Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 2
Helgarblað 20.–23. janúar 20172 Fréttir
Jarðvegur fyrir
þjóðernishyggju á Íslandi
n Ísland í grunninn ekki ólíkt Norðurlöndunum n Þjóðernispopúlismi viðfangsefni nýrrar bókar
S
ama jarðveg fyrir þjóðern-
ishyggju er að finna hér á
landi og á hinum Norður-
löndunum, þrátt fyrir að
þjóðernispopúlískir flokkar
hafi ekki náð að festa hér rætur með
sama hætti og þar. Komi fram öflugur,
trúverðugur leiðtogi með útgeislun
sem tali fyrir slíkri stefnu má ætla að
hún gæti náð í gegn hér á landi. Þó ber
að geta þess að þjóðernishyggja hefur
verið, og er, samþykkt innan hinna
hefðbundnu stjórnmálaflokka á Ís-
landi. Það gæti hamlað því að þjóð-
ernispopúlískir flokkar næðu hér fót-
festu.
Þetta segir Eiríkur Bergmann
stjórnmálafræðiprófessor en út er
komin bók eftir Eirík um efnið. Bók-
in, sem heitir Nordic Nationalism and
Right-Wing Populist Politics, er gef-
in út af forlaginu Palgrave Macmill-
an og hefur þegar fengið lofsamlegar
umsagnir.
Þjóðernishyggja viðtekin í ís-
lenskum stjórnmálum
Eiríkur segir í samtali við DV að Ís-
land skeri sig nokkuð frá hinum Norð-
urlöndunum að því leyti að hér hafi
sérstakir þjóðernispopúlískir flokk-
ar utan hins hefðbundna flokkakerf-
is ekki náð viðlíka árangri og í hin-
um löndunum fjórum. Á móti komi
að hér hafi þjóðernishyggja verið
mun viðteknari innan hefðbundinna
flokka og því ekki sama þörf á að skora
flokkakerfið á hólm á þjóðernispóli-
tískum grunni.
„Í kjölfar seinni heimsstyrjald-
ar liggur þjóðernishyggja sem hug-
myndafræði algjörlega í valnum í
Evrópu. Hún þótti óboðlegur grund-
völlur stjórnmálaflokka um alla álf-
una. Á Íslandi var þjóðernishyggja
hins vegar grundvöllur íslenskra
stjórnmála í sjálfstæðisbaráttunni og
því fór ekki fram viðlíka uppgjör hér
við þjóðernishyggjuna og víðast hvar
annars staðar. Í Sjálfstæðisflokknum,
Framsóknarflokknum og Alþýðu-
bandalagi og fleiri flokkum voru þess-
ir hugmyndastraumar einfaldlega við-
teknir og viðurkenndir,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir þrennt valda því að
þróunin hér á landi hafi verið öðru-
vísi en á hinum Norðurlöndunum.
„Það er í fyrsta lagi það sem ég nefndi
hér að framan. Önnur ástæða er sú að
uppgangur þessara þjóðernishyggju-
flokka á hinum Norðurlöndunum er
að þeir ná fyrst og fremst eyrum fólks
og fylgi á grundvelli andstöðu sinnar
við innflytjendur og einkum múslim-
ska innflytjendur. Ísland sker sig frá
í þessum efnum. Hér eru engin eig-
inleg innflytjendasamfélög, það eru
engin múslimsk innflytjendahverfi.
Þrátt fyrir að margir reyni það nú
hér á landi getur verið dálítið erfitt
að setja sig ákaft upp á móti ein-
hverju sem er ekki til. Það verður
að baráttu við vindmyllur.“
Ekki komið fram öflugur
leiðtogi
Þriðja skýringin sem Eiríkur tiltek-
ur fyrir uppgangi þjóðernispopúl-
ískra flokka er að fram komi öfl-
ugir leiðtogar og talsmenn slíkra
flokka. „Á Norðurlöndunum hef-
ur uppgangur slíkra flokka alltaf
orðið þegar fram kemur öflugur,
trúverðugur og karismatískur leið-
togi fram fyrir flokkana,“ segir Eiríkur
og nefnir Piu Kjærsgaard sem dæmi
en hún hafi flutt Danska þjóðarflokk-
inn í átt að hinu viðtekna í dönsk-
um stjórnmálum án þess að draga úr
þjóðernispopúlískum málflutningi.
Eiríkur bendir sömuleiðis á að Sví-
þjóð hafi lengi vel verið líkast Íslandi,
ekki séu nema sex ár síðan þjóðern-
ispopúlistarnir í Svíþjóðardemókröt-
um hafi náð alvöru pólitískum
árangri. Í Svíþjóð hafi gamli bænda-
flokkurinn, Miðflokkurinn, verið
staðgengill þjóðernispopúlisma. „Það
er því ekki svo að þessi stjórnmál hafi
ekki verið til í Svíþjóð, þau voru til í
gömlum meginstraumsflokki þar.“
Framsóknarflokkurinn og Frjáls-
lyndi flokkurinn staðgenglar
Eiríkur segir að sjá megi hliðstæðu
þessa á Íslandi. „Hér hafa verið tve-
ir stjórnmálaflokkar sem hafa á ein-
hverjum tímapunkti orðið stað-
genglar þjóðernispopúlísks flokks.
Fyrst er það Frjálslyndi flokkurinn
haustið 2006. Flokkurinn var við það
að þurrkast út af þingi en tekur með
skipulögðum hætti upp andstöðu
við innflytjendur, einkum múslima
þó að slík samfélög hafi ekki verið til í
landinu. Með þessu rýkur flokkurinn
upp í fylgi. Þetta gerist síðan aftur í
borginni, hjá Framsóknarflokknum.
Flokkurinn var ekki nálægt því að
ná inn manni í kosningunum 2014.
Þá lýsa frambjóðendur hans and-
stöðu við að hér verði reist bæna-
hús múslima og margfalda fylgi sitt,
sem endar með því að þeir fá tvo
borgarfulltrúa kjörna. Framsóknar-
flokkurinn 2009 til 2016 er að hluta
til staðgengill þjóðernispopúlísks
flokks hér á Íslandi. Í kosningunum
2016 var þetta ekki að merkja leng-
ur, við forystuskipti í flokknum síð-
astliðið haust hvarf flokkurinn frá
þessu.“
Jarðvegurinn til staðar
Fyrir síðustu þingkosningar boð-
aði Íslenska þjóðfylkingin framboð
til Alþingis en sprakk að segja má
upp innan frá. Þann flokk má hik-
laust setja í hóp þjóðernispopúlískra
flokka, segir Eiríkur, sem bendir
einnig á að greina hafi mátt svipaða
hugmyndastrauma hjá Flokki fólks-
ins, þó í minna mæli væri. „Íslenska
þjóðfylkingin var á talsverðri sigl-
ingu og hefði getað náð árangri ef
hún hefði ekki sprungið innan frá.
Hana skorti þó trúverðugan og öfl-
ugan leiðtoga, líkt og þá sem hafa lyft
slíkum flokkum á Norðurlöndun-
um.“ Eiríkur bendir á að ef kæmi
fram slíkur leiðtogi sé jarðvegur til
staðar, til séu hópar fólks hér á landi
sem myndu fylkja sér að baki hon-
um.
Eiríkur leggur þó áherslu á að
bókin fjalli ekki sérstaklega um þessa
stöðu Íslands. „Megintilgangurinn
er að greina þjóðernishyggju á Norð-
urlöndunum fimm. Samsvörunin í
hugmyndastraumum innan land-
anna er mikil hvað þetta varðar. Þrátt
fyrir að birtingarmyndin í stjórnmál-
um dagsins í dag sé eilítið öðruvísi
hér á landi en í hinum löndunum þá
liggja þessir meginstraumar saman.
Þrátt fyrir þennan mun, sem ég hef
tiltekið hér að framan, þá er grund-
völlurinn og jarðvegurinn sá sami,
líkt og hugmyndir um einhvers kon-
ar menningarlega yfirburði norræns
þjóðfélags.“ n
Jarðvegurinn til staðar
Eiríkur Bergmann segir sama
jarðveg þjóðernishyggju til
staðar hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum.
„Á Íslandi var
þjóðernishyggja
hins vegar grundvöllur
íslenskra stjórnmála í
sjálfstæðisbaráttunni
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
BRIDS
SKÓLINN
TVÖ námskeið hefjast í næstu viku:
Námskeið fyrir byrjendur (STIG 1) og framhaldsnámskeið
um spilamennsku sagnhafa (STIG 3).
BYRJENDUR hefst 23. janúar ... átta mánudagskvöld
ÚRSPILIÐ hefst 25. janúar ... átta miðvikudagskvöld
Mikið spilað og EKKERT MÁL að mæta stakur/stök.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427
Sjá ennfremur á bridge.is
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦