Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 38
Helgarblað 20.–23. janúar 201730 Menning » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Liggur alltaf talsvert á hjarta n Jónína Leósdóttir sendir frá sér nýja glæpasögu n Með aðra bók í smíðum n Jóhanna yfirlesari númer eitt S túlkan sem enginn saknaði er ný glæpasaga eftir Jónínu Leósdóttur. Aðalpersónan er eftirlaunaþeginn Edda sem lesendur kynntust fyrst í bókinni Konan í blokkinni. Jónína er fyrst spurð hvort henni þyki kon- ur á sama aldri og Edda ekki nægi- lega sýnilegar. Blaðamaður vill kalla Eddu miðaldra og Jónína er ekki ósátt við það og segir: „Það er fallegt af þér að kalla hana miðaldra því hún er 67 ára. En Eddu líður einmitt sjálfri eins og hún sé bara rétt um miðjan aldur, enda í fullu fjöri jafnt andlega sem líkamlega. Þjóðfélag- ið hefur hins vegar afskrifað hana, finnst henni, því hún er komin á eftirlaun eftir að hafa verið verslun- arstjóri í bókabúð í áratugi. Þar var hún sem sagt með mannaforráð og rak stóra búð með glans en svo hef- ur hún allt í einu ekkert hlutverk, enginn þarf á henni að halda. Já, og konur í þeirri stöðu verða svolítið ósýnilegar í tvennum skiln- ingi. Í fyrsta lagi renna þær stund- um saman í eitt mengi hjá þeim sem yngri eru. Ég kom aðeins inn á það í fyrstu bókinni, Konan í blokk- inni, og skrifaði líka um það pistla á meðan ég var í blaðamennsku. Í öðru lagi eru þær ekki heldur mjög sýnilegar í þjóðfélaginu, til dæm- is í fjölmiðlum. Gráhært fólk með hrukkur er yfirleitt ekki áberandi á skjánum, nema í undantekningar- tilvikum eins og fréttaskýringa- þættinum „60 mínútum“. Og hér á Íslandi er Bogi Ágústsson auðvitað flottur og frambærilegur. En konur um eða yfir sextugt eru sjaldséðar.“ Þetta er önnur bókin um Eddu – verða þær fleiri? „Ég lagði upp með að þetta gæti orðið sería og mér sýnist stefna í að svo verði. Sjö, níu, þrettán og allt það! Ég er með þriðju bókina í smíðum og við Edda höfum ekki enn fengið leiða hvor á annarri.“ Margir glæpasagnahöfundar beina sjónum sínum að ýmiss konar misrétti í þjóðfélaginu í bókum sín- um og láta sig þjóðfélagsmál miklu varða. Ert þú að koma skilaboðum á framfæri í verkum þinum? „Mér liggur alltaf talsvert á hjarta þótt ég reyni að hafa „boðskapinn“ ekki of yfirþyrmandi. Bækur með predikunum eru svo þreytandi. Ég lærði þennan línudans við að skrifa fimm skáldsögur fyrir unglinga. Það þýðir ekkert að bjóða krökkum upp á einhverja messu um lífið og tilver- una. En inn í ungmennabækurn- ar fléttaði ég samt umfjöllun um skilnað, átröskun, samkynhneigð, sambönd fólks af ólíkum kynþætti, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og fleira sem mig langaði að fá lesend- urna til að íhuga. Allt voru þetta þó sögur í fremur léttum dúr og með ákveðinni spennu. Í bókunum um hana Eddu er valið á aðalpersónunni til dæmis hluti af þessari þörf minni fyrir að beina kastljósi að hlutum sem mér finnast umhugsunarverðir. Ég vildi sýna konu á eftirlaunaaldri í já- kvæðu ljósi og minna þannig á að fólk er ekki dautt úr öllum æðum þótt hárið sé farið að grána og kennitalan þyki ekki lengur boðleg á vinnumarkaðnum. Í hverri Eddu- bók tek ég þar að auki fyrir ýmislegt fleira sem mér finnst áhugavert og það er oftast tengt sálarlífi fólks og samskiptum. En ef ég útskýrði það frekar myndi það spilla spennunni fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bækurnar.“ Jafnaðarmanneskja til frambúðar Ertu pólitísk, og ef svo er deilirðu stjórnmálaskoðunum með konu þinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var áberandi stjórnmálamaður í áratugi? „Ég ólst upp við ólíkar stjórn- málaskoðanir því mamma var mik- il sjálfstæðismanneskja og pabbi mikill krati. Í fjölskylduhúsinu sem ég bjó í var líka föðursystir sem lá undir grun um að vera kommi, þótt hún hafi nú aldrei staðfest það svo ég muni. En þrátt fyrir þetta var aldrei rifist af neinni hörku um póli- tík á mínu æskuheimili. Átján ára gömul trúlofaðist ég strák af miklum sjálfstæðisættum og fylgdi honum inn í flokkinn án þess að vera sérstaklega áhugasöm um stjórnmál. Áratug síðar sveik ég lit með því að kjósa Kvennafram- boðið. Þá fyrst kaus ég af einhverri sannfæringu. Árið 1983 lenti ég sjálf, fyrir al- gjöra tilviljun, á framboðslista hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Vil- mundur Gylfason hafði alls ekki verið á höttunum eftir mér heldur þáverandi eiginmanni mínum, Jóni Ormi Halldórssyni, sem ekki var til- kippilegur. Daginn áður en skila átti framboðslistum gerði Vilmund- ur lokatilraun og þegar Jón svar- aði enn neitandi spurði hann í ör- væntingu: „Jón, þú átt ágæta konu, er það ekki?“ Þar með færðist pressan yfir á mig og ég samþykkti að vera aftar- lega á framboðslistanum með því skilyrði að ég þyrfti hvergi að koma fram fyrir kosningarnar. En Vil- mundur plantaði mér í fjórða sæti Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ég vildi sýna konu á eftirlaunaaldri í jákvæðu ljósi og minna þannig á að fólk er ekki dautt úr öllum æðum þótt hárið sé farið að grána og kennitalan þyki ekki lengur boðleg á vinnumarkaðnum. Metsölulisti Eymundsson 11.–17. janúar 2017 Íslenskar bækur 1 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 2 Almanak Háskóla Íslands 2017 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 3 AflausnYrsa Sigurðardóttir 4 Hrafnamyrkur Ann Cleeves 5 Stúlkan sem enginn saknaði Jónína Leósdóttir 6 DrungiRagnar Jónasson 7 PetsamoArnaldur Indriðason 8 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 9 Ómótstæðileg EllaElla Mills Woodward 10 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 2 Almanak Háskóla Íslands 2017 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 3 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 4 Ómótstæðileg EllaElla Mills Woodward 5 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.