Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 17
Helgarblað 20.–23. janúar 2017 Fréttir Erlent 17 Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Sönglaði lady gaga og hlóð niður gögnum n Chelsea Manning náðuð af Bandaríkjaforseta n Einn mikilvægasti uppljóstrari sögunnar losnar úr fangelsi í vor n Lak gögnunum til að reyna að bæta heiminn „Mikil gleðitíðindi“ Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann væri afar ánægður með að dómurinn hafi verið mildaður. Manning sé einn mikilvægasti uppljóstrari síðari tíma. Málið hljóti að fela í sér að sakamálið gegn Wikileaks verði látið falla niður. „Þetta eru mikil gleðitíðindi og sigur fyrir réttlætið að búið sé að milda þennan dóm yfir henni og að hún sé að losna eftir nokkrar vikur. Hún er mikilvægasti upp- ljóstrari síðari tíma sem sýndi gríðarlegt hugrekki með því að miðla upplýsing- um um mjög mikilvæg málefni,“ sagði Kristinn í Morgunútvarpinu að morgni miðvikudags. rísku leyniþjónustunnar. Hún var þrátt fyrir það lágt sett innan leyni- þjónustunnar og var sögð á rýrum launum. Leiddist í hernum Að sögn vina hennar gramdist henni að ferill hennar virtist staðn- aður. Hún var send til Írak árið 2009 en af Facebook-færslum að dæma leið henni ekki vel. Í maí 2010 sagð- ist hún vera í meira lagi frústreruð á fólki og samfélaginu í heild. Skömmu áður hafði hún skrifað: „Bradley Manning situr uppi með þá þrúgandi tilfinningu að hann hafi glatað öllu.“ Sumar færslurnar virð- ast benda til þess að hún hafi átt í ástarsambandi sem liðið hafði und- ir lok. Nokkrum vikum síðar var hún handtekin af innra eftirliti hersins, fyrir meintan þjófnað á leynileg- um upplýsingum. Fram steig tölvu- hakkarinn Adrian Lamo sem viður- kenndi að hafa sagt til Chelsea. Hún hafi viðurkennt fyrir honum að hafa stolið gögnum. „Hlustaði á og söng Telephone með Lady Gaga á með- an ég framkvæmdi líklega stærsta gagnaleka í sögu Bandaríkjanna,“ skrifaði hún honum í skilaboðum á netinu, samkvæmt Wired.com. Þá skrifaði hún einnig að öryggi væri stórkostlega ábótavant og gaf í skyn að þetta væri auðvelt. Með þessi skilaboð fór Lamo til yfirvalda. Vildi bæta heiminn Fyrir dómi var Chelsea Manning fundin sek um að hafa sótt og lekið 720 þúsund leynilegum skjölum og hernaðargögnum. Þar á meðal var myndband sem sýndi Apache-her- þyrlu drepa 12 óbreytta borgara í Bagdad árið 2007. Málið vakti mikla athygli heimspressunnar. WikiLeaks birti tugþúsunda viðkvæmra skila- boða, skrifuðum af bandarísk- um diplómötum og aðilum innan hersins, vegna stríðsins í Írak. Þau komu sér mjög illa og þóttu vand- ræðaleg fyrir bandarísk stjórnvöld. Chelsea Manning baðst fyr- ir dómi afsökunar á að hafa skað- að Bandaríkin og að hún hefði ver- ið svo einföld að halda að hún gæti gert heiminn að betri stað. Daginn eftir að hún var dæmd til 35 ára fangelsisvistar, árið 2013, greindi hún frá því að hún hygð- ist lifa lífi sínu sem kona. „Ég heiti Chelsea Manning og ég er kona,“ sagði hún í tilkynningu til NBC. Henni hefði fundist hún vera kona frá barnæsku og hún myndi vilja hefja hormónameðferð. Herdóm- stóll heimilaði árið 2014 að nafni hennar yrði breytt úr Bradley Ed- ward Manning í Chelsea Elizabeth Manning. Reyndi að svipta sig lífi Fangelsisvistin, sem og baráttan fyr- ir því að fá að gangast undir kynleið- réttingarferlið, hefur fengið mjög á Chelsea. Hún reyndi að svipta sig lífi í fyrra, í Leavenworth-fangelsinu í Kansas. Um mánuði síðar fór hún í hungurverkfall. Því lauk með því að herinn féllst á að sjá til þess að hún færi í aðgerð. Það var svo á þriðju- daginn sem til tíðinda dró þegar Barack Obama tilkynnti að Chelsea yrði látin laus í maí. Hún hefur setið inni frá árinu 2010 en til stóð að hún sæti inni til ársins 2045. n „ Ég heiti Chelsea Manning og ég er kona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.