Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 10
Helgarblað 20.–23. janúar 201710 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 Smurdagar 15% afSláttur af vinnu Og efni daGana 15. janúar-28. Febrúar 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Upplifun þriggja Íslendinga af umfjöllun þar ytra um hvarf Birnu Brjánsdóttur T veir grænlenskir sjómenn hafa verið dæmdir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhags- muna í máli Birnu Brjáns- dóttur sem hvarf aðfaranótt laugar- dagsins 14. janúar. Málið hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun úti í Grænlandi og segja má að græn- lenska þjóðin, líkt og sú íslenska, sé slegin óhug vegna þess. DV heyrði í nokkrum Íslendingum með sterk tengsl við Grænland og hver þeirra upplifun sé af harmleiknum sem haldið hefur íslensku þjóðinni í helj- argreipum undanfarna daga. „Þetta stendur flestum nærri“ „Þetta er í öllum fjölmiðlum hér og ég held að ég geti fullyrt að Græn- lendingar séu harmi slegnir. Ég verð þó ekki vör við mikla umfjöll- un á samfélagsmiðlum eða í spjalli manna á milli. Grænlendingar eru frekar hljóðir um þetta mál enda er þjóðfélagið afar lítið og allir þekkja eitthvað til. Þetta stendur flestum nærri og liggur þungt á fólki,“ seg- ir Edda Lyberth, sem búið hefur í Qaqortoq á Suður-Grænlandi í þrjá áratugi. Hún verður þó vör við þær áhyggj- ur Grænlendinga að mennirnir fái ekki aðstoð túlks á sínu móðurmáli. „Það hafa margir áhyggjur af því að ef yfirheyrslur fara fram á ensku eða dönsku að þá geti misskilningur átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ef Grænlendingur er spurður: „Viltu ekki meira kaffi?“ þá svarar hann ját- andi og á þá við að hann vilji ekki meira kaffi. Íslendingar myndu hins vegar svara spurningunni neitandi,“ segir Edda. Þá segist hún einnig verða vör við ótta um að grænlensk- um sjómönnum verði ekki vært á Íslandi í kjölfar málsins. „Það er ógæfufólk í öllum löndum og ég held að Grænlendingar vonist innilega til þess að málið skemmi ekki samskipti þjóðanna sem hafa aukist mikið og verið afar hlýleg,“ segir Edda. Halda stjórnvöldum upplýstum „Okkar hlutverk hefur verið að halda stjórnvöldum hér upplýstum um gang mála. Um leið og skipið Pol- ar Nanoq kom til sögunnar í þessari rannsókn þá hafði ræðisskrifstof- an samband við utanríkisráðuneytið hér og gerði þeim grein fyrir því hvað væri á seyði. Það hefur verið gott sam- band okkar á milli. Utanríkisráðherra Grænlands hefur meðal annars hvatt til þess að íslenskum yfirvöldum sé liðsinnt í hvívetna“, segir Pétur Ás- geirsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, í samtali við DV. Pétur tek- ur undir það að umfjöllun um mál- ið í Grænlandi hafi verið mikil. „Það hefur verið afar hlutlaust fjallað um málið og engin gagnrýni komið fram á hvernig staðið er að málum. Það sem skín í gegn er samúð til fjölskyldu stúlkunnar og áhyggjur af því hvað þarna hafi átt sér stað,“ segir Pétur. Möguleg yfirhylming „ógrænlensk“ „Það þekkjast hræðilegir glæpir í Grænlandi en yfirleitt liggur þá játn- ing gerandans strax fyrir. Yfirleitt er brennivíni kennt um og oft er greint frá því að gerandinn muni ekki eft- ir atburðunum. Að því gefnu að mennirnir séu sekir þá er mjög sjald- gæft að gerendur í slíkum málum í Grænlandi reyni að hylma yfir slóð sína og neiti sök,“ segir Kristjana G. Motzfeldt í samtali við DV. Kristjana er nýflutt til Íslands eftir að hafa búið í aldarfjórðung í Grænlandi. „Ég á að vera að standa í flutningum en þetta mál hefur legið þungt á mér og ég kem því næst engu í verk,“ segir hún. Að hennar sögn koma fréttir um næturbrölt sjómannanna og fíkni- efnafund á óvart. „Útgerðin sem um ræðir er afar virt fyrirtæki í Græn- landi og þar er fyllerí ekki liðið um borð, ekki frekar en hjá íslenskum útgerðum. Það er ótækt vegna allrar þeirrar tækni og þeim vinnuferlum sem eru um borð,“ segir Kristjana. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Grænlendingar harmi slegnir Kristjana Motzfeldt Edda Lyberth Pétur Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.