Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 20.–23. janúar 20176 Fréttir Opnunartilboð á viðgerðum og aukahlutum iP one í úrvali Erum flutt á Grensásveg 14 Allskyns aukahlutir Grensásvegur 14 s: 534 1400 Öll hulstur á 1.990 á meðan birgðir endast Reynslulitlir stjórnarþingmenn n Aðeins 9 almennir þingmenn meirihlutans með þingreynslu n Naumur meirihluti meira áhyggjuefni A f þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem ekki sitja á ráðherrastóli hafa aðeins níu setið áður á Alþingi. Enginn óbreyttur þingmaður Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar hefur þingreynslu. Þing- mennirnir níu sem áður hafa setið á þingi koma allir úr Sjálfstæðisflokki og af þeim voru sex kjörnir á þing í kosningunum 2013, hafa aðeins setið eitt kjörtímabil. Bent hefur verið á þessa stað- reynd og þetta talið veikleiki hjá rík- isstjórn Bjarna Benediktssonar. Þeir sem DV ræddi við telja þó fremur að naumur þingmeirihluti, aðeins eins þingmanns meirihluti, muni hafa meiri áhrif. Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki sjálfgefið að reynsluleysi þing- manna stjórnarmeirihlutans verði ríkisstjórninni fjötur um fót. „Ekkert endilega, það á auðvitað bara eftir að koma í ljós. Staðan er sú að það er mikið af nýjum þingmönnum bæði í stjórn og stjórnarandstöðu og það er auðvitað líklegt að það hafi áhrif á þingstörfin. Við getum ekki útilokað að einhverjir hnökrar verði á í upp- hafi á meðan fólk er að læra og það á við um bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu.“ Birgir segir að nú sem endranær skipti máli að samstarf milli stjórnar og stjórnarand- stöðu verði með góðum hætti. Einkum sé mik- ilvægt að samkomu- lag náist um vinnu- lag en ágreiningur rísi fremur um málefni heldur en málsmeð- ferð. Byrjunin ekki góð Katrín Jak- obsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að henni þyki líklegra að naumur meirihluti ríkisstjórn- arflokkanna muni hafa meiri áhrif á þingstörfin en reynsluleysi þingmanna. „Það er augljós staðreynd að það er erfitt að vera með eins manns meirihluta. Almennt er það umhugsunarefni hversu lítil reynsla er á Alþingi. Ég er ekki viss um að þetta styrki endilega stöðu stjórnarandstöð- unnar en stað- reyndin er bara sú að þetta hefur veruleg áhrif á þingstörf- in. Þetta getur auð- vitað haft bæði já- kvæð og neikvæð áhrif á þingstörfin en það má samt benda á að þrátt fyrir þessa miklu endurnýjun frá kosningunum 2007 hefur ver- ið kvartað yfir því að vinnu- brögð á Al- þingi hafi ekki breyst til batnaðar.“ Katrín bendir á að þótt almennt hafi þingstörfin gengið vel fyrir ára- mót, þegar ekki var búið að mynda nýja ríkisstjórn, sé ekki endilega ástæða til bjartsýni nú. „Það er ekki góð byrjun hjá meirihlutanum að koma skilaboðum á framfæri við minnihlutann í fjölmiðlum,“ segir Katrín og tiltekur þar meðal annars að meirihlutinn hafi ákveðið án sam- ráðs hverjir taki við formennsku í nefndum. Reynsluleysi mun setja mark á þingstörf Einar Kristinn Guðfinnsson sat á þingi í aldarfjórðung fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og gegndi embætti for- seta Alþingis á síðasta kjörtímabili. Einar Kristinn segir engan vafa á að reynsluleysi þingmanna muni hafa áhrif á þingstörf, einkum í upphafi kjörtímabilsins. „Ég hef áður sagt að það hefur verið einn vandi þingsins hversu miklar breytingar hafa orðið á þingliðinu í hverjum kosningun- um á fætur öðrum, allt frá og með kosningunum árið 2007. Þetta slær öll met og vissulega má búast við því að svona mikil endurnýjun muni setja svip sinn á störf Alþingis. Það er auðvitað sérhæft verkefni að taka til starfa sem þingmaður en ég geri nú ráð fyrir að þeir nýju þingmenn sem kjörnir voru muni bara ná tökum á verkefnunum fljótt.“ Einar Kristinn bendir hins vegar á að frá því síðastliðið vor hafi störf þingsins verið með mjög góðum brag. Alþingi hafi tekist á við erf- iða stöðu með miklum myndarskap. Hið sama hafi gerst nú eftir síðustu kosningar, á meðan ekki hafði tek- ist að mynda nýja ríkisstjórn. „Mér fyndist undarlegt ef það yrði skyndi- leg stefnubreyting á því,“ segir Einar Kristinn. Hvað varðar það hvort þetta reynsluleysi muni hafa áhrif á stöðu stjórnarmeirihlutans segir Einar Kristinn að það gæti vel haft einhver áhrif. Hann bendir þó á að naum- ur þingmeirihluti ríkisstjórnarinn- ar muni hafa enn meiri áhrif. „Ég tel að þetta gæti ýtt undir að það verði meira samtal milli stjórnar og stjórn- arandstöðu, ég hef raunar tekið eft- ir því að ýmsir nýir þingmenn hafa talað fyrir því. Ég vil þó ítreka að það hefur alltaf verið slíkt samtal milli flokka í þinginu en í ljósi þess að þingmeirihlutinn er þetta naumur tel ég að það gæti orðið í enn frekara mæli nú en verið hefur.“ n Margir nýir þingmenn Mikil endurnýjun varð á þingheimi í síðustu kosningum. Það hefur verið raunin síðustu fernar kosningar.Mynd SigtRygguR ARi„Það er ekki góð byrjun hjá meirihlutanum að koma skilaboðum á framfæri við minnihlutann í fjöl- miðlum Stjórnarþingmenn með þingreynslu Tólf eru nýir Ásmundur Friðriksson n Kjörinn á þing árið 2013 n Sat í atvinnuveganefnd og vel- ferðarnefnd. Brynjar níelsson n Kjörinn á þing árið 2013 n Sat í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, velferðarnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Haraldur Benediktsson n Kjörinn á þing árið 2013 n Sat í atvinnuveganefnd og fjár- laganefnd. Valgerður gunnarsdóttir n Kjörin á þing árið 2013 n Sat í fjárlaganefnd og forsætisnefnd. Vilhjálmur Árnason n Kjörinn á þing árið 2013 n Sat í allsherjar- og mennta- málanefnd og umhverfis- og sam- göngunefnd. Vilhjálmur Bjarnason n Kjörinn á þing árið 2013 n Sat í efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Ólöf nordal n Sat á þingi frá 2007 til 2013 n Var innanríkisráðherra á árunum 2014 til 2016. Hefur setið í flestum fastanefndum Alþingis. *Er í veikindaleyfi. unnur Brá Konráðsdóttir n Kjörin á þing árið 2009 n Hefur setið í flestum fastanefndum Alþingis og var formaður í allsherj- arnefnd á síðast kjörtímabili. *Verður forseti Alþingis. Birgir Ármannsson n Kjörinn á þing árið 2003 n Hefur setið í flestum fastanefnd- um Alþingis og verið for- maður bæði allsherjarnefnd- ar og utanríkis- málanefndar. *Er þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Mynd SigtRygguR ARi Mynd KRiStinn MAgnúSSon Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.