylgt eftir með þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu. Á morgun, sunnudag, kemur hún fram á síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Í heimi þar sem allt þarf að vera svo stórt, útávið og ópersónulegt þá er stundum gott að eiga sinn eigin heim í formi tónlistar eða í annars konar list fjarri öllu áreiti. MYND/ANTON BRINK mitt og sálu í hana. Eftir útgáfuna fórum við í þriggja vikna Evróputúr í maí og í júlí þar sem við fengum rosa góðar viðtökur, það er búið að vera alveg yndislegt að spila þessa plötu. Fram undan eru svo fleiri tónleikar í fleiri heimsálfum.“ Með Sóleyju á morgun koma fram þær Þórdís Gerður Jónsdóttir sem leikur á selló, Sigrún Krist- björg Jónsdóttir fiðluleikari, Margrét Arnardóttir sem leikur á harmóníku og Katrín Helga Andr- ésdóttir sem syngur bakraddir. Margt á döfinni Hún segir Endless Summer vera akústískari en fyrri verk hennar. „Ég útsetti fyrir klarinett, selló, básúnu, flautu og harmóníku sem mér fannst mjög spennandi. Hún er mjög náttúruleg finnst mér og um leið fljót í smíðum. Ég nánast hristi lögin fram úr erminni og þegar ég var farin að rembast þá hætti ég að semja og fór bara beint í að útsetja, taka upp og klára. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt tónsmíðaferli.“ Margt er á döfinni hjá Sóleyju í vetur. „Í desember gef ég út plötu með með vinum mínum Sindra Má (Sin Fang) og Örvari Smára- syni úr múm. Við höfum verið að semja eitt lag á mánuði þetta árið og gefið það út. Það hefur verið ansi lærdómsríkt ferli að semja á ógnarhraða, taka upp, mixa, mastera og gefa út á einum mánuði. Ég er einnig að byrja með nýtt prójekt þar sem ég mun spila ein á harmóníku og syngja, öskra eða hvísla í lúppugræju. Svo mun þetta allt fara í gegnum einhverja effekta. Það er mjög erfitt að útskýra þetta verkefni og fólk fer alltaf að hlæja þegar ég segist vera að byrja með harmóníkuprójekt. Þetta hefur verið draumur minn í næstum tvö ár og loksins gefst smá tími núna. Þetta verður eitthvað mjög tilraunakennt. Síðan held ég tónleika í Mengi 29. september þar sem ég ætla að prófa þetta í fyrsta skipti og allir velkomnir í harmón- íkudraugalandið.“ Góð fyrirmynd Fyrsta breiðskífa Sóleyjar, We Sink, kom út árið 2011 og fjórum árum síðar kom Ask the Deep út. „Ég hef alltaf verið mikið á flakki síðan ég byrjaði í þessu tónlistarstússi. Ég eignaðist svo barn árið 2014, gaf út aðra breiðskífu mína árið 2015 og ferðaðist með hana um heiminn. Ég er bara mjög mikið að reyna að vera góð móðir og góð fyrirmynd fyrir dóttur mína, t.d. með því að ferðast um heiminn og spila. Þannig held ég að dóttir mín muni bersýnilega sjá að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að hún geti látið drauma sína rætast.“ Miðar á tónleikana eru seldir í safnbúðinni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, og kosta 2.000 kr. Mælt er með því að tónleika- gestir kaupi miða tímanlega og tryggi sér sæti þar sem það er frjáls sætaskipan í stofunni. Nánari upp- lýsingar má finna á Facebook-síðu Sóleyjar. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 4 -7 E C 8 1 D 9 4 -7 D 8 C 1 D 9 4 -7 C 5 0 1 D 9 4 -7 B 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.