Fréttablaðið - 26.08.2017, Síða 105

Fréttablaðið - 26.08.2017, Síða 105
 www.reykjavik.is/styrkir Styrkir Reykjavíkurborgar Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2017. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og Þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningamála Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari Upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 12:00 á hádegi 3. október nk. English The city of Reykjavíkis currently accepting grant applications for the 2017 fiscal year. The goal of the grants is to strengthen and create cooperation with NGO´s businesses and individuals in constructive activities and services. In accordance with the city´s policies and priorties. Grants will be awarded for projects in the following fields: • social and welfare affairs • education and leisure • sports and youth • human rights • culture To apply go to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information on grant rules and regulations and information about the city´s priorities in the various area of interest. The application deadline is at 12:00 pm on October 3rd. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Reykjavíkurborg www.reykjavik.is Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknumum styrki vegna starfsemi á árinu 2018. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja ogefna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki ogeinstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustuí samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Vakin er athygli á því að við afgreiðslu styrkumsókna er horft sérstaklega til þess hversu vel umsóknir falli að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og markmiðum um innleiðingu á kynjaðri starfs- og fjárhagsáætlun. Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er frá kl. 8.00 am 1. september nk. til 12.00 á hádegi 2. október nk. The city of Reykjavík is currently accepting grant applications for the 2018 fiscal year. The goal of the grants is to strengthen and create cooperation with NGO´s, businesses and individuals in constructive activities and services in accordance with the city‘s policies and priorities. Grants will be awarded for projects in the following fields: • social and welfare affairs • education and leisure • sports and youth • human rights • culture Be advised that applications are reviewed with regard to the city´s human rights policy and gendered budgeting. To apply go to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information on grant rules and regulations and information about the city‘s priorities in the various areas of interest. The application window will be open from 8.00 september 1st until 12.00 pm on October 2nd. Frekari upplýsingar: styrkir@reykjavik.is ore information: styrkir@reykjavik.is ięcej informacji: styrkir@reykjavik.is Akureyrarvaka stend-ur sem hæst nú um helgina og á meðal skemmtilegra við-burða má nefna óperusýningu í Sam- komuhúsinu. Það er ekki á hverjum degi sem ráðist er í óperusýningar utan höfuðborgarsvæðisins og því er hér á ferðinni frábært tækifæri fyrir alla til þess að kynnast óperu- forminu nánar enda er meira að segja frítt á sýninguna sem verður í dag kl. 15 svo vonandi fjölmenna bæði heimamenn jafnt sem ferða- langar á meðan húsrúm leyfir. Óperan sem um ræðir er gamanó- peran Piparjúnkan og þjófurinn, gamanópera í einum þætti eftir tónskáldið Gian Carlo Menotti. Ópera á Akureyri Ein af söngvurunum er Elfa Dröfn Stefánsdóttir og hún segir að upp- setningu óperunnar megi einfald- lega rekja til vilja fólks til þess að vinna saman. „Þetta kom nú bara þannig til að við Jenný Lára leik- stjóri höfum verið vinkonur lengi og erum nú báðar búsettar hér eftir að hafa farið í okkar mastersnám. Hún í leiklist og leikstjórn en ég í óperusöng og okkur langaði ein- faldlega að búa okkur til vettvang og gera eitthvað skemmtilegt. Með því að setja upp óperu þá náum við að sameina þau listform sem við höfum sérhæft okkur í og okkar áhugasvið þar sem ég er með söng- hlutverk en Jenný Lára leikstýrir.“ Aðspurð hvernig hafi gengið að ná saman í hóp til þess að koma á legg óperusýningu á Akureyri segir Elfa Dröfn að þau hafi hóað saman í hóp þar sem allir hafi tengingu norður: „Fólk sem annaðhvort býr hér eða á ættir hingað að rekja og það gekk bara alveg ágætlega. Það eru fjögur hlutverk í óperunni en ég syng piparjúnkuna Miss Todd, Edda Björk Jónsdóttir syngur nágranna- konu mína, slúðurberann Miss Pink erton, Unnur Helga Möller syngur Laetitiu sem er þjónustu- stúlkan mín og svo er það Ívar Helgason sem syngur Bob sem er flækingur eða þjófur, við vitum það ekki alveg, en það kemur vonandi allt saman í ljós. Matthildur Anna Gísladóttir sér svo um tónlistar- stjórn og lætur sig ekki muna um það að töfra heila hljómsveit fram í píanóinu sínu.“ Aðgengileg skemmtun Elfa Dröfn segir að Menotti hafi upphaflega samið Piparjúnkuna og þjófinn fyrir útvarp en þrátt fyrir það sé hún líka sviðsett reglu- lega nokkuð víða. „Hún gerist í ónefndum smábæ á óræðum tíma og þetta er ákveðin innsýn í líf þess- ara kvenna í þessum bæ þar sem fátt gerist annað en að nágranna- konan heimsækir Miss Todd og svo er slúðrað og talað um veðrið. Dag einn er svo barið að dyrum og fyrir utan stendur ákaflega myndar- legur karlmaður og það er það mest spennandi sem hefur gerst í lífi Miss Todd hvernig sem á það er litið. Í framhaldinu upphefjast svo auð- vitað ýmis ævintýri að hætti óperu- formsins þannig að fólk má alveg búa sig undir að það verði heilmikið fjör í gamla Samkomuhúsinu.“ Það er óneitanlega þannig að margir veigra sér eilítið við að taka fyrstu skref inn í heim óperunnar sem áhorfendur, enda myndin sem er dregin upp af óperum víða sú að þetta sé þungt og krefjandi form. Elfa Dröfn segist kannast við þetta viðhorf en að Piparjúnkan og þjóf- urinn sé ákaflega aðgengilegt verk. „Í fyrsta lagi er þetta stutt ópera, ekki nema um klukkustund í sýn- ingu. Í öðru lagi er hún líka fyndin og skemmtileg og í raun ekki krefj- andi í hlustun. Óperan er á ensku og að auki þá erum við með íslenska texta sem verður varpað upp. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta sé mjög aðgengileg ópera, melódísk og heillandi enda eru þarna mjög fallegar aríur. Þannig að fólk þarf ekkert að óttast því það er mikið leikhús í þessu.“ Elfa Dröfn segir að þau séu farin að hlakka til frumsýningarinnar sem verður í Samkomuhúsinu í dag klukkan þrjú og það sé sérstaklega ánægjulegt að vera í þessu gamla og fallega húsi. „Það er líka ekki leiðin- legt að geta sagt að það sé frítt inn í tilefni af Akureyrarvöku. Vonandi verður svo framhald á þessu hjá okkur en við stefnum á það að fara suður með sýninguna þegar fram líða stundir.“ Fólk þarf ekkert að óttast Óperan Piparjúnkan og þjófurinn verður frumsýnd í gamla Samkomuhúsinu í dag og frítt inn í tilefni af  Akureyrarvöku. Söngkonurnar Elfa Dröfn Stefánsdóttir og Unnur Helga Möller í hlutverkum sínum í Piparjúnkan og þjófurinn. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Í fyrStA lAgi er þettA Stutt ÓPerA, ekki nemA um klukkuStund Í Sýningu. Í öðru lAgi er hún lÍkA fyndin og Skemmtileg og Í rAun ekki krefjAndi Í hluStun. Um helgina gefst alveg einstakt tækifæri til þess að kynn-ast norrænni samtímatón- list á skemmtilegan hátt í Norræna húsinu. Ensemble Sirius er hópur fimm tónlistarkvenna frá Árósum sem spila á saxófón, kontrabassa, píanó, trompet og slagverk. Samstarf kvennanna er samnorrænt tónlistar- verkefni sem þær kalla Ferðalag um norræna náttúru og gengur út á að kynna samtímatónlist frá sex nor- rænum löndum og stuðla að sterkri norræni tónlistarhefð. Gunn Hernes verkefnisstjóri segir að hópurinn ætli að vera með tvo ókeypis viðburði um helgina þar sem áhorfendum verður boðið í ímyndað ferðalag víða um norður- slóðir. „Á laugardaginn (í dag) kl. 13 verður vinnustofa þar sem þær munu leitast við að opna huga fólks fyrir samtímatónlist sem er í huga margra tormelt og krefjandi. Fólk þarf ekkert að gera þarna annað en að koma og hlusta og læra um sam- tímatónlist því þó þetta sé vinnu- stofa þá sjá þær alveg um þetta,“ segir Gunn og hlær. „Á sunnudeg- inum verða þær svo með tónleika kl. 15 þar sem þær flytja verk eftir Þuríði Jónsdóttur en hún tekur þátt í þessu skemmtilega verkefni fyrir hönd Íslands. Það er frítt inn á báða þessa skemmtilegu viðburði þannig að við vonumst eftir því að sjá sem flesta koma og í senn læra og njóta samtímatónlistar.“ – mg Ferðalag um norræna náttúru fÓlk þArf ekkert Að gerA þArnA AnnAð en Að komA og hluStA og lærA um SAmtÍmAtÓnliSt. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 53L A U g A R D A g U R 2 6 . á g ú s T 2 0 1 7 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 3 -E F 9 8 1 D 9 3 -E E 5 C 1 D 9 3 -E D 2 0 1 D 9 3 -E B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.