Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 88

Fréttablaðið - 26.08.2017, Side 88
Hvernig fer? Hvernig fer? Eftir langa bið er komið að stóru stundinni þegar Floyd Mayweather og Conor McGregor munu mætast í hnefaleikabar-daga. Bardaginn var stað- festur í júní og verður hann sýndur í um 200 löndum. Mayweather, sem er einn besti boxari sögunnar, mun fá um 300 milljónir dollara fyrir að reima á sig hanskana en Írinn magn- aði og Íslandsvinurinn McGregor mun fá örlítið minna. Hann ætti þó að eiga fyrir salti í grautinn. Í gær voru um tvö þúsund miðar þó óseldir í T-Mobile höllina. Engu að síður er engan bilbug að finna á þeim sem sjá um bardagann. „Þetta er og verður stærsti bardagi í sögu bardagaíþrótta. Það munu milljarð- ar manna um allan heim horfa,“ lét Dana White hafa eftir sér í vikunni en hann er aðalmaðurinn í MMA. Upp- hæðirnar í kringum bardagann eru ótrúlegar. Trúlega mun bardaginn raka inn um 600 milljónum dollara og skila þannig mestum tekjum allra bardaga sögunnar. Mayweather er fertugur og einn allra besti boxari allra tíma. Hæfi- leikar hans innan hringsins eru óum- deildir og tölfræðin hans er glæsileg. Alls 49 sigrar og ekkert tap á 21 árs ferli. Ferill hans utan hringsins er þó það sem gerir hann að einum óvin- sælasta sigurvegara allra tíma. Hann hefur oft verið ásakaður um heimil- isofbeldi og þrisvar sinnum dæmdur til refsingar. Á fimm mánaða tímabili, milli áranna 2001 og 2002, játaði hann tvær ákærur á hendur sér en þremur var vísað frá. Samkvæmt Las Vegas Review-Journal mun hann hafa lamið Melissu Brim, móður elstu dóttur hans. Negldi hann bílhurð í kjálkann á henni, ýtti henni inn í bíl þar sem hann lét höggin dynja á henni. Hann var dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í 48 klukku- stundir og í tveggja sólarhringa stofu- fangelsi. Í nóvember 2003 var kappinn handtekinn eftir að hafa lamið tvær konur á næturklúbbi í Las Vegas. Hern eatha McGill bar vitni að Mayweather hefði kýlt hana og lamið vinkonu hennar, Köru Blackburn, í b a k i ð þegar hún r e y n d i að koma henni til a ð s t o ð a r . Dómarinn í málinu, Debo- rah Lippis, var h n e yk s l u ð á f r a m k o m u Mayweath- e r s í r é t t a r - salnum. „Þú ert kannski frábær og frægur boxari en það gerir þig ekki að góðri manneskju,“ sagði hún og bætti við að framburður Mayweat- hers væri einn sá ótrúverðugasti sem hún hefði nokkru sinni heyrt í réttarsalnum. Hann var dæmdur til að sinna 100 klukkustunda sam- félagsþjónustu en samdi sig út úr því árið 2008 með einhverjum hætti. Árið 2011 játaði hann að hafa lamið Josie Harris, barnsmóður sína. Harris hafði komið heim um 02.30 og fóru þau að rífast. Hún hringdi á lögregluna og yfirgaf Mayweather heimilið en kom til baka um þremur tímum síðar ásamt félaga sínum. Harris sagði við yfirheyrslur að hún hefði vaknað við að Mayweather var að skoða símann hennar. Hún hefði játað að vera að hitta annan mann og við það hefðu barsmíðarnar byrjað. Hann lamdi hana aftan í hnakkann, dró hana um húsið á hárinu og hótað henni lífláti. Tíu ára sonur þeirra hljóp út úr húsinu eftir hjálp en hann þurfti að komast yfir girðingu í bak- garðinum til þess að láta nágranna þeirra vita af ofbeldinu. Mayweather hafði tekið alla farsíma af heimilis- fólkinu og því gátu þau ekki hringt eftir hjálp. Hann þurfti  að fara í fangelsi, borga 2.500 dollara sekt, sinna 100 klukkutíma samfélagsþjónustu og sækja námskeið um heimilisofbeldi í heilt ár. Þrátt fyrir að vera aumingi utan hringsins er óumdeilt að May- weather er frábær boxari. Og merki- legt nokk hefur McGregor, sem hefur nú aldeilis látið ýmislegt flakka í aðdraganda bardagans, sleppt því að minnast á þessa hlið á andstæðingi sínum. Gunnar Nelson, fremsti bardaga- kappi Íslands og æfingafélagi McGre- gors til margra ára, benti á, í samtali við Fréttablaðið í vikunni að hann teldi að að McGregor eigi um 50 bardaga sem áhugamaður í hnefa- leikum og hann geti vel séð fyrir sér að Mayweather muni liggja rotaður í gólfinu. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ Ætlar að McRota Mayweather Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar að reyna að lumbra á Floyd Mayweather í bardaga. Ómögulegt er að spá um niðurstöðu en flestir vonast eftir sigri McGregors enda saga Mayweathers allt annað en falleg utan hringsins. Tómas Þór Þórðarsson Floyd vinnur á stigum. Conor fer hart af stað en Floyd verst því og vinnur svo öruggan sigur í, jú, íþróttinni sem hann hefur æft frá fimm ára aldri á móti gaurnum sem æfir hana ekki að staðaldri. Sóli Hólm Fyrir hnefa­ leika sem íþrótt vona ég að Mayweather vinni. Annað væri svo rosalega lélegt. Conor er að koma úr íþrótt þar sem má nota allt, nánast, meðan Mayweather hefur getað ein­ beitt sér að hnefunum allan sinn feril. Ef bardagaíþróttir væru tónlist, þá væri Mayweather óperusöngvari en Conor trúbador sem henti stundum í Nessun Dorma í góðu gríni en væri samt bestur ef hann fengi að strömma góðan Eagle Eye Cherry. Augljóslega gengi Mayweather betur á La Scala en væri full stífur á Hressó. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ég held auðvitað með McGregor og ég trúi því að hann roti May­ weather í fyrstu fjórum lotunum. Ef hann nær því ekki, þá vinnur Mayweather. Freyr Alexandersson Conor rotar Mayweather í þriðju lotu. Kannski meiri ósk­ hyggja heldur en annað. Conor er okkar maður, hef trú á okkar manni. Skemmtileg týpa. Henry Þór Reynisson Conor nær einni góðri vinstri sleggju og rotar hann ì 2. lotu. En ef þetta verða fleiri en fjórar lotur þá tekur Mayweather þetta á stigum. Kjartan Guðmundsson Annaðhvort rotar Conor Floyd og drepur box­ íþróttina í leiðinni, eða Mayweather sigrar auðveld­ lega og rifjar upp fyrir alheiminum að boxarar eru bestir í boxi. Hörður Snævar Jónsson Floyd klárar hann án vandræða, það er tímabært að slökkt verði í kjaftfora Íranum. Garðar Gunnlaugsson Bardaginn endar með látum! Conor fær á sig þungt högg, gleymir að hann er í boxbardaga, hringsparkar Floyd í hausinn og stekkur á hann. TÍU ÁRA SONUR ÞEIRRA HLJÓP ÚT ÚR HÚSINU EFTIR HJÁLP EN HANN ÞURFTI AÐ KOMAST YFIR GIRÐINGU Í BAKGARÐ- INUM TIL ÞESS AÐ LÁTA NÁGRANNA ÞEIRRA VITA AF OFBELDINU. LEIKVANGURINN Benedikt Bóas benediktboas@365.is 2 6 . Á G Ú S T 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 4 -3 E 9 8 1 D 9 4 -3 D 5 C 1 D 9 4 -3 C 2 0 1 D 9 4 -3 A E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.